Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 35
Einar Örn Benediktsson Útvarp allra landsmanna A þriðja áratugnum hófust umræður á Alþingi um möguleikana á útvarps- útsendingum. Þá voru alþingismenn ekki alveg með á hreinu hvaða hlut- verki útvarp gæti gegnt og nokkrum þeirra fannst meiri nauðsyn á símalín- um en útvarpssendum og útvarpsstöð. Flestir sáu þó menningarauka í útvarpi. Þar væri hægt að „víðvarpa bestu fyrirlestrum, söng og hljóðfæra- slætti. Jafnvel er ekki óhugsandi, að fækka mætti prestum, ef það næði almennri útbreiðslu."1 Af þessu dæmi sést að strax 1928 var hlutverk útvarps í hugum margra að mennta og fræða þjóðina. Ríkisútvarpið hefur verið frá upphafi menningarstofnun með þann heil- aga tilgang að byggja upp íslenska menningu og viðhalda íslenskri arfleifð. Þetta er tekið skýrt fram í 15. grein útvarpslaga. Það merkilega við þá grein er að það er ekki fyrr en 1971 þegar útvarpslögin eru endurskoðuð að þessi klásúla um menningarlegt hlutverk ríkisútvarpsins er gerð að lögum. Hvaða línum höfðu stjórnendur RUV fylgt í rúm fjörutíu ár? Svarið er einfalt: hefð. En hvaða hefð? Island hafði verið bændasamfélag um aldir. íbúar landsins dreifðust um það þvers og kruss. En með myndun borgarkjarna tók íslenskt þjóðfélag smámsaman stakkaskiptum, borgar- menning varð til í Reykjavík og á suðvesturhorni landsins. Nú er Reykjavík álitin menningarmiðstöð landsins með sínar listahátíðir, Þjóðleikhús, sym- fóníuhljómsveit og ekki má gleyma óperu. Höfuðstöðvar alls sem gengur undir nafninu menning eru í Reykjavík. (Landsbyggðin á eftirlíkingar af þessu öllu, bara smærri í sniðum). Þetta vita allir Islendingar, en hvað kemur þetta útvarpi við? Heilmikið. Utvarp þarf að hafa dagskrá. Hvernig verður hún til? Ur því sem heitið gæti menning. Nógu góð menning til að hægt sé að útvarpa henni. Sú staðreynd að það er ekki fyrr en 1971 að sett er í lög hvert menningarlegt hlutverk útvarpsins er gefur til kynna að það hafi verið hefðir borgarastéttar sem ákvörðuðu hvað íslensk menning var, og hvað hún ætti að vera. Islensk menning er arfleifð þjóðarinnar, fornsögur, kveðskapur, myndlist og svo framvegis. Það væri nokkuð þunnur þrettándi ef dagskrá ríkisút- varpsins einskorðaðist við íslenska arfleifð. Vissulega er íslensk menning ekki kyrrstæð, hún bætir stöðugt við íslenska arfleifð öllu því sem framleitt 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.