Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 68
Þorbjörn Broddason Samvitundin og ljósvakinn í vaxandi mæli gætir nú óþols hjá mætustu mönnum með sjálfsdýrkun fjölmiðlanna: Utvarpið efnir til umræðuþáttar um gljátímaritin; gljátímarit- in birta glæsimyndir og viðtöl við sjónvarpsstjörnur; sjónvarpað er spurn- ingaleikjum með þátttöku fjölmiðlastarfsmanna; sjónvarpsstöð safnar sam- an fjölmiðlastarfsmönnum til að tala um yfirstandandi „fjölmiðlabyltingu“; dagblöðin eru full af föstum dálkum, lesendabréfum, aðsendum greinum og jafnvel fréttum um afrek og ávirðingar ljósvakamiðlanna; tímarit ber fyrir lesendur sína syrpu greina um ný viðhorf í fjölmiðlun. Þannig mætti lengi telja og skulu þeir ekki átaldir hér sem þykir nóg um alla þá naflaskoðun. Eg tel hins vegar að þessi árátta endurspegli þýðingu fjölmiðlanna í daglegu lífi okkar og um leið óvissu um endanlega stöðu þeirra. Nú um sinn hefur vegur þeirra farið mjög vaxandi á kostnað annarra festa (kirkju, skólakerfis, þings), einkum á þetta við um ljósvakamiðlana. Framundan kann þó að vera röskun á högum fjölmiðlanna og svo getur farið að enginn þeirra ríði vel feitum hesti frá því umróti sem hófst haustið 1986. Þeir sem temja sér orðfæri virknihyggju eiga til að taka svo til orða að fjölmiðlarnir séu steinlímið í þjóðfélagsbyggingunni. Ekki þarf að fara mörgum orðum um inntak þessarar samlíkingar, svo gagnsæ er hún. Ekki þarf heldur að vara glöggan lesanda við því hversu gildishlaðin hún er. Þrátt fyrir annmarka er samlíkingin einkar gagnleg og hún þjónar því hlutverki að minna okkur á að ekkert þjóðfélag fær staðist nema þar ríki einhver vottur félagslegrar samvitundar. Á mismunandi tímum er innræting og viðhald þessarar samvitundar í höndum mismunandi aðila og er nærtækt að nefna hlutverk kirkjunnar á fyrri tímum og hinn almenna skyldunámsskóla á þessari öld hér á landi. Þessir aðilar hafa báðir einkennst af ríkri miðstýr- ingu. Ríkjandi samvitundaraðila á hverjum tíma er að sjálfsögðu beitt í þágu ríkjandi afla, enda er hann óumflýjanlega samgróinn þeim. Fjölmiðlarnir lutu miðstýringu frá upphafi (ef við miðum upphaf þeirra við þá byltingu sem Gutenberg hratt af stað um miðbik 15. aldar) og gengu erinda ríkjandi afla. Þetta breyttist í nokkrum mæli á 18. öld og öndverðri 19. öld þegar upprennandi borgarastétt tók prentlistina í sína þjónustu í 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.