Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 105
Listin að Ijúka sögu barna“. En loks komst upp um hana, og hún var tekin af lífi „í sáluhliðinu við Rauðsmýrarkirkju á þrenningarhátíð og skornir af henni útlimirnir og loks höggvið af henni höfuð“ (11). Eftir dauða sinn gekk hún aftur svo um munaði: „Segja sumir, að ófreskja þessi hafi brotið þrisvar sinnum bæ á Albogastöðum, aðrir sjö sinnum, unz enginn bóndi eirði þar lengur og býlið lagðist í eyði sakir stöðugrar óværðar af forynjum í ýmsum myndum“ (13). Dys Gunnvarar sést þann dag í dag „þar sem hæst ber á“ á hálsinum fyrir vestan Albogastaði: „Kastar ferðamaður steini í dysina í fyrsta sinni, sem hann á leið um hálsinn, og þykir þá ekki vita á óhöpp, en sumir kasta steini í þessa dys hvert skipti sem þeir fara hér um veg, og vilja með því kaupa sér frið.“ (12) Sagnirnar um Kólumkilla og Gunnvöru varpa frá upphafi óhugnanlegum skugga á eyðibýlið, sem hefur á seinni tímum verið notað sem beitarhús á vetrum og þessvegna fengið heitið Veturhús. Aldirnar grúfa þungt yfir þessum stað. En þegar Bjartur hefur eignast hann eftir átján ára vinnu- mennsku hjá hreppstjóranum, og kemur á björtum vordegi til að undirbúa búskap sinn sem sjálfstæður maður, þá er hann í góðu skapi. Hann skírir staðinn upp og nefnir hann Sumarhús. „Og um leið og hann gengur fram hjá dys Gunnvarar á hálsinum, spýtir hann út úr sér í fólsku: Andskota steininn þú hefir af mér, foraðið, - og neitar að gefa henni stein.“ (16) En svo auðveldlega losnar enginn við aldagömul álög. Framvegis koma þau Kólumkilli og Gunnvör aftur og aftur við sögu, ekki síst í sambandi við hin furðulegu og örlagaþrungnu kindadráp í Sumarhúsum. Kólumkilla- þáttur er langur og fjölbreyttur. Afstaða Bjarts til Gunnvarar er ekki alltaf neikvæð. Þegar bóndinn í Sumarhúsum virðist loksins hafa komist á réttan kjöl í veltiárum heimsstyrjaldarinnar, finnst honum „tími til að veita misskilinni konu litla uppreisn". Hann lætur smíða Gunnvöru legstein til að standa við dys hennar, „vildi meira að segja lána henni nafn sitt til fylgis um ókominn tíma í stað hins pápiska ónafns, sem hafði fylgt henni til þessa; lagði fyrir þá að áletra svo: Reisti Gunnvöru Bjartur" (II, 202/03). Svo er komið að lokakaflanum. Bjartur hefur orðið að gefast upp við búskap sinn í Sumarhúsum. Hin rausnarlegu lán Þjóðbankans undir ný- byggingar hans hafa riðið honum að fullu og lagt ævistarf hans sem sjálfstæðs manns í rústir, í bili. Sumarhús eru seld á nauðungaruppboði. En sjálfstæður maður lætur ekki yfirbuga sig. Bjartur undirbýr flutninga að Urðarseli, koti tengdamóður hans, Beru gömlu, en það hefur nú um langt skeið verið í eyði. I kaupstaðarferð hefur hann eftir margra ára viðskilnað fundið dóttur sína, Astu Sóllilju, brjóstveika og ömurlega stadda, og tvö börn hennar. Hún fylgir honum heim að Sumarhúsum. Bjartur heldur áfram flutningum og kemur „með Blesa gamla undir tveim 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.