Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 80
tekst Sturlu þó að ná eyrum konungs og ávinna sér vináttu hans með frásagnarleikni sinni og skáldskapargáfu. För Sturlu á kon- ungsfund varð honum þess vegna til vegs- auka og gæfu gagnstætt því sem andstæð- ingar hans á íslandi væntu. Sturlu þáttur er reistur á höfuðlausnar- minninu. Sturla á orðsnilld sinni að þakka uppreist sína rétt eins og Egill Skallagríms- son forfaðir hans. Lofkvæðin sem Sturla flytur Magnúsi um hann sjálfan og Hákon konung föður hans eru þó aðeins til að kóróna verkið. Konungur hefur þegar skilið af Huldar sögu Sturlu hveijir eru mannkost- ir hans. Nú er það svo að skáldin ávinna sér kon- ungsnáð og hylli ekki einvörðungu með ytra formi kvæða sinna heldur einnig inn- taki þeirra. Sturla eignast vináttu Magnúsar með því að segja bæði vel og fróðlega frá.9 Eins og aðrir góðir sagnaþulir hefur Sturla vafalaust valið efni sem hæfði aðstæðum. Og það er efni sögunnar sem veldur því að drottning og margir aðrir „þóttust skilja að hann var fróður maður og vitur.“ í svokölluðum Sturlunguformála segist höfundur samsteypunnar treysta Sturlu best til að segja sannleikann og allan sannleik- ann sakir vits hans og einurðar. Eru það ekki einmitt þessir eiginleikar í fari Sturlu sem eru dregnir fram í þættinum og verða til þess að drottningin kveðst hyggja „að Sturla væri hinn besti drengur“?10 Fljótt á litið virðist þó skorta nokkuð á einurð í framgöngu Sturlu eins og henni er lýst í þættinum. Nútíma lesendum sýnist hann heldur uppburðarlítill gagnvart reiði kon- ungs og vanta þá höfðingjadirfsku sem Is- lendingar sýna jafnan í utanfararþáttum. Vésteinn Ólason hefur lýst manngildis- hugsjón þáttanna svo: söguhetjumar ganga alltaf djarflega til móts við konunga, óhræddar við hátign þeirra og vald og reiðubúnar að fóma lífi sínu fremur en sjálfsvirðingu. Þeir viður- kenna tign konungs, að hann er þeim æðri, og em honum fullkomlega hollir meðan hann breytir konunglega. Ágreiningur við konung stafar alltaf annaðhvort af því að hann veit ekki hvem mann íslendingur hef- ur að geyma, etv. hefúr hann verið blekktur með rógi, eða af því að konungur hagar sér ókonunglega, sýnir ekki örlæti eða réttlæti. íslendingar þessir em fullkomlega trúir konungshugsjón sinni. Breyti konungur ódrengilega eða ósæmilega láta þeir ekki hlut sinn fyrir honum. Þeir leita sæmdar hjá konungi með það að leiðarljósi að sæmdar verður aldrei aflað með ósæmilegum hætti." Þar sem Sturlu þáttur er vilhallur sögu- hetjunni eins og aðrir utanfararþættir og höfundurinn fylgir bersýnilega bókmennta- hefðinni í frásögn sinni er heldur ólíklegt að áheyrendum/lesendum sé ætlað að skilja hana svo að Sturla hafí flutt þeim sama konungi lofkvæði og lægði hann án þess að segja hug sinn á einn eða annan hátt. I þáttinn er einmitt tekinn upp vísupartur eftir Sturlu um óvild Gissurar Þorvalds- sonar jarls í hans garð þar sem Gissur er kallaður slægur og líkt við Óðin sjálfan. í heild sýnir þátturinn einnig að andstæð- ingar Sturlu á Islandi gátu ekki hrósað sigri á honum enda gafst honum tækifæri til að skýra konungi „vel og einarðlega frá skipt- um þeirra Hrafns.“12 Sturla segir Huldar sögu þar í þættinum sem átökin milli kon- ungs og Islendings koma jafnan fyrir í slík- um frásögnum. Það er því langlíklegast að höfundur þáttarins hafi gert ráð fyrir því að lesendur hans, sem þekktu efni sögunnar, 78 TMM 1990:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.