Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Page 135
sig, því hún er bæði það og hún sjálf og dauðinn. Ef þið syndið áfram komist þið á hafslóðir tungunnar. Hættið ykkur . . . (76) Sá sem les þessa sögu verður fljótt var við að hann er kominn á hafslóðir tung- unnar þar sem allt getur gerst og ekki er allt sem sýnist. Hann er á valdi skáld- skaparins og á það stöðugt á hættu að verið sé að blekkja hann og leiða í villu. Eitt bragðið er að tala um skáldskapinn eins og hann sé eitthvað annað en þessi saga. f>að er t. d. alltaf verið að bera hafmeyjuna í sögunni saman við lýsingu sem gefin er á henni í skáldskap. Þar að auki segist hún sjálf ætla að gefa honum annað en það sem er „aðeins til í sögum“. Töfrar sögunnar eru fyrst og fremst fólgnir í stíl hennar. Höfundur heldur lesanda föngnum af sögunni hvort sem verið er að lýsa einmanalegu sundi froskmannsins um hafið eða hversdags- legu þrasi á heimili hans. Sagan er bæði afar ljóðræn og mjög fyndin. Stundum er ljóðrænn kafli skyndilega rofinn með óvæntri og spaugilegri athugasemd. Þeg- ar verið er að lýsa linnulausum söknuði og þrá froskmannsins á mjög hrífandi hátt er þessari athugasemd skotið inn í: „Eg ætti bara að enda sem grenjuskjóða, hugsaði hann með fyrirlitningu“ (19). Orð og fyrirbæri fá margs konar merk- ingu og skírskotun í textanum. Þetta er saga sem kallar á túlkun, að lesandi gefi táknum hennar merkingu. En oft vísa táknin hvert í sína áttina og rugla lesand- ann í ríminu. Þetta er sem sagt að ein- hverju leyti táknræn saga, en ekki ein- föld dæmisaga eða allegoría. Hún gengur ekki alveg upp. Það finnst mér ekki vera galli heldur miklu fremur kost- ur. Að þessu leyti líkist sagan ummælum froskmannsins sem vöktu þögula að- Umsagnir um bakur dáun eins og það sem „aðeins er hægt að skilja til hálfs en heillar samt“ (11). Það er freistandi að líta á froskmann- inn sem skáldið eða listamanninn. Þó held ég að hann sé frekar maðurinn yfir- leitt og vangaveltur hans snúist um mannlegt eðli. Hafið er hugur mannsins og hafmeyjan hugsjón hans og hugar- burður, draumur hans og endalok. Margrét Eggertsdóttir „KARÓLÍNSKA" HEIMSVELDIÐ HRYNUR I bók Einars Kárasonar, Þar sem Djöfla- eyjan rís (1983), var sagt frá Tómasi kaupmanni, Karólínu spákonu og af- komendum hennar. „Aðalpersóna“ bók- arinnar var þó kannski braggahverfið sjálft, Thúlekampur. Thúlekampi er í Djöflaeyjunni lýst eins og ríki í ríkinu, samfélagi með eigin lög og reglur, eigin menningu og goð- sagnir. Viðhorf annarra Reykvíkinga til braggabúanna einkennist af fyrirlitningu og ótta; braggahverfið er hættusvæði þar sem allt getur gerst og þess vegna er það spennandi í augum þeirra sem búa þar ekki. Borgarana grunar (réttilega) að í Thúlekampi gangi geðveiki og heilbrigð skynsemi hönd í hönd; að það þurfi hámarks útsjónarsemi, klókindi og vilja til að lifa af í Thúlekampi og halda lífinu þar gangandi. Borgarana grunar líka að í braggahverfinu, sérstaklega í ungu kyn- slóðinni, búi orka sem geti brotist út í hverju sem er. í Djöflaeyjunni hóf Baddi rokkmenninguna, hina nýju andmenn- ingu unglinganna, til vegs og virðingar. 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.