Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 96
Peter Hallberg
Listin að ljúka sögu
Minnisgreinar um skáldskap Halldórs Laxness
Magnús Kjartansson um Halldór Laxness:
„Og eitt kann hann betur en aðrir höfundar sem ég hef kynnst. I mestu
skáldverkum hans hafa sögulokin ævinlega verið galdur og fjölkynngi;
ég þekki engan höfund sem hefur haft þá íþrótt jafn vel á valdi sínu.“
Elds er þörf (1979), bls. 272.
Fyrri hluti
Fáein inngangsorð
I bókinni Ungur eg var (1976) segir höfundurinn skemmtilega frá erfið-
leikum sínum við að ganga frá handriti sínu um Þórð bónda í Kálfakoti og
fjölskyldu hans. Að vísu var Halldór frá Laxnesi þegar búinn að birta
smásögu á dönsku um bónda þennan í sunnudagsblaði Berlingske Tidende
15. febrúar 1920. En efnið sótti á:
Meiníngin var að halda áfram með þessa ætt, barn fyrir barn, og segja frá
margvíslegri armæðu þeirra sitt í hverri áttinni, helst í tvo þrjá ættliði. Ef mig
minnir rétt að börnin hafi verið ellefu og sérhvert þeirra átti að fá sína sögu,
þá hefðu þetta orðið tólf sögur með Þórðarsögunni sjálfri. Við þetta mikla
corpus var ég að brauka frammá árið 1921, en varð því miður æ því meir
afhuga efninu sem leingra leið, og minnir að ég hafi ekki verið kominn leingra
en útí fyrsta barn þegar ég hætti. (165/66)
Höfundurinn segist vera að lokum „orðinn eins úttaugaður og öll fjöl-
skyldan í Kálfakoti samanlögð af þessu búhokri mínu á hennar vegum eftir
óvissu umboði" (217).
Þessi lýsing á þrautum skáldsins segir okkur meðal annars dálítið um
vandann að ljúka skáldsögu. Olíkt mannlegu lífi yfirleitt, sem heldur áfram
þó að einstaklingar og kynslóðir hverfi úr sögunni, þá endar skáldsaga í eitt
skipti fyrir öll, einhvern veginn. Og lok hennar eru mikilvægur þáttur af
heildinni. Sem lesendur eigum við von á að finna þar, ef ekki endanlega
lausn eða túlkun, þá líklega einhverja vísbendingu um í hvaða ljósi eigi að
84