Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 118
Tímarit Máls og menningar
snögglega fyrir væntumþykju. Samt var leiðinlegt að hitta þau. Enn
leiðinlegra var að finna svitalyktina af Badda, heilsa honum og líta
undan nývaknaðri græðginni í augunum þegar þau sáust. Baddi sat
útí horni með kók á borðinu og logandi sígarettu í rauðum ösku-
bakka úr harðplasti. Oskubakkarnir skemmdust af stöðugum sígar-
ettubruna, fengu dökka bletti og göt á sig og bræddust.
Sjoppu-Mæja hafði verið að hlusta á Badda sem útlistaði viðgerð á
gömlum bíl. Baddi sagði sko í öðru hverju orði en þagnaði um leið og
Hanna kom inn en konan lá stutta stund áfram í hlustunarstellingum
fram á afgreiðsluborðið. Loks reisti hún sig og lét augun flökta milli
Badda og Hönnu og setti varlega upp glott.
Síðan horfði hún í augu Hönnu sem bað um sígarettupakka.
Konan andvarpaði við pöntunina.
Þorpið virtist umkomulítið úr fjarlægð, umgirt fjöllum, móum og
úfnu hafi þar sem hvítgráar öldur brotnuðu; en það hafði yfir sér
sterkan heildarsvip. Aðeins fábrotin kirkjan skar sig úr, önnur hús
virtust keimlík á flötu bæjarstæðinu. Þorpið var eins og það hefði
verið til um alla eilífð en væri, þrátt fyrir bíl og bíl, löngu yfirgefið.
Hægt og stöðugt færðist það nær, stækkaði, en um leið varð smæð
þess greinilegri.
Þartil síðasta spölinn, þegar húsin virtust í jafnhæð við bílinn.
Þegar hann beygði inn afleggjarann hvarf heildarsvipurinn. Geislarn-
ir frá framljósunum rétt greindust í hálfrökkrinu. Fyrstu metrana ók
hann löturhægt og nam síðan staðar stundarkorn. Svo gaf hann í.
Bíllinn fór í holur og þeytti bleytu og aur. Spölkorn frá sjoppunni
hægði hann snögglega á ferðinni og hemlaði á planinu.
Það hafði stytt upp og ekillinn gekk þurr inní sjoppuna. Hanna
hrökk í kút og varð um leið hissa á sjálfri sér. Osjálfrátt mændi hún á
hann stutta stund og forvitninni fylgdi ómeðvitaður ótti. Krakkarnir
hættu að gramsa í spólunum og rífast um hvaða mynd væri best og
góndu á manninn. Það gerði Baddi líka en Sjoppu-Mæja fór út til að
fylla á tankinn og mældi manninn út á hægri leið að dyrunum.
Hanna hætti að glápa og tvísteig stutta stund. Settist loks við eitt
borðið rétthjá krökkunum. Þótt hún væri strax hugfangin fannst
106