Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 108
Tímarit Máls og menningar Skáldið, fegnrðin, jökullinn Heimsljós (1937—40) er líklega í augum margra lesenda hátindurinn á skáldskap Halldórs á fjórða áratugnum - eða kannski yfirleitt. Einsog Salka Valka og Sjálfstœtt fólk er einnig þessi saga hvöss þjóðfélagsádeila. I henni enduróma margir atburðir í íslenskum samtíma, ósjaldan í skoplegu ljósi. En reynsla aðalpersónunnar, ólæknandi fegurðarþrá skáldsins Olafs Kára- sonar, er kjarni verksins og nær hámarki sínu í lok þess. Við minnumst upphafsorða sögunnar: Hann stendur ásamt tjaldi og sendlíngi í fjöruborðinu niðrundan bænum og horfir á ölduna sogast að og frá. Kannski er hann að svíkjast um. Hann er tökubarn og þessvegna er lífið í brjósti hans sérstakur heimur, annað blóð, án skyldleika við hina, hann er ekki partur af neinu, en stendur utan við; og það er oft tómt umhverfis hann, og lángt síðan hann byrjaði að þrá óskiljanlega huggun. Ólafur er vissulega tökubarn í raunverulegri, þjóðfélagslegri merkingu orðsins. En ef til vill er hér einnig átt við að skáldið sem slíkt hefur oft verið utangátta í tilverunni og skoðað sjálfan sig sem einhvers konar tökubarn lífsins, „án skyldleika við hina“. Hvort sem er birtist okkur tökubarnið og sveitarómaginn Ólafur Kárason smám saman sem persónugervingur skáldeðlisins. Og hér í fjörunni við Ljósuvík er einsog sæjum við frá upphafi hilla undir örlög hans. Þegar hann stefnir í lok sögunnar á vit jökulsins um páskamorguninn, þá erum við minnt á upphafið: „Barn hafði hann staðið í fjörunni við Ljósuvík og horft á landölduna sogast að og frá, en nú stefndi hann burt frá sjónum.“ Milli þessara skauta liggur líf hans. Síðustu stundir skáldsins standa í tákni jökulsins. En hvað merkir jök- ullinn? Höfundur segir okkur reyndar frá því strax í upphafi síðasta bindisins, Fegurð himinsins, en þar er Ólafur farinn að búa í Litlubervík með heitkonu sinni Jarþrúði Jónsdóttur. Fyrsti kaflinn hefst þannig: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Jöklinum og himninum yfir honum er lýst sem nokkurs konar sjálfstæðri höfuð- skepnu, þrunginni æðri dulrænum mætti. Þegar sagt er að fegurðin ríki „ofar hverri kröfu“, virðist það eiga við reynslu hins fátæka skálds, sem alltaf finnur hvernig óþolandi daglegar kröfur mannlífsins trufla leitina að fegurðinni: Það besta er að gleyma sínum eigin heimi, bæði því sem maður hefur orðið að 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.