Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 81
Hassanturninn einu sinni í huganum, svo særandi var orðið fyrir málvitund hans, en í fortíð hans var ekkert orð til yfir slíka hluti enda voru þeir ekki til þar sem hann ólst upp, og hvað var þá hægt að kalla þá annað en snittur?) þá hallaði hún sér aftur á bak í stólnum svo að slæðan sem hún var með datt í gólfið og hún tók ekki einu sinni eftir því þegar nærstaddur piltur í einkennisbúningi tók hana upp. Hún var þreytu- leg og ginið hafði stigið henni til höfuðs; hún var hænuhaus. Það kom honum ekki á óvart þegar hún sagði: „Við skulum borða hérna á hótelinu í kvöld. Eg hef ekki þrek til að fara út aftur. Eigum við ekki að borða kvöldmat í útsýnissalnum þeirra?“ Og hann féllst á það, sárfeginn að þurfa ekki að fara enn einu sinni framhjá glottandi og kunnuglegum skóburstarastráknum þennan daginn, og þau fóru upp í herbergi sitt, höfðu fataskipti og héldu síðan upp í geysistóran veitingasalinn með glerveggjunum á efstu hæðinni og horfðu út yfir borgina meðan þau mötuðust þegjandi og hún kvartaði yfir steikinni og hann varð argur þegar yfirþjónninn kom og þreif af honum appelsínuna og sagðist skyldu skræla hana, rétt eins og hann gæti ekki skrælt sína appelsínu sjálfur (reyndar var honum næstum jafnilla við að skræla appelsínur og að bursta skóna sína; honum fannst andstyggilegt að fá safann á neglurnar og neyddi ofan í sig kjörnunum af leti) og hún reiddist honum fyrir að verða argur út í yfirþjóninn og þau gengu þegjandi út úr veitingasalnum og fóru þegjandi í rúmið og ekkert rauf þögnina nema stjórnlaus hvinurinn í loftkælitækinu sem hvorugt þeirra hafði getað þaggað niður í. I Marrakesh höfðu appelsínur hangið á trjánum meðfram veginum og stöku sinnum höfðu þær hlunkast notalega niður að fótum þeirra og veggir og hús höfðu líka verið appelsínugul og stungið fallega í stúf við fjarlægar fannir í Atlasfjölium þar sem ljón eru á ferli, en í augum hans voru þau ekki falleg og þau höfðu rifist þar, rifist heiftarlega vegna þess að þau gátu ekki fundið Bahia höllina og vegna þess að hann vildi ekki fá leiðsögumann - hann treysti þeim ekki - og vegna þess að þau höfðu bæði verið dauðhrædd við krakkahópana. Um morguninn fóru þau til Rabat. Þau langaði ekkert sérstaklega til Rabat en eitthvað urðu þau að fara og þau höfðu heyrt að full ástæða væri til að fara þangað. Þegar þangað kom vissu þau ekki hvað 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.