Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 95
Tvö Ijób Breyten Breytenbach fæddist árið 1939 í smábænum Bonnivale á Western Cape í Suður-Afríku. Hann er afkomandi búa og því ljós á hörund. Eftir listnám við Cape Town háskóla yfirgaf hann land sitt og ferðaðist vítt og breitt um Evrópu. Hann settist að í París 1961 þar sem hann kynntist konu sinni Yolande en hún er af víetnömsku bergi brotin. Breyten varð fljótlega þekktur af myndlist sinni. Um svipað leyti fór hann að fást við skriftir. Árið 1964 komu fyrstu bækur hans út. Fyrir aðra þeirra, ljóðasafnið Die Yster- koe Moet Sweet (Járnkýrin hlýtur ad svitna), hlaut hann bókmenntaverð- laun í heimalandi sínu. Þegar Breyten ætlaði að snúa heim til að taka við þeim var Yolöndu synjað um vegabréfsáritun á þeim forsendum að hún væri „lituð“ og hjónaband þeirra ósiðlegt samkvæmt Suður-afrískum lögum. Þetta atvik magnaði andstyggð Breytens á stjórnkerfi landsins og þeim hugmyndum sem liggja til grundvallar apartheitstefnunni. Ljóðið „Bréf að utan til slátrara" er úr bókinni Skryt (orð búið til úr orðunum öskur og skrif) frá 1972 og er Balthazar sá sem Ijóðið er stílað á Balthazar Johannes Vorster þáverandi forsætisráðherra Suður-Afríku. I desember 1972 fékk Yolande þriggja mánaða landvistarleyfi. Á þeim tíma ferðuðust þau Breyten um landið, heimsóttu bernskuslóðir hans og styrktu samband sitt við fólk sem vann gegn aðskilnaðarstefnunni. Bókin Seisonen in Die Paradys (Árstíð í Paradís) er byggð á dagbókarblöðum Breytens úr þessari ferð. Hann fór aftur til Suður-Afríku í ágústmánuði 1975 og þá dulbúinn með falsað vegabréf. Ferðin var liður í tilraun til að mynda alþjóðleg samtök hvítra mennta- og listamanna. Markmið þeirra átti að vera að grafa undan stjórnarstefnu Suður-Afríku og veita afríska þjóðarráðinu ANC allan hugs- anlegan stuðning. Ferðin endaði með því að Breyten var handtekinn og ákærður fyrir hryðjuverkastarfsemi. Réttarhöldin voru skrípaleikur, hann var dæmdur í níu ára fangelsisvist. Vorið 1982 var Breyten látinn laus. Hann hefur búið í París síðan og fengist við skrif og myndlist. Ritsmíðar hans í fangelsinu voru meðal annars birtar í bókinni Mouroir (Biðsalur dauðans) sem kom út 1986. Bækur hans eru fáanlegar í verslunum í Reykjavík. Lesið þær. Samlandi Breyten Breytenbachs, rithöfundurinn André Brink, hefur sagt um ritsmíðar hans að þær séu sprengjuveisla sem spanni litróf tungumálsins allt frá barnagælunni til hinsta andvarpsins. Eg vona að þessi tvö ljóð sem ég hef valið gefi einhverja mynd af kraft- mikilli og sterkri ljóðlist Breytens, og að þau veki fólk til vitundar um að slátrarasveinarnir eru ekki langt undan. Sjón 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.