Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 61
Fjölmiðlarnir og „almenningur“ þetta sé satt og rétt. Það sem er mikilvægara er gmndvallarþversögn milli pólitíska sviðsins og hagræna sviðsins, að því er lýtur að gildismati, og þeirrar félagslegu skipunar sem þessi svið krefjast og styðja. A pólitíska sviðinu er einstaklingurinn borgari, og hefur borgaraleg réttindi til að taka þátt í umræðu, greiða atkvæði, og svo framvegis, innan opinberrar skipunar, til að vinna að almennum málefnum. Gildismatið er félagslegt og réttlætanlegt takmark félagslegra athafna er almannaheill. A hagræna sviðinu, hins vegar, er einstaklingurinn skilgreindur sem framleiðandi eða neytandi sem notfær- ir sér einkarétt með kaupgetu í þágu eigin hagsmuna; hin hulda hönd markaðarins stýrir athöfnum. Þversögn Þegar þessi óleysanlega þversögn hefur verið gerð ljós liggur fyrir að greina samband þessara tveggja sviða. Það verður pólitískt verkefni að finna hæfilegt jafnvægi milli, annars vegar, leitar að pólitísku frelsi, sem kann vel að vera mikilvægari en leit að efnahagslegri hagkvæmni, og hins vegar, að gera sér grein fyrir því að pólitískt frelsi er háð því hve langt efnisleg hagræn framleiðni er komin. Fjölmiðlarnir eru í brennidepli í mati á þessari þversögn þar sem þeir vinna samtímis á báðum sviðum. Dagblað eða sjónvarp er hvort tveggja í senn, pólitísk stofnun og efnahagslegt fyrirtæki. Eðli þessa vandamáls, sem ekki er mikið rætt, sést vel í því flókna laga- og siðakerfi sem á að einangra stjórnmálamenn, opinbera starfsmenn og stjórnmálin frá viðskiptalegum hagsmunum — reglur gegn mútuþægni, lög um kosningasjóði, og sú viðtekna skoðun að ekki beri að nota opinber embætti í eiginhagsmuna- skyni — þó svo að slíkt gerist reyndar oft. Samt sem áður leyfum við að mikilvægar pólitískar stofnanir, eins og dagblöð, útvarp og sjónvarp, séu í einkaeign. Undarlegt þætti ef við takmörkuðum kosningarétt og kjörgengi út frá kaupgetu og eignum. Samt er aðgangi að fjölmiðlun, hvort heldur sem upplýsingalind eða vettvangi opinberrar umræðu, einmitt stjórnað með hliðsjón af þessu. Þversögnin milli viðskiptalegs og pólitísks hlutverks fjölmiðla er samt sem áður ekki einungis spurning um eignarhald og stjórn, þó mikilvæg sé. I henni felst fyrst og fremst spurningin um gildismat og félagslegar aðstæður sem viðskiptafjölmiðlar starfa eftir og viðhalda. Það er hér sem vandinn liggur, ekki aðeins gagnvart einstökum pólitískum hagsmunum eða hópum, heldur gagnvart lýðræðislegum vinnubrögðum yfirleitt. Pólitísk boðskipti, sem verða að fylgja rásum viðskiptahagsmuna, verða að stjórnmálum neysluhyggju. Hér á ég ekki aðeins við blöðin, heldur útvarp og sjónvarp TMM IV 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.