Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 78
Tímarit Máls og menningar Marokkóbúa. Það sem hann hafði getað umborið hjá henni heima fyrir og litið á sem hluta af bakgrunni hennar, fannst honum nú vera hluti af stúlkunni sjálfri. Og á sama hátt fann hann hjá sjálfum sér hvernig gallarnir þöndust stjórnlaust út og erlendi þrýstingurinn gerði hegðun hans að skopstælingu á sjálfri sér. Hann fór að skilja ástæðurnar fyrir því að bíða með kynlífið fram að hveitibrauðsdög- unum; vandamál þess hefðu þó að minnsta kosti dreift huga hans frá öðrum og drungalegri fyrirboðum. Það voru mistök að fara til Marokkó, en hvert hefðu þau annars átt að fara eins og á stóð hjá þeim, með fullar hendur fjár og að vetrarlagi? Vissulega voru það peningarnir sem sköpuðu helstu vandamálin og það var Marokkó sem varpaði þessum leiðindaskugga á peningana. Hann vissi mætavel að ef hann hefði ekki haft furðulega há laun að eigin mati, þá hefði hann aldrei þorað að ganga að eiga svo efnaða stúlku af ótta við það sem fólk mundi segja: sannleikurinn var sá að þau voru fjárhagslega vel sett bæði tvö, hún hafði erft dálitlar eignir og hann átti peninga sem hann vann sér inn í sveita síns andlits með því að skrifa fánýtar greinar í blað. Og fjármál þeirra voru linnulaus uppspretta beiskju. Bæði þjáðust af sektarkennd, en sektar- kennd hennar var fengin að erfðum, hans áunnin: þegar hann ásakaði hana fyrir ríkidæmi hlaut hann að finna að hann var sjálfur enn sekari, vegna þess að hann hafði átt völina. Það var engin vörn að segja að hann hefði ekki verið að sækjast eftir peningunum heldur starfinu sjálfu, því að vissulega voru önnur svið í blaðamennsku sem ekki voru eins fáránleg og hans eigið svið, þótt hann hefði lent þar af saklausri einlægni. Hann hlaut að hafa viljað það, rétt eins og hann hafði viljað hana þótt hún tengdist svo mörgu sem hann fyrirleit, til að mynda peningum. En á Englandi höfðu peningarnir þó að minnsta kosti virst nauðsynlegir og syndsamlega eftirsóknarverðir: Allir vinir hennar voru ríkir, allir vinir hans voru slyngir og á góðri leið með að efnast og reyndar hafði hann sjálfur furðað sig á því hvers vegna foreldrar hans höfðu aldrei átt bót fyrir rassinn á sér. En hér í Marokkó var allt með öðrum hætti. I fyrsta lagi voru öll útgjöld þeirra hreinn og klár óþarfi (hann gerði sér reyndar vonir um að ná dálitlu upp í skattinn með því að skrifa skynsamlega grein). Enginn fylgdist með eyðslu þeirra og aðstæðurnar voru í hæsta máta ömur- legar til að eyða fé. Hann hafði ekki átt von á allri þessari fátækt og 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.