Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 40
nokkuð frjálslega með textann, skiptir um hátt og breytir orðalagi og læðir ýmsu inn frá eigin brjósti, en á frumortum kveðskap hans má oft sjá þess merki að hann hafi fengið hugmyndir eða einstakar setningar að láni annars staðar, og má þar minna á kvæði eins og „Man ég þig mey“, „Móð- urást“ eða jafnvel „ísland farsældarfrón", sem hefst á svipaðan hátt og kvæði Oehl- enschlaegers um ísland. Þessa tilhneigingu má skoða sem þátt í viðleitni hans til að endumýja íslenskan skáldskap og drepa úr dróma þjóðlíf íslendinga sem var að flestu eða öllu leyti niðurkoðnað. Þetta varð helst gert á tvennan hátt, annars vegar með því að líta um öxl og skírskota til fyrri og glæsi- legri alda í sögu þjóðarinnar eða þá að beina sjónum sínum út fyrir landsteina og alla leið til þjóða sem vom lengra á veg komnar og þar sem blómlegt var um að litast í garði menningarinnar. íslenska þjóðin stendur ekki síst í þakkarskuld við Jónas fyrir það hve ötull hann var við að gróðursetja jurtir úr þeim garði í hijóstrugri íslenskri jörð og beina hingað þeim sunnanþey er mætti glæða hér blómlegra andlegt líf, svipta burtu holtaþoku rímnanna og bræða það stirðnaða og þunglamalega mót sem and- legur eða vitsmunalegur kveðskapur var hnepptur í. Það er engin furða að Jónas skuli hafa beint sjónum sínum einkum til Þýskalands, ef haft er í huga að þar hafði staðið yfir mikið og einstakt blómaskeið allt frá því á seinni hluta 18. aldar og til hans dags, skeið sem kenna má jafnt við klassík sem rómantík. Með þýðingum Jónasar á kvæðum Schillers (Dagrúnarharmi, Meyj- argráti og Alheimsvíðáttunni) berst frá meginlandi Evrópu áður óþekktur tónn sterkra tilfínninga og hugsjónaglóðar til þjóðar Norðurhjarans, en þegar á líður er sem Jónas verði heillaður af öðru þýsku skáldi og talsvert yngra þar sem er Heinrich Heine. Heine var ekki nema áratug eldri en Jónas, þannig að hann hefur með Heine- þýðingum sínum komið löndum sínum í tengsl við það sem nýjast var í andans lífi Miðevrópu. Nú vaknar auðvitað sú spum- ing hvað hafi einkum hænt Jónas og aðra Fjölnismenn að Hæni þessum sem hann nefndi svo, og þá liggur kannski beinast við að leita svarsins í kynningu Fjölnis á þessu erlenda skáldi sem birtist árið 1835. En þar er honum talið til gildis „andríki og ímynd- unarabl“ en hins vegar sagður ólíkindatól, þar sem skammt sé á milli viðkvæmni og meinhæðni í fari hans. Að einu leyti er Hænir þó aldrei ólíkur sjálfum sér, að sögn Fjölnismanna, það er í staðfastri ást sinni á frelsinu, og til áréttingar því birta þeir þýð- ingu á kafla úr Reisebilder þar sem Heine bregður sér í gervi hirðfífls þýsku þjóð- arinnar, sem leyfir sér að segja henni til syndanna en fær bágt fyrir. Nú mætti spyrja í þessu sambandi hvort það hafi ekki hvarflað að Jónasi að taka sér Hæni til fyrirmyndar með því gerast hirðfífl íslensku þjóðarinnar og hafa í frammi skop og ádeilu. En sennilega þurfti íslenska þjóðin á öðm meira að halda á þeim tíma en hirðfífli, þótt hún eigi nóg af þeim núna og það misgóðum, og Jónas Hallgrímsson var heldur ekki sérlega hirðfíflslega vaxinn. Frelsið var honum vissulega kært, engu síður en Heine, en þess ber að minnast að í rauninni átti eftir að leggja sjálfan gmnd- völlinn fyrir frelsinu hér heima, sem var sjálfsvitund þjóðarinnar og sjálfsvirðing, reist á tilfinningu fyrir sínum eigin þjóðlegu 38 TMM 1990:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.