Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 61
Fjölmiðlarnir og „almenningur“
þetta sé satt og rétt. Það sem er mikilvægara er gmndvallarþversögn milli
pólitíska sviðsins og hagræna sviðsins, að því er lýtur að gildismati, og þeirrar
félagslegu skipunar sem þessi svið krefjast og styðja. A pólitíska sviðinu er
einstaklingurinn borgari, og hefur borgaraleg réttindi til að taka þátt í
umræðu, greiða atkvæði, og svo framvegis, innan opinberrar skipunar, til að
vinna að almennum málefnum. Gildismatið er félagslegt og réttlætanlegt
takmark félagslegra athafna er almannaheill. A hagræna sviðinu, hins vegar,
er einstaklingurinn skilgreindur sem framleiðandi eða neytandi sem notfær-
ir sér einkarétt með kaupgetu í þágu eigin hagsmuna; hin hulda hönd
markaðarins stýrir athöfnum.
Þversögn
Þegar þessi óleysanlega þversögn hefur verið gerð ljós liggur fyrir að greina
samband þessara tveggja sviða. Það verður pólitískt verkefni að finna
hæfilegt jafnvægi milli, annars vegar, leitar að pólitísku frelsi, sem kann vel
að vera mikilvægari en leit að efnahagslegri hagkvæmni, og hins vegar, að
gera sér grein fyrir því að pólitískt frelsi er háð því hve langt efnisleg hagræn
framleiðni er komin.
Fjölmiðlarnir eru í brennidepli í mati á þessari þversögn þar sem þeir
vinna samtímis á báðum sviðum. Dagblað eða sjónvarp er hvort tveggja í
senn, pólitísk stofnun og efnahagslegt fyrirtæki. Eðli þessa vandamáls, sem
ekki er mikið rætt, sést vel í því flókna laga- og siðakerfi sem á að einangra
stjórnmálamenn, opinbera starfsmenn og stjórnmálin frá viðskiptalegum
hagsmunum — reglur gegn mútuþægni, lög um kosningasjóði, og sú
viðtekna skoðun að ekki beri að nota opinber embætti í eiginhagsmuna-
skyni — þó svo að slíkt gerist reyndar oft. Samt sem áður leyfum við að
mikilvægar pólitískar stofnanir, eins og dagblöð, útvarp og sjónvarp, séu í
einkaeign. Undarlegt þætti ef við takmörkuðum kosningarétt og kjörgengi
út frá kaupgetu og eignum. Samt er aðgangi að fjölmiðlun, hvort heldur sem
upplýsingalind eða vettvangi opinberrar umræðu, einmitt stjórnað með
hliðsjón af þessu.
Þversögnin milli viðskiptalegs og pólitísks hlutverks fjölmiðla er samt
sem áður ekki einungis spurning um eignarhald og stjórn, þó mikilvæg sé. I
henni felst fyrst og fremst spurningin um gildismat og félagslegar aðstæður
sem viðskiptafjölmiðlar starfa eftir og viðhalda. Það er hér sem vandinn
liggur, ekki aðeins gagnvart einstökum pólitískum hagsmunum eða hópum,
heldur gagnvart lýðræðislegum vinnubrögðum yfirleitt. Pólitísk boðskipti,
sem verða að fylgja rásum viðskiptahagsmuna, verða að stjórnmálum
neysluhyggju. Hér á ég ekki aðeins við blöðin, heldur útvarp og sjónvarp
TMM IV
49