Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 72
Tímarit Máls og menningar frá stríðslokum) og Ríkisútvarpið laut ríkisvaldinu. Vinstrimenn voru þó harðastir stuðningsmenn ríkiseinokunar, þó að ítök þeirra í ríkisvaldinu væru lítil og stundum engin og ítök þeirra í Ríkisútvarpinu í samræmi við það. Þeim stóð einfaldlega meiri stuggur af markaðsöflunum og höfðu lif- andi dæmi um afleiðingar samkeppninnar á vettvangi dagblaðanna. I öðrum löndum mátti hins vegar fyrir löngu síðan finna vott þess að vinstrimenn gengju fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir afnámi formlegra takmarkana á útvarpi. Hér á landi breyttist afstaðan þegar leið á 8. áratug aldarinnar. Fyrst og fremst varð breytingarinnar vart í röðum Sjálfstæðismanna og má að nokkru rekja það til kynslóðaskipta og frjálshyggjuvakningar þeirra á meðal, sem reyndar gekk yfir víða á Vesturlöndum. Að mínu mati stafar þessi breytta afstaða þó ekki síður af því að innan Ríkisútvarpsins hefur hægt og bítandi þróast andi aukins sjálfstæðis og siðbundinna (professional á ensku) vinnubragða. E. t. v. er einfaldast að lýsa því svo að starfslið stofnunarinnar hafi farið að taka 14. gr. núgildandi útvarpslaga bókstaflegar en áður (hún var tekin orðrétt úr fyrri útvarpslögum frá 1971). Greinin hljóðar svo: „Ríkisútvarpið er sjálfstxb stofnun í eigu íslenska ríkisins" (leturbr. mín ÞB). Afleiðing þessa var sú að nú var ekki lengur á vísan að róa fyrir stjórnvöld þar sem Ríkisútvarpið var. Hins vegar varð stofnunin við þessar framfarir starfsliðsins miklu dýrmætari frá almennu lýðræðissjónar- miði. Þriðja og léttvægasta skýringin á breyttum viðhorfum til ríkisfjölmiðl- unar er sú að tæknilegar framfarir hafi gert fjölræði í ljósvakanum miklu fýsilegri kost en áður. Breski fræðimaðurinn Denis McQuail segir um hlutverk fjölmiðlanna að kjarni málsins sé hvort þeir stuðli að miðstýringu og samstöðu eða að valddreifingu og sundrungu. Umfram þetta vakni síðan spurningin hvort tiltekin tilhneiging sé fremur til góðs eða ills. „Sameinandi" afl getur, segir McQuail, eflt þjóðerni, aukið framfarir og gefið styrk til átaka í þágu sameiginlegra markmiða. Eða það getur táknað einsleitni, fjarstýringu og kúgun. Hollar hliðar „valddreifingar“ eru valfrelsi, fjölbreytni, breytingar, tækifæri til einstaklingsþroska; óhollu hliðarnar fela í sér glötun sjálfsvit- undar, félagslega upplausn, einangrun, sundrungu, einmanaleika og vald- þurrð almennings. Anthony Smith, sem lengi hefur staðið nærri miðju hringiðu breska fjölmiðlaheimsins og skrifað mikið um hann, hefur leitt rök að því að bresku sjónvarpsrisarnir tveir BBC og IBA verði æ líkari hvor öðrum og virðist ekki ýkja langsótt að líta á þá sem eitt heildarkerfi þjóðarsjónvarps þar í landi. Mér virðist framtíð íslenskra ljósvakamiðla óráðin um þessar mundir, 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.