Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Qupperneq 106
Tímarit Máls og menningar hripum til að sækja afganginn af farángri sínum og flytja í Urðarsel". Með honum á þessu ferðalagi eru Bera, komin yfir nírætt, Asta Sóllilja og börn hennar. „Það var ekkert sagt. Þau voru eins og langferðafólk, sem tekur sig upp úr lélegum næturstað á heiði. Það var heiði lífsins.“ Bjartur á nú eftir lokauppgjör sitt við þau Kólumkilla: En þegar þau komu fram hjá leiði Gunnvarar sálugu, nam hann staðar og brá sér út af brautinni. Hann greip fangbrögðum minnismerkið, sem hann hafði sett henni um árið, og velti því fram af gilbrúninni. Nú vissi hann fyrir víst, að það var ekki hægt að hreinsa hana af Kólumkilla, hún hafði alltaf legið þar með honum, bæði á erfiðum tímum og í veltiárum, hún lá þar með honum enn. Hingað finnst okkur við hlusta á innra eintal Bjarts. Hann skilgreinir ekki örlög sín í þjóðfélagslegum hugtökum. Hann virðist trúa á miskunnarlaus og óviðráðanleg álög, sem hafa hvílt á landinu frá aldaöðli. En í næstu setningu, í beinu framhaldi af orðum þeim sem nú var vitnað í, tekur sögumaður við, svo að varla verður vart við neinn brest í frásögninni. Smám saman breytist sjónarhornið, og við sjáum grilla í þjóðfélagslega skýringu á örlögum einyrkjans, hins sjálfstæða manns. Það er dregin ályktun af sögu Bjarts í Sumarhúsum. Boðskapur verksins er borinn fram á beinan og skorinorðan hátt: Enn einu sinni höfðu þau brotið bæ fyrir einyrkjanum, þau eru söm við sig öld fram af öld, og það er vegna þess, að einyrkinn heldur áfram að vera samur við sig öld fram af öld. Stríð í útlöndum getur stælt í honum bakfiskinn ár og ár, en það er aðeins sýndarhjálp; blekking; einyrkinn kemst ekki úr kreppunni um allar aldir, hann heldur áfram að vera til í hörmung, eins lengi og maðurinn er ekki mannsins skjól, heldur versti óvinur mannsins. Líf einyrkjans, líf hins sjálfstæða manns er í eðli sínu flótti undan öðrum mönnum, sem ætla að drepa hann. Ur einum næturstað, í annan verri. Ein kotungsfjölskylda flytur búferlum, fjórir ættliðir af þeim þrjátíu sem hafa borið uppi líf og dauða í þessu landi í þúsund ár - fyrir hvern? Að minnsta kosti ekki fyrir sig né sína. Málsgreininni lýkur með setningu sem tekur aftur upp lokauppgjör Bjarts við þau Kólumkilla: „Það drundi óheimlega í gilinu, þegar minnismerkið hrapaði ofan fyrir, og tíkin stökk með óhljóðum fram á gljúfurbrúnina.“ (345/46) Sagan hefði útaf fyrir sig vel getað endað þar. Kaflinn „Blóð í grasinu“ tekur snilldarlega saman nútímalegan þjóðfélagsboðskap hennar, um leið og ævafornar sagnir eru látnar bergmála í honum. En skáldið á enn eftir að ljúka við persónulegt samband þeirra Bjarts og Astu Sóllilju. Frá sálfræðilegu sjónarhorni séð er það rauði þráðurinn í 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.