Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 88
Tímarit Máls og menningar seigju í staðinn fyrir ástríðu en nú fannst honum að hann yrði þakklátur ef þau gætu náð því marki og í því kynni að felast eins konar fegurð sem kæmi fram með tímanum. Þótt fegurð væri hættulegt hugtak var hann staðráðinn í að gera sér ekki háar vonir hvað fegurðina áhrærði. Þegar hann var búinn að vara sjálfan sig við þessu að lokum var eins og málið væri afgreitt. Honum datt ekkert fleira í hug og því hætti hann að hugsa. Hann var ekki lengur máttlaus í hnjánum, andardrátturinn var orðinn eðlilegur og augu hans höfðu aðlagast skellibirtunni. Hann velti fyrir sér hvort hann hefði getað lagt málið fyrir í huga sér eins og ferð upp bratta í stað þess að líkja því við lyftingar; hann hélt þó ekki því að hann hafði í raun ekki öðlast yfirsýn heldur bætt á sig byrði. Klói var byrðin hans: lítil sextíu kílóa dökkblá kasmírullarbyrði. Hann svipaðist um eftir henni en hún stóð enn og starði ákaft í áttina frá honum: þetta var langvarandi hugar- ástand hjá henni, hvort heldur það var hrifning eða óvild. A listasöfn- um hafði hún þá hvimleiðu áráttu að góna tímunum saman á eitt málverk og hún var kannski allan daginn að skoða eina sýningu. Hann gat aldrei ímyndað sér hvað fór fram í huga hennar við þau tækifæri. Þegar hann spurði hana hélt hún heilan fyrirlestur um sjónræn viðbrögð hans og hve fátækleg þau væru og hann hætti að spyrja. I annarri hendi hélt hún á vendi af morgunfrúm sem hún hafði tínt á leiðinni um morguninn og nokkrum myrtulaufum sem lítill strákur hafði rétt henni gegnum bílgluggann. Appelsínugul blómin fóru vel við dökka ullina og minntu á litmynd í barnabók. Og Klói var falleg þrátt fyrir allt, lagleg að minnsta kosti og Marokkó var ekki alls varnað og það var ekki til einskis að blómin spruttu og sólin skein á veturna. Það var lítilfjörleg huggun en sólskinið yljaði þó dálítið. Það virtist koma langt að, gegnum óraleið af tæru og frostköldu lofti en það náði þó til hans. Hann teygði úr fótleggjunum, bretti upp peysuermarnar og fór að horfa kæruleysislega í kringum sig. Því meira sem hann horfði, því augljósara fannst honum að fólkið uppi á turninum væri á sinn hátt jafnáhugavert og víðáttumikið útsýnið sem við blasti. Turnþakið var morandi í fólki: lítil börn skriðu um, mæður voru að gefa kornabörnum brjóst, ungir piltar leiddu stúlkur og reyndar aðra pilta líka, strákar sátu á turnbrúninni 76
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.