Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 96
Peter Hallberg Listin að ljúka sögu Minnisgreinar um skáldskap Halldórs Laxness Magnús Kjartansson um Halldór Laxness: „Og eitt kann hann betur en aðrir höfundar sem ég hef kynnst. I mestu skáldverkum hans hafa sögulokin ævinlega verið galdur og fjölkynngi; ég þekki engan höfund sem hefur haft þá íþrótt jafn vel á valdi sínu.“ Elds er þörf (1979), bls. 272. Fyrri hluti Fáein inngangsorð I bókinni Ungur eg var (1976) segir höfundurinn skemmtilega frá erfið- leikum sínum við að ganga frá handriti sínu um Þórð bónda í Kálfakoti og fjölskyldu hans. Að vísu var Halldór frá Laxnesi þegar búinn að birta smásögu á dönsku um bónda þennan í sunnudagsblaði Berlingske Tidende 15. febrúar 1920. En efnið sótti á: Meiníngin var að halda áfram með þessa ætt, barn fyrir barn, og segja frá margvíslegri armæðu þeirra sitt í hverri áttinni, helst í tvo þrjá ættliði. Ef mig minnir rétt að börnin hafi verið ellefu og sérhvert þeirra átti að fá sína sögu, þá hefðu þetta orðið tólf sögur með Þórðarsögunni sjálfri. Við þetta mikla corpus var ég að brauka frammá árið 1921, en varð því miður æ því meir afhuga efninu sem leingra leið, og minnir að ég hafi ekki verið kominn leingra en útí fyrsta barn þegar ég hætti. (165/66) Höfundurinn segist vera að lokum „orðinn eins úttaugaður og öll fjöl- skyldan í Kálfakoti samanlögð af þessu búhokri mínu á hennar vegum eftir óvissu umboði" (217). Þessi lýsing á þrautum skáldsins segir okkur meðal annars dálítið um vandann að ljúka skáldsögu. Olíkt mannlegu lífi yfirleitt, sem heldur áfram þó að einstaklingar og kynslóðir hverfi úr sögunni, þá endar skáldsaga í eitt skipti fyrir öll, einhvern veginn. Og lok hennar eru mikilvægur þáttur af heildinni. Sem lesendur eigum við von á að finna þar, ef ekki endanlega lausn eða túlkun, þá líklega einhverja vísbendingu um í hvaða ljósi eigi að 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.