Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 27
Bara fáein heimalandi. Svona menn á auðvitað að setja á laun til slíkra starfa. Hann hefur síðan hann fór verið að dunda við það í stopulum frístundum frá sínu brauðstriti að snara fyrir menn einstaka ljóðum, smásögum og söguköflum, endurgjalds- laust að mestu, fyrir utan það sem höfundarnir sjálfir hafa verið að reyna að láta renna til hans. Með árunum dofnar auðvitað áhugi svona manna og eldmóður, fyrir nú utan það að þeir týna íslenskunni niður. Opinberir aðilar hér hafa aldrei sýnt því áhuga, þrátt fyrir ábendingar og tillögur þar um, að bjóða mönnum einsog þessum í heimsókn hingað til lands. I Englandi er til virtur þýðandi sem er læs á öll norðurlandamál. Hinar norðurlandaþjóðirnar bítast um að styrkja hann til að sinna sínum bókmenntum, en þær íslensku stofnanir sem helst hafa það hlutverk að varðveita og efla þjóðmenninguna vilja ekkert af honum vita. Marga fleiri mætti nefna; sumir þessara manna hafa lagt það á sig að þýða heilu skáldsögurnar án nokkurs stuðnings og nokkurrar tryggingar fyrir að fá það margra mánaða starf launað. Þetta eru menn sem telja að íslenskar bókmenntir eigi erindi á erlendan markað og gera sér fulla grein fyrir nauðsyn þess að þeim málum sé eitthvað sinnt. Þeir eru traustustu bandamenn íslenskra höfunda í barningnum við að komast yfir múrinn, og kannski verður það líka þeim helst að þakka ef íslenskir höfundar verða ekki farnir aftur að skrifa verk sín á erlendum tungum í byrjun næstu aldar. Því finnst manni að það ætti að leggja rækt við slíka menn, og á meðan svo er ekki gert verður að teljast mjög ósanngjarnt að kenna þeim um ef íslenskar bókmenntir eru illa kynntar umheiminum. Svo gerist það, skömmu áður en ég skrifaði áðurnefnda grein í tímaritið, að hér á landi fer af stað heilmikil umræða um þýðingar á íslenskum bókmenntum. Menn þóttust skyndilega sjá að öll þau mál væru í lamasessi. I dagblöðum, sjónvarpi og á Alþingi var verið að grafa upp dæmi um mislukkaðar þýðingar úr íslensku, jafnvel á einstaka orðum (hvernig var aftur orðið „sólstafir" þýtt á nýnorsku?). I þessum umræðum tóku þátt alþingismenn og frammámenn í menningarmálum, og það sem mér og fleirum sem fylgdust álengdar með þótti sárgrætilegast, var að engum virtist detta í hug að eitthvað mætti gera af okkar hálfu til að bæta úr þessu ástandi. Eina tillagan sem menn höfðu fram að færa var að hætta að láta þýða á hverju ári tvær bækur yfir á skandinavísku málin. Með öðrum orðum: ef vart verður við slæma þýðingu er einfaldasta ráðið að þýða ekki neitt. Mörgum þótti sem þessir útlendu kunningjar vorir fengju næsta einhliða gagnrýni í umræðunum, enda þess að engu getið sem vel hefur verið gert. Og þegar Helga Kress íslenskufræðingur og bókmenntalektor tók fyrir í löngu máli það sem hlýtur að vera eitthvert versta dæmið um þýðingarfúsk á íslenskri bók og meðhöndlaði á eftirminnilegan hátt, þótti mér kominn tími til að taka upp hanskann fyrir erlenda vini íslenskra bókmennta, sérstaklega þarsem auðveld- lega mátti lesa út úr orðum Helgu að það væri almennt viðhorf þeirra sem þýddu okkar bækur að íslendingar væru svo fáir, smáir og ómerkilegir að engin 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.