Tímarit Máls og menningar

Årgang

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 39
Útvarp allra landsmanna kerfi af félagsvenjum sem höfðu breyst lítið frá því í árdaga og þangað til útvarp kom til sögunnar. Tilkoma sjónvarps breytti þessum venjum meira en útvarp. Sjónvarpið varð hreinlega miðpunktur heimilisins, miðja alheims var komin inná stofugólf. Það krafðist óskiptrar athygli heimilisfólks og varð hinn almáttugi sannleikur. Kvöldin urðu partur af óvirkri neyslu dauðra ímynda, í stað virkrar þátttöku í samskiptum við aðrar mannlegar verur. Það er ekki hægt að aðgreina menningu frá okkar daglega lífi. Menning er það daglega amstur sem við stöndum í. Hún er ekki fyrirbæri sem við sækjum í eitthvert hús og skiljum eftir þegar haldið er heimleiðis. íslensk menning er líf okkar og ekkert annað. Það sem ríkisútvarpið hefur gert frá upphafi er að aðskilja menningu frá hinu daglega lífi og gera hana að einhverri himneskri sælu sem menntað gæti þjóðina. I hugum margra hefur ríkisútvarpið verið tákn menningar sem erfitt hefur verið að kyngja. Tákn leiðinda. Ríkisútvarpið hefur skapað hámenningu. Samkvæmt skilgreining- um snobbara ríkisútvarpsins kemur lágmenning ekki til sögunnar fyrr en með sjónvarpi. Sjónvarp býður uppá allt öðruvísi menningu en útvarp gerir. Sjónvarp sýnir ímyndir í stað þess að segja frá ímyndum. Það gerir áhorfendum kleift að samsama sig þessum ímyndum og fara inní þeirra veröld. Sjónvarp er líka vinsælt. Nokkuð sem menningarforkólfar ríkisútvarpsins þekkja ekki. Því er ekki nema von að árið 1971, eftir fimm ára reynslu af sjónvarpi, skyldi þykja við hæfi að setja inní útvarpslög klásúluna um varðveislu íslenskrar menningar og arfleifðar. Sjónvarp hafði tvístrað öllum hugmyndum um hvernig og hvað íslensk menning átti að vera. Vinsælt sjónvarp býður áhorfendum aðallega uppá skemmtun, afþreyingu. Menningarforkólfar fella móralskan dóm á afþreyingu. Sá dómur segir að afþreying sé slæm fyrir varðveislu íslenskrar menningar. Lausnin er að senda út hágæða hámenn- ingu til að stemma stigu við slæmum áhrifum lágmenningar sjónvarps. En afþreyingarefni sjónvarps er á skrítinn hátt miklu nær áhorfendum en viðurkennd hámenningarstefna útvarps. Samt sem áður var Ríkissjónvarpið ekki stikkfrí frá leiðindastimplinum sem fylgdi gufuradíóinu. Til að varðveita íslenska arfleifð þótti sjónvarpinu við hæfi að setja jafnvel fræðslumyndaþátt um kynlíf breskra býflugna á laugardagskvöld. Þegar áhorfendur biðu eftir efni sem tæki hugann frá amstri liðinnar viku. En skýrasti votturinn um leiðindi ríkisfjölmiðlanna er hvernig myndbandabyltingin varð á Islandi. Það er ekki bara tækninni að þakka hve myndbandið varð geysivinsælt á íslenskum heimilum. Orsök þessarar byltingar má rekja til leiðans á ríkisfjölmiðlunum. Myndbandið bauð fólki uppá möguleika til að búa til eigin dagskrá. Þessari dagskrá 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.02.1987)
https://timarit.is/issue/381149

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.02.1987)

Handlinger: