Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 98
Tímarit Máls og menningar
með er ekki sagt að það sé ekki eitthvert ættarmót með sögulokum
höfundarins, til að mynda sérstakur blær eða tónn sem lesandinn kannast
við.
Eg hef tekið þann kost að fjalla í tímaröð um sögur þær sem eru til
umræðu. Þó að einmitt sögulokin séu hér í brennidepli, er auðvitað oftast
óhjákvæmilegt að koma víða við í textanum, að rekja þar til dæmis slóð
sérstaks efnisatriðis eða sérstakrar persónu.
Guð og maðurinn; maðurinn og konan
Vefarinn mikli frá Kasmír (1927) er nýjung í íslenskri skáldsagnagerð, en
markar um leið mikilvæg þáttaskil í persónulegri þróun skáldsins. Þegar
Halldór lítur um öxl í Ungur eg var, kemst hann einu sinni svo að orði: „Eg
snerist til kaþólskrar trúar og skrifaði mig frjálsan af kaþólskunni aftur í
Vefaranum mikla þó án þess að afneita grundvallarhugmynd kirkjunnar. Eg
hvarf til Amriku þar sem ég rétti mig við og komst aftur til manna.“ (220)
Eða einsog hann kvað að orði um Vefarann mörgum árum áður í bréfi til
Uptons Sinclair 24. apríl 1929: „The book is a definite adieu to the religious
orgies of my early twenties." Þessi lýsing sannast einsog kunnugt er
rækilega á árunum næst á eftir Vefaranum.
Hitt er annað mál að það er varla hægt að lesa þá lausn út úr skáldsögunni
sjálfri, að minnsta kosti ekki á yfirborðinu, af því sem er sagt berum orðum.
I lok sögunnar finnum við Stein Elliða engan veginn „frjálsan af kaþólsk-
unni“. Sem gestur hjá feðrunum í salisíanska klerkasetrinu á Via Romagna í
Rómaborg hrindir hann endanlega Diljá, sem er komin í örvæntingu til að
finna hann aftur, frá sér á miskunnsaman hátt: „Veslíngs barn! sagði hann,
og svipur hans var sem forkláraður, svo að hún hafði aldrei séð neitt fegurra
á æfi sinni. - Maðurinn er blekkíng. Farðu og leitaðu Guðs, skapara þíns,
því alt er blekkíng nema hann.“ (499)
Að vísu má ekki treysta einlægni Steins. Þegar þau Diljá tala einu sinni ein
saman heima á Islandi segir hún við hann: „Taktu af þér grímuna, Steinn,
bað hún, því hún var ófresk á þessari stund og sá hann nakinn bak við
kenníngar hans.“ Og Steinn viðurkennir: „Alt, sem ég segi, er lýgi. Eg er
ekki annað en blekkíng. Það er ekki til í mér sannleikur." (434) Lesandanum
hættir ósjaldan til að vera sammála lýsingu Örnólfs á þessum frænda sínum:
„talandi manngervíngur, samviskulaus tilberi; sál hans er gagnlogin óvætt-
ur“ (241).
Þegar Steinn vaknar í litlum bóndabæ í nánd við Þingvelli, eftir að hafa þá
um nóttina notið ástar Diljár, lofar hann „hugsjónum sínum að gufa burt
eins og döggvavef í kjarri með hækkandi sólu“. Honum finnst nú munk-
86