Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 68
höfðingi sinna frænda og elstur. Hann hafði þá riðið eitt sumar til þings, en nú ætlaði hann annað.“ Þegar Jámgrímur kallar til feigðar í draumi Flosa á Ljótur þriðju þing- för fyrir hendi. Spáin um Ljót minnir á vamaðarorð Njáls þegar hann ræður Gunn- ari á Hlíðarenda að hlíta sætt og dveljast utanlands um þriggja vetra skeið. ,>Iunm koma út með mannvirðingu mikilli og verða maður gamall, og mun enginn maður hér þá á sporði þér standa. En ef þú ferð eigi utan og rýfur sætt þína, þá muntu drepinn vera hér á landi, og er það illt að vita þeim er vinir þínir em.“ (181). Harmsaga er yfir- leitt ekki sprottin af því einu saman að dauða góðs manns ber að höndum langt um aldur fram, heldur stafar hún jafnan af gá- leysi: hvorki garpurinn sjálfur né vinir hans gættu þess að vemda hann frá feigð, enda má segja að dómur noma sé yfirleitt skil- orðsbundinn fremur en afdráttarlaus. Dularfullur spádómur um ævilok Ljóts er annars eðlis en feigðarboði Eyjólfs. Þegar Flosi svipast um eftir góðum verjanda á alþingi minnir Hofverjinn Bjarni Brodd- Helgason á þann háska sem slíkum manni er búinn: „En segja mun eg þér að það verður þess manns bani er vöm færir fram fyrir brennumálið.“ Hann ræður Flosa að múta Eyjólfi Bölverkssyni til að takast sak- vöm á hendur, og svo fer að þeir gefa Eyj- ólfi verðmætan gullhring „til vináttu og liðveislu,'1 og þetta vænlega gull er dregið á hönd honum. Snorri goði verður var við gullið og gmnar að hér búi feigð að baki: „Og skyldi þessi hringr eigi verða þér að höfuðbana.“ Með harðvítugri málsvöm vinnur Eyj- ólfur til höfuðbana síns. í rauninni minna orð Járngríms á hlutverk Eyjólfs á þingi: „Fyrst skal eg ryðja kviðu, en þá dóma, en þá vígvöll fyrir vegöndum.“ Hitt skiptir þó ekki síður máli fyrir mynstur Njálu að höf- undi hennar tekst af stakri snilld að finna tveim fégjömum og slægvitrum lögmönn- um maklega staði í málaferli eftir Njáls- brennu. Mörður Valgarðsson verður sækjandi Flosa, og er honum því teflt gegn verjandanum Eyjólfí; með slíku móti lenda þessi siðrænu skyldmenni hvort á móti öðm. Föðurnafn Eyjólfs er Óðinsheiti og merkti „þann sem veldur bölvi, illvirkja,“ en afi hans og nafni, Eyjólfur hinn grái ber sama viðurnefni og Valgarður faðirMarðar. Grályndi hefur löngum gengið í ættir og setur raunar mikinn svip á athafnir þeirra Eyjólfs og Marðar á þingi, en þaðan á hvor- ugur þeirra afturkvæmt. Kári vegur Eyjólf, enda hafði Jámgrímur kallað á lögvitring í draumi Flosa, og hitt kemur engum á óvart að Mörður Valgarðsson hverfur hljóðalaust úr sögu eftir að brennumálum á alþingi lýkur í upplausn og óreiðu. Fjórðungar og fornir höfðingjar Höfðingjamir fjórir í landvættasögu Snorra em eins konar fulltrúar fyrir fjórðungana, rétt eins og Ari lætur sér sóma í íslend- ingabók að nefna með nöfnum fimm land- námsmenn, einn úr hverjum fjórðungi, auk fmmbyggjans Ingólfs Amarsonar: þau Hrollaug Rögnvaldsson (forföður Síðu- manna), Ketilbjörn Ketilsson (forföður Mosfellinga), Auði Ketilsdóttur flatnefs (formóður Breiðfirðinga) og Helga hinn magra Eyvindarson (forföður Eyfirðinga). I Landnámu er skrá yfir átján mestu höfð- ingja landsins um 930 („Þá er landið hafði sex tigu vetra byggt verið“), og er þeim skipað eftir íjórðungum. Nú er fróðlegt að bera höfðingjatal þetta saman við (a) skrá 66 TMM 1990:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.