Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1987, Blaðsíða 137
um bandaríska menningu og líkar stór- illa við þá ameríkana sem þau kynnast. Þau vilja aðeins þá Ameríku sem þau búa sjálf til eða lesa úr hinu óskiljanlega. Allt þetta kemur saman í hlutverki Bjarna Heinrich Kreutzhage, Badda, sem er augasteinn Karólínu ömmu sinn- ar. Baddi á að sameina allar þær and- stæður sem geta gert líf ömmu hans og fjölskyldunnar flókið. Hann er hörkutól og ieiðtogi töffaraklíkunnar í kampin- um. Hann er nýi tíminn, rokkmenning- in, Presley. Hann er fulltrúi uppreisnar- æskunnar, leikur öreigastrákinn sem neitar að aðlagast, þann sem ögrar hin- um borgaralegu gildum, er andfélags- legur og gefur skít í allt. Baddi talar oftast í samhengislausum setningum á ensku, teknum úr dægur- Iagatextum tímabilsins. Fæstir skilja upp eða niður í því sem hann segir, en það gerir ekkert til - flestir tilbiðja hann; hann er amerískur en þó íslendingur, „verkamaður" sem vinnur ekki, ofbeld- ismaður og ribbaldi í skjóli ömmu sinn- ar (!) o. s. frv. Hlutverk Badda er að vera framhlið - „líta út fyrir að vera“ allt mögulegt. En hvað er hann? Hver er hann? Eina innsýnin sem við fáum í sálarlíf persón- unnar er eintal hennar á leiði Danna, bróður síns. Þar talar Baddi meðal ann- ars um það þegar hann ætlaði að byrja að vinna: . . . Stóð svo þarna on the waterfront og allt í fínu og þá kemur bara amma maður! A taxa. Alveg biluð, hallelu- jah, here comes my heart again, og ræðst á þennan kall þarna. Segist ætla að sökkva öllum flotanum í kaf og kósi og nær svo bara sjálf í pokann minn oní koju! - Eg mátti ekki fara! (213) Umsagnir um bakur Baddi á engra kosta völ. Hann er „nýi tíminn“ eins og Garðar Hólm í Brekku- kotsannál. Og á sama hátt og „heims- söngvarinn" Garðar verður Baddi (sem líkir eftir öðrum „heimssöngvara" - El- vis Presley) að harmsögulegri persónu - fórnarlambi sinnar eigin goðsagnar. Flugið - fallið Konurnar í Gamla húsinu tilbiðja Badda en tortryggja Danna bróður hans. Hann er þögli bróðirinn, risinn barnslegi, kol- bíturinn. Hinir karlmennirnir segja að vísu ekki margt og Badda skilja þær ekki alltaf, en þögn Danna gerir þær óstyrk- ar. Þær stjórna íbúum Gamla hússins og stjórntæki þeirra er málið. Dollí lætur dæluna ganga og Karólína þusar líka og hún er svo mikið yfirvald í húsinu að hún áskilur sér rétt til að nota tungumál- ið að vild sinni, breyta viðtekinni merk- ingu orða, búa til ný - ef henni sýnist svo. (8) Hinn þögli Daníel er skáld Thúle- kampsins og konunum er ekki um skrif hans. Samt geta þær ekki stillt sig um að kíkja í þau: „. . . í bókunum ægði öllu saman, útreikningum, teikningum, sirkl- um, skálínum og kvörðum með fram- andi letri. Og þarna á blöðunum voru andvörp, æ-æ-æ; þetta gat svosem vor- kennt sér!“ (30) Danni les ekki bókmenntir, bara fag- bækur. Hann hefur ekki á valdi sínu þá íslensku sem kennd er í skólum, enda hefur hann lítið verið í skólum. I Gull- eyjunni eru birt brot úr textum hans, þeir eru á talmáli (þ. e. með málvillum), barnalegir eða einfeldningslegir og með öllu ófrumlegir. Þetta grefur undan pers- ónu og hlutverki Danna í bókinni. Hann er kolbíturinn í Karólínufjölskyldunni og kolbíturinn í ævintýrinu er alltaf 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.