Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 35
Einar Örn Benediktsson
Útvarp allra landsmanna
A þriðja áratugnum hófust umræður á Alþingi um möguleikana á útvarps-
útsendingum. Þá voru alþingismenn ekki alveg með á hreinu hvaða hlut-
verki útvarp gæti gegnt og nokkrum þeirra fannst meiri nauðsyn á símalín-
um en útvarpssendum og útvarpsstöð. Flestir sáu þó menningarauka í
útvarpi. Þar væri hægt að „víðvarpa bestu fyrirlestrum, söng og hljóðfæra-
slætti. Jafnvel er ekki óhugsandi, að fækka mætti prestum, ef það næði
almennri útbreiðslu."1 Af þessu dæmi sést að strax 1928 var hlutverk
útvarps í hugum margra að mennta og fræða þjóðina.
Ríkisútvarpið hefur verið frá upphafi menningarstofnun með þann heil-
aga tilgang að byggja upp íslenska menningu og viðhalda íslenskri arfleifð.
Þetta er tekið skýrt fram í 15. grein útvarpslaga. Það merkilega við þá grein
er að það er ekki fyrr en 1971 þegar útvarpslögin eru endurskoðuð að þessi
klásúla um menningarlegt hlutverk ríkisútvarpsins er gerð að lögum. Hvaða
línum höfðu stjórnendur RUV fylgt í rúm fjörutíu ár?
Svarið er einfalt: hefð. En hvaða hefð? Island hafði verið bændasamfélag
um aldir. íbúar landsins dreifðust um það þvers og kruss. En með myndun
borgarkjarna tók íslenskt þjóðfélag smámsaman stakkaskiptum, borgar-
menning varð til í Reykjavík og á suðvesturhorni landsins. Nú er Reykjavík
álitin menningarmiðstöð landsins með sínar listahátíðir, Þjóðleikhús, sym-
fóníuhljómsveit og ekki má gleyma óperu. Höfuðstöðvar alls sem gengur
undir nafninu menning eru í Reykjavík. (Landsbyggðin á eftirlíkingar af
þessu öllu, bara smærri í sniðum). Þetta vita allir Islendingar, en hvað kemur
þetta útvarpi við? Heilmikið. Utvarp þarf að hafa dagskrá. Hvernig verður
hún til? Ur því sem heitið gæti menning. Nógu góð menning til að hægt sé
að útvarpa henni. Sú staðreynd að það er ekki fyrr en 1971 að sett er í lög
hvert menningarlegt hlutverk útvarpsins er gefur til kynna að það hafi verið
hefðir borgarastéttar sem ákvörðuðu hvað íslensk menning var, og hvað
hún ætti að vera.
Islensk menning er arfleifð þjóðarinnar, fornsögur, kveðskapur, myndlist
og svo framvegis. Það væri nokkuð þunnur þrettándi ef dagskrá ríkisút-
varpsins einskorðaðist við íslenska arfleifð. Vissulega er íslensk menning
ekki kyrrstæð, hún bætir stöðugt við íslenska arfleifð öllu því sem framleitt
23