Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 48
það háttarlag að fara inn í sjálft kvæðið og taka sér þar stöðu til að fara að túlka, líkist því einna helst að ganga illa um á Þingvöll- um, hafa í frammi háreysti í kirkju, eða borða lóu. Hvort heldur sem veldur — lágur marg- ræðnistuðull hinna stóru kvæða Jónasar eða ótti um að valda helgispjöllum — þá er það að minnsta kosti íhugunarvert að bók- menntafræðingar hafa í seinni tíð meira beint sjónum að skringilegum smákvæðum eftir hann, misjafnlega skiljanlegum — og misjafnlega hefur líka tekist að fá botn í þau. Þannig mun vart sá bókmenntafræð- ingur hafa útskrifast úr Háskólanum á seinni árum að hann hafi ekki einhverja kenningu um það hver sá hjartavörður sé sem ráfar um snjósléttuna í kvæðinu Al- snjóa, á meðan færri hirða um skrautbúin skip fyrir landi — hvað er líka hægt að skrifa um þau? Hvemig er hægt að túlka þau? Þau bara eru þama. En getur ekki verið að þessi friðhelgi stórkvæðanna valdi því að við séum jafnvel farin að taka skringi- legu smákvæðin fram yfir þau? Ekki skal úr því skorið — hins vegar langar mig til að velta hér fyrir mér Ferðalokum, þó ekki væri nema til að benda lesendum á kvæðið, minna á það. Með því að velja svona eitt af þessum meistaraverkum Jónasar feta ég í fótspor Dagnýjar Kristjánsdóttur sem birti tvær greinar í Tímariti Máls og menningar, heftum 3 og 4 1989, barmafullar af kenn- ingum um kvæði eins og Gunnarshólma, Island farsœldafrón og — Ferðalok. I þeim sýnir Dagný fram á djarflegar túlkunarleiðir á kvæðum sem allir vom hættir að taka eftir. Er Gunnarshólmi raun- vemlegt ættjarðarkvæði eða er brýningin þar skyggð efasemdum skáldsins? Em Ferðalok ástarkvæði til stúlku eða kannski fremur guðs almáttugs? Og svo framvegis — hún neitar að taka kvæðin á orðinu og setjast þæg í sæti hins innbyggða lesanda þeirra sem er vissulega lofsvert, þótt á mann leiti sú spuming hvort hún hækki ekki margræðnistuðul ljóðanna æði oft meira en efni standa til og geri sig seka um ofríki gagnvart texta. Dagný telur að í Ferðalokum séu í raun aðeins tvær persónur: skáldið og guð, ég og hann — hún, sem alltaf er talað um í kvæð- inu, sé ekkert þarna. Stúlkan sé einungis endursköpuð sem nokkurs konar hjúpur um ást guðs — „veit ég hvar von öll / og veröld mín / glædd er guðs loga“ — hugur skálds- ins renni saman við sál stúlkunnar til að njóta blessunar guðs. Hin elskaða hefur þannig lækkað vemlega í tign: er orðin einskær fundarstaður skálds og almættis. Túlkun sína byggir Dagný á æði glanna- legum lestri á þessu erindi: Sökkvi ég mér og sé ég í sálu þér og lífi þínu lifi; andartak sérhvert, sem ann þér guð, finn ég í heitu hjarta. (I, 221) Orðin sé ég les hún sem viðtengingarhátt sagnarinnar að vera. Hún lætur erindið fá uppbygginguna ef-þá og setur allan þunga þess á guð — efég er í sálu þér og lífi þínu lifi, þá finn ég í heitu hjarta andartak sér- hvert sem ann þér guð. Nú er það að sönnu heldur óvenjulegt þegar karlar renna hýru auga til kvenna að þeim sé þá efst í huga að fara að spjalla við guð. Það er mun algeng- ara í karlabókmenntum að sjá þetta tvennt, konuástir og guðdóminn, útmálað sem and- stæður að heyja stríð um sál karlmannsins, 46 TMM 1990:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.