Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 41
einkennum, fyrir sögu sinni, tungu og nátt- úru landsins. Það er auðvitað þetta fyrst af öllu sem Jónas vekur og glæðir með kveð- skap sínum svo um munar, en vera má að hann hafi þar fengið einhverja hjálp eða a.m.k. örvun frá hinu erlenda skáldi, að svo miklu leyti sem Heine er einn sproti af meiði rómantísku stefnunnar í Evrópu, það er að segja fremur frá hinum draumlynda höfundi ljóðrænna smákvæða en hinum róttæka ádeilumanni og háðfugli eins og hann birtist annars staðar. En rómantísku skáldin sunnar í álfunni lögðu mörg mikið kapp á að leita hins upp- runalega og alþýðlega, eins og það birtist í þjóðlegum arfi. Þau ortu gjama undir ein- földum bragarháttum, og er Heine einmitt gott dæmi um það, og beittu einföldum orðum í stað þess að hrúga upp dýmm kenningum, líkingum og öðm orðskrúði að hætti hirðskálda. Á íslandi hafði alþýðu- kveðskapur greinilega úrkynjast, kannski óbeint fyrir áhrif fomrar skáldahefðar, í rembingslegu yfirbragði rímnanna sem Jónas réðist svo hatrammlega gegn í fræg- um ritdómi um rímumar af Tistrani og Indí- önu. í þýðingum sínum á Heine er þó sums staðar eins og hann fari ekki nema hálfa leið í átt til einfaldleikans, einkum þar sem hann þýðir undir fomyrðislagi með sýnu lang- sóttara orðalagi en er í frumtextanum, og það er eins og hann nái ekki Heinestílnum til fulls fyrr en í ljóðaflokknum Annes og eyjar. En rómantfldn sótti ekki einungis formið heldur einnig efniviðinn einatt til alþýðunnar, með því að gægjast niður í bmnn þjóðtrúar og þjóðsagna og kalla það- an fram alls konar kynjaverur, og því gat Jónas fundið fyrir hjá Heine vættir býsna skyldar þeim sem hann vildi vekja til lífs á eigin landi, þannig að álfadrottning og haf- kona gátu gengið í lið með góðum blóm- álfum, dvergum og hamratrölli og náttúran öll tekið á sig mannlega mynd þar sem stjömur stigu léttfættar hátt yfir sofandi jörð eins og í kvæðinu Næturkyrrð. En ef betur er að gáð er ærið mikill munur á þessum tveim skáldum, Heinrich Heine og Jónasi Hallgrímssyni, þar sem sá fyrri er skilgetinn afsprengur borgaralegrar menn- ingar í Miðevrópu, sonur gyðingakaup- manns í Dússeldorf, sem var og er stærri bær en halda mætti af nafninu, og ól aldur sinn lengst af í Hamborg og Parísarborg, þessi löglærði, sjálfhverfi sveimhugi sem kom sér út úr húsi með skopi og ádeilu, en sá síðari sonur sveitaprests, sveinninn úr djúpum dali nyrðra, hinn einlægi föður- landsvinur og náttúruunnandi sem reyndi að vekja dofna þjóð sína til dáða og var gerður að ástmegi hennar eftir dauðann. Munurinn kemur ekki hvað síst fram í við- horfum beggja til náttúmnnar, þar sem Heine, þrátt fyrir tengsl sín við rómant- íkina, var í rauninni einkennilega fjarlægur henni og jafnvel náttúmfælinn, þannig að náttúrumyndir hans em draumkenndar og dimmleitar, orka fremur sem táknmyndir fyrir dulin öfl í sálinni og oftast geigvænleg. En í augum Jónasar Hallgrímssonar var náttúran, sem hann skoðaði sem skáld og skilgreindi sem náttúmfræðingur, engin draumsýn heldur sú fasta og áþreifanlega móðir sem maðurinn hlaut að leita skjóls hjá og finna fótfestu í, glæsileg umgjörð utan um mannlíf sem mátti gjama líkjast henni meir og verða henni samboðið að glæsileik. í samræmi við þetta ríkir einatt mikil birta yfir kvæðum Jónasar, andstætt Heine þar sem ávallt er undarlega skugg- sýnt og kvöldsett. Við sjáum þetta einna best á Álfareiðinni þar sem myrkviði skóg- TMM 1990:4 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.