Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 79
Hassanturninn
sóðaskap og djúpið sem staðfest var milli ríkra og snauðra, milli
hótelgesta og almennings, olli honum þjakandi heilabrotum. A náms-
árunum fyrir mörgum árum hafði hann ferðast á annan hátt og
næstum svona langt: hann hafði komist til Tanger með nokkur pund
í vasanum, þjáðst af kveljandi magakveisu, hungri, sóðaskap og
sársaukafullum hælsærum, og hann hafði setið í skítugum kaffihús-
um með subbulegum flækingum, gónt á efnameiri ferðamenn, öfund-
að þá af rúmunum og matnum en um leið verið sannfærður um að
hann væri hamingjusamur og að hinir ferðamennirnir gætu ekki séð á
sama hátt og hann hvernig borgin steig hvít og fersk upp úr sjónum á
morgnana í lyktarlausum fjarskanum og var þeim mun fegurri sem
nóttin hafði verið verr þefjandi. I þá daga hafði hann getað séð og
vegna þess að nú gat hann ekki séð lengur, var þá ekki rökrétt að
álykta að peningarnir hefðu spillt sýn hans?
Ef til vill var sannleikurinn sá að þarna á árum áður hafði hann
getað talið sér trú um að hann væri líka fátækur eins og arabarnir og
hann hafði séð að þeir gátu lifað lífinu. Hann hafði ekki kveinkað sér
þegar hann sá heimili þeirra og engum hafði fundist taka því að
pranga inn á hann tuskuúlföldum og gervirúbínum. En nú, þessa
vandræðalegu hveitibrauðsdaga, fór hann ekki svo út úr hótelinu að
strákurinn við útidyrnar kæmi ekki askvaðandi, færi að gjamma
eitthvað um skóna hans og mætti hann ekki bursta skó herrans og
hann vildi endilega fá að bursta skó herrans og hann gæti talað ensku
og hann gæti meira að segja sungið Bítlalögin, hlustaðu bara. Þessi
strákur sat fyrir honum og í hvert sinn sem Kenneth vogaði sér
gegnum stóru snúningsdyrnar - og þeir sneru meira að segja hurð-
inni fyrir hann, gátu ekki unnt honum þeirrar ánægju að snúa sig út
sjálfur - hvolfdi þessi vesaldarlegi, glottandi strákur sér yfir hann,
með apafés og varla mennskur. Hann var ótrúlega auðmjúkur en
færði sig samt sífellt upp á skaftið: Þegar Kenneth hafði í tíunda
skiptið aftekið að láta bursta skóna sína hafði strákurinn bent honum
á að skónum veitti sannarlega ekki af burstun, þeir væru honum til
skammar sem virðulegum hótelgesti og ferðamanni. Og þegar
Kenneth leit niður á fætur sína hlaut hann að viðurkenna að skórnir
hans voru skítugir eins og þeir voru yfirleitt því að honum leiddist að
bursta þá, honum fannst lyktin af skóáburði vond og var meinilla við
að óhreinka á sér hendurnar. Samt gat hann ekki látið þennan
67