Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 110
Tímarit Máls og menningar Á síðustu göngu sinni kemur Ólafur aftur við í litla bænum upp undir jöklinum. „Aumínginn“, dóttir gömlu hjónanna sem liggur í kör án þess að geta hrært legg né lið, er búin að brjóta spegil sinn, sem leyfði henni að sjá jökulinn. Skáldið biður nú um að fá að festa annan lítinn spegil á rúmgafl stúlkunnar, „svo hún sæi aftur jökulinn og hætti að gráta. I þessum spegli á heima Eitt og Alt, sagði hann“ (262). „Þegar hún vaknar mun hún sjá sólina koma upp yfir jökulinn" (263). Þetta hlýtur að vera sami spegill og Bera hafði gleymt hjá Ólafi um borð í strandferðaskipinu nóttina áður en þau skildu. En um þann spegil orti skáldið ljóð: „Þinn spegil hef ég fundið fagra mynd“ ... „I þessum spegli á heima Eitt og Alt“ . . . Það er þessi síðari setning sem Ólafur vitnar í við Aumíngjann. Það er freistandi að sjá spegilgjöf Ólafs í táknrænu ljósi: skáldið getur miðlað okkur hinum að minnsta kosti endurspeglun af fegurð þeirri sem er líf hans og æðsta takmark. Hvað snertir talið um „Eitt og Alt“, þá er um að ræða gamalt háspekilegt hugtak, sem Laxness hefur auðsjáanlega sótt til taóismans. En að það er látið merkja einmitt fegurðina, virðist vera sér- skoðun höfundarins. Sögunni um Ljósvíkinginn lýkur með þessum orðum: „Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini. Bráðum skín sól upprisudagsins yfir hinar björtu leiðir þar sem hún bíður skálds síns. - Og fegurðin mun ríkja ein.“ „Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini“ (248) - voru kveðjuorð Beru við Ólaf. Þegar segir í næstu setningu: „hún bíður skálds síns“, á að vísu orðið „hún“ formlega við sólina. En ætli Bera sé ekki einnig innifalin hér? Þar sem skáldið „heldur áfram inn á jökulinn, á vit aftureldíngarinnar“, virðast myndin af Beru og ljósið yfir jöklinum renna saman í eitt. Hvort- tveggja merkir fegurð himinsins og endanlegan sigur hennar í lífi skáldsins, eða dauða. Sem barn, innan við níu ára, hafði Ólafur haft undursamlega opinberun af ljósi í faðmi náttúrunnar: „Sál hans virðist ætla að hefjast út yfir líkamann eins og flautir upp af börmunum á skál; það var eins og sál hans væri að fljóta saman við eitt ómælishaf æðra lífs, ofar orðum, handan við alla skynjun; líkaminn gagnsýrður af einhverju brimandi ljósi, ofar ljósum [----]. Hann hafði skynjað hið Eina. Faðir hans á himnum hafði tekið hann upp að sínu eigin hjarta norður við ysta haf.“ (I, 18/19) Það er margt líkt með þessari reynslu barnsins og reynslu hins fullorðna manns. Meira að segja er hugtakið „hið Eina“ notað til þess að lýsa opinberuninni í bæði skiptin. En munurinn er einnig mikilvægur. Barnið hafði trygga guðstrú; Ólafi litla fannst Faðir hans á himnum hafa „tekið hann upp að sínu eigin hjarta“. En hinn fullorðni maður, sem hefur nú þunga lífsreynslu að baki sér, lítur öðruvísi á guðdóminn. Orðum Jarþrúðar 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.