Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Síða 137
um bandaríska menningu og líkar stór-
illa við þá ameríkana sem þau kynnast.
Þau vilja aðeins þá Ameríku sem þau
búa sjálf til eða lesa úr hinu óskiljanlega.
Allt þetta kemur saman í hlutverki
Bjarna Heinrich Kreutzhage, Badda,
sem er augasteinn Karólínu ömmu sinn-
ar. Baddi á að sameina allar þær and-
stæður sem geta gert líf ömmu hans og
fjölskyldunnar flókið. Hann er hörkutól
og ieiðtogi töffaraklíkunnar í kampin-
um. Hann er nýi tíminn, rokkmenning-
in, Presley. Hann er fulltrúi uppreisnar-
æskunnar, leikur öreigastrákinn sem
neitar að aðlagast, þann sem ögrar hin-
um borgaralegu gildum, er andfélags-
legur og gefur skít í allt.
Baddi talar oftast í samhengislausum
setningum á ensku, teknum úr dægur-
Iagatextum tímabilsins. Fæstir skilja upp
eða niður í því sem hann segir, en það
gerir ekkert til - flestir tilbiðja hann;
hann er amerískur en þó íslendingur,
„verkamaður" sem vinnur ekki, ofbeld-
ismaður og ribbaldi í skjóli ömmu sinn-
ar (!) o. s. frv.
Hlutverk Badda er að vera framhlið -
„líta út fyrir að vera“ allt mögulegt. En
hvað er hann? Hver er hann? Eina
innsýnin sem við fáum í sálarlíf persón-
unnar er eintal hennar á leiði Danna,
bróður síns. Þar talar Baddi meðal ann-
ars um það þegar hann ætlaði að byrja
að vinna:
. . . Stóð svo þarna on the waterfront
og allt í fínu og þá kemur bara amma
maður! A taxa. Alveg biluð, hallelu-
jah, here comes my heart again, og
ræðst á þennan kall þarna. Segist ætla
að sökkva öllum flotanum í kaf og
kósi og nær svo bara sjálf í pokann
minn oní koju!
- Eg mátti ekki fara! (213)
Umsagnir um bakur
Baddi á engra kosta völ. Hann er „nýi
tíminn“ eins og Garðar Hólm í Brekku-
kotsannál. Og á sama hátt og „heims-
söngvarinn" Garðar verður Baddi (sem
líkir eftir öðrum „heimssöngvara" - El-
vis Presley) að harmsögulegri persónu -
fórnarlambi sinnar eigin goðsagnar.
Flugið - fallið
Konurnar í Gamla húsinu tilbiðja Badda
en tortryggja Danna bróður hans. Hann
er þögli bróðirinn, risinn barnslegi, kol-
bíturinn. Hinir karlmennirnir segja að
vísu ekki margt og Badda skilja þær ekki
alltaf, en þögn Danna gerir þær óstyrk-
ar. Þær stjórna íbúum Gamla hússins og
stjórntæki þeirra er málið. Dollí lætur
dæluna ganga og Karólína þusar líka og
hún er svo mikið yfirvald í húsinu að
hún áskilur sér rétt til að nota tungumál-
ið að vild sinni, breyta viðtekinni merk-
ingu orða, búa til ný - ef henni sýnist
svo. (8)
Hinn þögli Daníel er skáld Thúle-
kampsins og konunum er ekki um skrif
hans. Samt geta þær ekki stillt sig um að
kíkja í þau: „. . . í bókunum ægði öllu
saman, útreikningum, teikningum, sirkl-
um, skálínum og kvörðum með fram-
andi letri. Og þarna á blöðunum voru
andvörp, æ-æ-æ; þetta gat svosem vor-
kennt sér!“ (30)
Danni les ekki bókmenntir, bara fag-
bækur. Hann hefur ekki á valdi sínu þá
íslensku sem kennd er í skólum, enda
hefur hann lítið verið í skólum. I Gull-
eyjunni eru birt brot úr textum hans,
þeir eru á talmáli (þ. e. með málvillum),
barnalegir eða einfeldningslegir og með
öllu ófrumlegir. Þetta grefur undan pers-
ónu og hlutverki Danna í bókinni. Hann
er kolbíturinn í Karólínufjölskyldunni
og kolbíturinn í ævintýrinu er alltaf
125