Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 97

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 97
Listin að Ijúka sögu skoða söguna alla. Kannski lýkst hún okkur ekki upp til fulls fyrr en á síðustu blaðsíðum textans, eða gefur okkur að minnsta kosti sérstakt tilefni til að líta um öxl. Sagnahöfundar hafa líka snemma vitað að það er mikill vandi, og mikil ábyrgð gagnvart lesandanum, að ljúka sögu. Helstu höfundar Islendinga- sagna vissu það. I lok Egils sögu er sagt frá því að þegar Hrísbrúarkirkja var rifin fundust undir altarisstaðnum mannabein, sem að sögn gamalla manna höfðu verið bein Egils. Einsog frægt er orðið tók presturinn Skapti Þórar- insson haus Egils og setti á kirkjugarðinn: „Var haussinn undarliga mikill, en hitt þótti þó meir frá líkendum, hve þungr var; haussinn var allr báróttr útan svá sem hörpuskel.“ Prestur vildi forvitnast um þykkleik haussins, tók „handöxi vel mikla og reiddi annarri hendi sem harðast ok laust hamrinum á haussinn ok vildi brjóta, en þar sem á kom, hvítnaði hann, en ekki dalaði né sprakk, ok má af slíku marka, at hauss sá mundi ekki auðskaddr fyrir höggum smámennis, meðan svörðr ok hold fylgði“. Svo virðingarlaus meðferð á hauskúpu söguhetjunnar kann að virðast skrýtla. En höfundurinn veit hvað hann er að gera. í kaflanum rétt á undan er Agli lýst sem sjónlausu og frekar umkomulausu gamalmenni. En nú, löngu eftir dauða sinn, birtist okkur einu sinni enn á eftirminnilegan hátt sá óviðjafnanlegi kappi sem hann var í fullu fjöri. Slíkt atvik, slík frásögn, ber vott um handbragð listamanns. Hátindurinn í Laxdxla sögu er samtalið milli Guðrúnar og sonar hennar Bolla í lok sögunnar. I orðum hinnar öldruðu konu, „Þeim var ek verst, er ek unna mest“, kristallast lífsreynsla aðalpersónunnar og harmleikur ævi hennar birtist okkur í leiftursýn. Njála fjarar út í frásögninni af því hvernig Flosi á gamals aldri fer til Noregs til þess að sækja sér húsavið. En um sumarið verður hann síðbúinn til heimferðar. „Ræddu menn um, at vánt væri skipit. Flosi sagði, at væri ærit gott gömlum ok feigum, ok sté á skip ok lét í haf, ok hefir til þess skips aldri spurzk síðan.“ Þetta eru stórkostleg, næstum því goðsöguleg sögulok. Það er einsog við sjáum ekki aðeins Flosa sökkva í haf, heldur allan heim hans, heim Njálu. Hvernig fer nútíma Islendingurinn Halldór Laxness að því að ljúka sögu, einum sjö hundruð árum síðar en miðaldalandar hans bundu enda á ódauðleg verk? Eftir að hann var unglingur að burðast með Þórð í Kálfa- koti, hefur hann um langa ævi lagt stund á þá list og náð meira valdi á henni en flestir starfsbræður hans. Enda varð með tímanum úr Þórði í Kálfakoti - Bjartur í Sumarhúsum. Hér er auðvitað ekki um að ræða neina einhæfa formúlu. Hver saga krefst sinnar lausnar, sem verður að athuga út frá hennar eigin forsendum. En þar 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.