Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 63
Fjölmiðlarnir og „almenningur“ eign. En jafnvel þetta breytir ekki því að ekki er hægt að láta þetta hlutverk eftir óskuldbundnum fréttamönnum. Þörf er á opinberu kerfi sem hefur opinberar skyldur, og faglegt mat, utan við stjórnmálaumræðuna og það hlutverk sem hún hefur. Innan svona kerfis þarf að vera miklu meiri og greiðari aðgangur að sjálfstæðum sérfræðisviðum. Það er sígild og verð- skulduð gagnrýni í garð fréttamanna að þeir sjálfir ákveði hvað tekið sé á dagskrá og hvað sé umtalsvert, á sama tíma og þeir láti flutning og yfirbragð sitja í fyrirrúmi, á kostnað upplýsingagildis. Ef til vill ættu rannsóknarstofn- anir á sviði læknavísinda, hagfræði og félagsvísinda, og svo mætti lengi telja, að hafa reglulegan aðgang að útvarpi og sjónvarpi og blöðum, og hafa sína eigin fréttamenn, til að varpa nýju ljósi á ýmis mál fyrir almenning, og til að lyfta stjórnmálaumræðu á hærra plan. Að hinu leytinu þarf að skerpa pólitíska umræðu með því að heimila stjórnmálaflokkum og hreyfingum aðgang að skjánum á eigin forsendum rétt eins og gert var þar til nýlega í Hollandi. Hægt er að ímynda sér að hvaða hópi sem tekst að safna nægum fjölda stuðningsmanna verði úthlutað útsendingartíma eða dagblaðadálkum. Habermas virðist sjálfur sjá fyrir sér eitthvert fyrirkomulag í líkingu við þetta, þar sem hann segir að „almenn- ingur“ kalli á „opinber samtök skipulagðra einstaklinga, sem komi í stað ónothæfrar opinberrar stofnunar fyrir einstaklinga.“6 Þessi samtök myndu hafa lýðræðislega innri skipan. Einungis er hægt að koma á „almenningi“, segir hann, „með röklegri endurskipulagningu félagslegra og pólitískra valda undir gagnkvæmri stjórn andstæðra fylkinga, sem eiga sameiginlega hollustu við hugmyndina um „almenning“, bæði í innri skipulagningu og eins í samskiptum sín á milli.“7 Styrkur hugmyndarinnar um „almenning", og á það vil ég leggja áherslu og tengja við endurskoðun opinberrar þjónustu, er sá að hann á að vera altækur. Með því er átt við að öll völd í þjóðfélaginu verða að lúta lögmálum „almenningsins". Til skamms tíma voru þessi mörk dregin utan um þjóðrík- ið, en innan þess voru borgaraleg réttindi skilgreind með réttindum og skyldum fyrir alla. Tenging eigna- og atkvæðisréttar var mikilvægt dæmi um þetta. Þar var viðurkennt að nauðsynlegt samband væri á milli réttarins til að taka þátt í ákvörðunum, og hins að ekki væri hægt að skjóta sér undan afleiðingum þeirra. Einmitt vegna þessa á ekki að veita fjármagninu réttindi af þessu tagi, svo lengi sem það streymir að vild á alþjóðlegum vettvangi. Allir borgarar hafa réttindi og skyldur og taka afleiðingum þess, hvort heldur þeir eru á sveif með siguröflum eða lúta í lægra haldi í pólitískri baráttu. Þess vegna getur lýðræðisleg þátttaka, eins og hún er skilgreind, aldrei verið ábyrgðarlaus. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.