Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 98
Tímarit Máls og menningar með er ekki sagt að það sé ekki eitthvert ættarmót með sögulokum höfundarins, til að mynda sérstakur blær eða tónn sem lesandinn kannast við. Eg hef tekið þann kost að fjalla í tímaröð um sögur þær sem eru til umræðu. Þó að einmitt sögulokin séu hér í brennidepli, er auðvitað oftast óhjákvæmilegt að koma víða við í textanum, að rekja þar til dæmis slóð sérstaks efnisatriðis eða sérstakrar persónu. Guð og maðurinn; maðurinn og konan Vefarinn mikli frá Kasmír (1927) er nýjung í íslenskri skáldsagnagerð, en markar um leið mikilvæg þáttaskil í persónulegri þróun skáldsins. Þegar Halldór lítur um öxl í Ungur eg var, kemst hann einu sinni svo að orði: „Eg snerist til kaþólskrar trúar og skrifaði mig frjálsan af kaþólskunni aftur í Vefaranum mikla þó án þess að afneita grundvallarhugmynd kirkjunnar. Eg hvarf til Amriku þar sem ég rétti mig við og komst aftur til manna.“ (220) Eða einsog hann kvað að orði um Vefarann mörgum árum áður í bréfi til Uptons Sinclair 24. apríl 1929: „The book is a definite adieu to the religious orgies of my early twenties." Þessi lýsing sannast einsog kunnugt er rækilega á árunum næst á eftir Vefaranum. Hitt er annað mál að það er varla hægt að lesa þá lausn út úr skáldsögunni sjálfri, að minnsta kosti ekki á yfirborðinu, af því sem er sagt berum orðum. I lok sögunnar finnum við Stein Elliða engan veginn „frjálsan af kaþólsk- unni“. Sem gestur hjá feðrunum í salisíanska klerkasetrinu á Via Romagna í Rómaborg hrindir hann endanlega Diljá, sem er komin í örvæntingu til að finna hann aftur, frá sér á miskunnsaman hátt: „Veslíngs barn! sagði hann, og svipur hans var sem forkláraður, svo að hún hafði aldrei séð neitt fegurra á æfi sinni. - Maðurinn er blekkíng. Farðu og leitaðu Guðs, skapara þíns, því alt er blekkíng nema hann.“ (499) Að vísu má ekki treysta einlægni Steins. Þegar þau Diljá tala einu sinni ein saman heima á Islandi segir hún við hann: „Taktu af þér grímuna, Steinn, bað hún, því hún var ófresk á þessari stund og sá hann nakinn bak við kenníngar hans.“ Og Steinn viðurkennir: „Alt, sem ég segi, er lýgi. Eg er ekki annað en blekkíng. Það er ekki til í mér sannleikur." (434) Lesandanum hættir ósjaldan til að vera sammála lýsingu Örnólfs á þessum frænda sínum: „talandi manngervíngur, samviskulaus tilberi; sál hans er gagnlogin óvætt- ur“ (241). Þegar Steinn vaknar í litlum bóndabæ í nánd við Þingvelli, eftir að hafa þá um nóttina notið ástar Diljár, lofar hann „hugsjónum sínum að gufa burt eins og döggvavef í kjarri með hækkandi sólu“. Honum finnst nú munk- 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.