Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 38
Tímarit Máls og menningar
skipt einhverju máli ef sænski herinn hefði sett upp sjónvarpsstöð hér í stað
kanans? Það væri jafn útlent og jafnmikill partur af sjónvarpskerfi heimsins.
Að menningarlegu hlutverki sjónvarpsins verður vikið seinna.
Rds 2
Það sem sýnir einna best að þögult samþykki hafi ríkt um menningarstefnu
ríkisútvarpsins er stofnun Rásar 2. Tilvist og þróun sérstakrar ungl-
ingamenningar síðan á sjötta áratugnum skapaði ýmis vandamál fyrir
ráðendur ríkisútvarpsins. Aldrei fyrr hafði verið til sérstök menning í
kringum ungt fólk. Ungt fólk var yfirleitt minni útgáfur af því eldra. Nú
rann ungt fólk ekki lengur saman við heildina heldur varð það sérstakur
partur af heildarmynd þjóðfélags. Vissulega varð fyrirbærið ungt fólk ekki
bara til sí svona, heldur komu til breyttar þjóðfélagsaðstæður og meiri
velmegun. Og þarsem ríkisútvarpið er útvarp allra landsmanna þurfti það að
sinna þeim sem og öðrum þegnum landsins. Útvarpið varð að gera það með
því að spila þeirra tónlist. Stjórnendur fundu útvarpstíma og skipulögðu
þætti fyrir ungt fólk. Fullorðið fólk var varað við því að hlusta með því að
kalla unglingaþættina gáfulegum nöfnum einsog „Lög unga fólksins“. Þá
gátu „venjulegir“ hlustendur slökkt á útvarpinu. En sumir gerðu það ekki,
lesendabréf blaðanna báru vitni um það. Sífelld skrif um þennan bévítaðans
hávaða og „hvað var orðið af gamla góða útvarpinu?“ Unglingamenning og
rokktónlist skoruðu á hólm hugmyndir stjórnenda útvarpsins um menn-
ingu.
Vandamálið leysist ekki fyrr en með stofnun Rásar 2, sem skyldi vera
popptónlistarrás með hagsmuni ungu kynslóðarinnar í hjarta. En ekki var
stjórnendum meira annt um unglingana en svo að Rás 2 skyldi ekki fá neinn
styrk til starfseminnar heldur vera rekin einungis á auglýsingatekjum. Viti
menn, stöðin bar sig. Rás 2 leysti togstreituna innan höfuðstöðvanna um
hvað ætti að gera við unglingana, og nú gat gufuradíóið bara haldið áfram að
vera einsog það hefur alltaf verið: „Útvarp allra landsmanna“?
Hvers menning?
Ég hef reynt að gefa til kynna að snobb eða forræðishyggja yfirstéttar hafi
ráðið ríkjum í menningarstefnu ríkisútvarpsins. Þessi ráðandi menningar-
stefna fæddist í borginni og er útvarpað sem íslenskri menningu. Þegar allt
kemur til alls er þessi „íslenska“ útvarpsmenning að stórum hluta útlend,
eða íslensk eftirlíking af þeirri útlendu. Þetta á líka við um ríkissjónvarpið
en samt birtist menningin þar í aðeins öðruvísi gervi. Islensk menning er
26