Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Side 111
Listin að Ijúka sögu andspænis páskahátíðinni, að Jesús Kristur sé upprisinn, svarar hann frekar óguðlega: „Nei, sagði skáldið. Ég er risinn upp.“ (260) Það hlýja ljós sem umlukti barnið, er orðið að köldu og fjarlægu ljósi jökulsins. Þannig er ljósið sem tákn látið endurspegla ævisögu skáldsins. Hinar miklu skáldsögur Halldórs á fjórða áratugnum, þrungnar þungri þjóðfélagsádeilu, enda þá með Heimsljósi í afneitun þjóðfélagsins, og jafnvel þessa heims yfirleitt, í flótta á vit þeirrar fegurðar sem verður ekki náð á jörðinni. Samt finnum við enn návist þess þjóðfélags sem hefur myndað umhverfi Olafs Kárasonar og rekið hann út í ólæknandi einsemd. Einsog í Sölku Völku og Sjálfstxbu fólki gæðir þetta baksvið örlög einstaklingsins þeirri dýpri merkingu, sem er aðal stórfenglegrar listar. Jón Hreggviðsson, Arnas Arnæus, Snæfríður Björnsdóttir Engin önnur skáldsaga Halldórs Laxness er í sama mæli og íslandsklukkan (1943—46) saga heillar þjóðar. Rituð á tímamótum hennar veitir hún vítt útsýni bæði aftur í tímann og fram á við. Sagan hefst á Þingvöllum og endar á Þingvöllum, og þar á milli erum við aftur og aftur stödd á þeim stað. A þessum aðalvettvangi sögunnar mætum við fólki úr ýmsum stéttum, valdsmönnum, beiningamönnum, afbrota- mönnum. Þar eru dæmdir dómar, dómum er riftað, mönnum er ýmist refsað, þeir sektaðir, teknir af lífi, eða sýknaðir - eftir því hver aðili er orðinn efstur í endalausri valdastreitu hinna stóru. En upp úr þessum fjölda rísa þrír einstaklingar, sem í margbrotnu samspili sínu eru örlög þjóðarinnar um aldir holdi klædd, hver á sinn hátt: Jón Hreggviðsson, Arnas Arnæus, Snæfríður Björnsdóttir. I lokakafla þriðja hluta, Eldur í Kaupinhafn, birtist Jón Hreggviðsson á Þingvöllum, þegar „ekki lifði nema einn dagur þings við Öxará“ (204). Hann er nýkominn heim frá Kaupmannahöfn, loksins sýknaður af ákær- unni að hafa fyrir langalöngu myrt kóngsins böðul á Islandi. Baráttu hans gegn yfirvöldunum, íslenskum og dönskum, er lokið með sigri. Það er Arnas Arnæusi að þakka og þrautseigu málafylgi hans fyrir hæstarétti í Dan- mörku. Arnas hafði kvatt Jón, hinn gamla skjólstæðing sinn, á hafnarbakk- anum í Höfn með því að kenna honum þessa vísu: Líta munu upp í ár Islandsbúar kærir er Hreggviðssonur hærugrár höfuð til landsins færir. Jón spyr velgerðarmann sinn hvort hann eigi ekki að bera neinum kveðju 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.