Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1987, Page 13
Fjögrablaðasmárinn og eitursveppurinn nesi sér hijóðs með Vefaranum mikla og opinberast Kristni sem Jónas Hallgrímsson endurborinn og sönnun þess að þjóðin hefur endurheimt frelsi sitt. Eins og Jóhannes skírari forðum, boðar Kristinn kynslóð sinni að efla hinn nýborna snilling til höfðingja. Hér væri freistandi að opna fyrir hina endalausu umræðu um hvað beri að skrifa á reikning líffræðinnar og hvað tímans þegar afreksmenn eiga í hlut. Hitt er alkunna að þegar tíminn er orðinn blaðsíða í bók, það er að segja gufaður upp, þá standa sumir einstaklingar eftir eins og grettistök, einir og sér og skoðandinn klórar sér í hausnum og botnar ekki í því hvað hafi getað flutt þessi björg og plantað þeim niður einmitt hér. Jarðfræðin segir okkur að grettistak sé bjarg flutt af skriðjökli — en hvað flutti mannvalið sem var að komast til þroska upp úr fullveldisárinu 1918 og fór langt með að setja jöfnunarmerki á milli þess að vera íslend- ingur og afreksmaður? Hvað skipti sköpum fyrir mótun þessara manna? I fyrsta lagi Sjálfstæðisbaráttan og sá ávöxtur sem hún bar árið 1918 og gerði að verkum að þjóðin endurfæddist í eigin landi og æðar opnuðust á milli liðinna alda og nútíðarinnar: Nú þegar Evrópa hefur lagt flest það í lóg sem vert er að kalla skapandi ment andlega, þá verður ekki annað séð en á íslandi sé dagur að rísa. Vest- ræn hnignun kemur ekki íslandi við. Pjóð elsta menníngarmáls í Evrópu og hinnar samfeldustu sögu vaknar nú sem hin ýngsta menningarþjóð álf- unnar . . . (HKL, Alþýðubókin 1929) En það eru ekki bara atburðirnir innanlands sem kynda þessar sálir, þar kemur líka til aflvél austur í Rússaveldi: Byltingin 1917 og upp- bygging verkamannaríkis er sú sól sem gerir að verkum að yfir markmið- um og leiðum er alger heiðríkja, einungis sturlaður maður gæti villst af leið. Sósíalismi og skynsemi eru sama orðið. Alþýðubókin áfram: Ef ríki verkamanna ræki atvinnutækin mundi aldrei verða atvinnu- leysi, heldur væri stöðugt unnið og framleitt til þess að fullnægja þörfum í stað þess sem nú er: í gróðaskyni. Og þá yrði aldrei neyð. Þetta er margsannað fræðilega og allir viðurkennaþað nema auðvaldsræníngjar og mútuþegar þeirra, blaðalygararnir. Byltíngin í Rússlandi táknar flutníng þessa sannleika úr vísindum mannvinanna yfirí skilníng alþýðunnar. . . Menn sem starfa í viðlíka heiðríkju eru öfundsverðir. Allt er gagn- sætt, markmið og leiðir í sjónmáli: 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.