Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Page 81
skildu að í henni fólst mótspyma Sturlu. Vissulega hefur það verið einarðlegt að segja frá Huld tröllkonu á konungsskipinu ef hún var sú sama og Huld seiðkona í Ynglinga sögu Snorra. Viðbrögð konungs eftir að Sturla hefir lokið frásögninni benda einnig til að hann viti hvert Sturla er að fara. Hann segir ekkert en brosir. Sama gerir konungur síðar í þættinum þegar Sturla staðhæfir að hann hafi gefið sér útferð- arleyfi til íslands án þess að um slíkt hafi verið talað áður. Ef tilgáta Preben Meulengracht Spren- sens um efni Huldar sögu er rétt hefur hún m.a. haft að geyma frásögn af þeim seið Huldar „að ættvíg skyldi ávallt vera í ætt þeirra Ynglinga síðan.“ Þar með hefur sagan vísað til ættvíga í norsku konungs- fjölskyldunni en það er eitt meginstefið í Heimskringlu. Aheyrendum Sturlu á skipinu (og áheyrendum/ lesendum þátt- arins) hefur verið þetta ljóst. Um leið hafa þeir verið minntir á valdabaráttu Hákonar konungs, m.a. að hann hafði látið taka Skúla hertoga Bárðarson, tengdaföður sinn, af lífi. Sá friður sem ríkti í Noregi á ofan- verðum valdaámm hans hafði kostað fómir. Magnúsi konungi hefur auðvitað verið manna best kunnugt um ættarfylgju sína og jafnframt að faðir hans hafði lagt stund á að efla konungsstjómina og styrkja konungs- erfðir til að koma í veg fyrir frekari ófrið innan ættarinnar. Um 1250 mun Hákon konungur hafa látið semja Konungsskugg- sjá handa sonum sínum. í siðalærdómsbók þessari er einmitt fjallað um þá óáran sem hlýst af því að konungsefnin em mörg og ráðgjafarnir fákunnandi og reynslulitlir. Þar segir: Nú ef svo illa ber einu hverju ríki til (...) að mörg eru konunga efni, enda verður svo illt ráð tekið að öll verða senn skrýdd kon- unglegri tign eða nafni, þá má það ríki kalla hömlu barða eða auðnar óðal og má það þá nálega virðast sem týnt ríki. Því að það er þá sáið með hinu mesta óárans fræ og ófrið- ar komi. (...) En eftir það tekur hver þess- ara höfðingja að draga til sinnar féhirslu þann auð er minnst er ríkisbót í, það er öfund. (...) En því næst taka ósiðir að margfaldast því að guð hefnir svo reiði sinnar að þar sem saman koma Qögur endi- merki í ríki þessara höfðingja þá setur hann þar niður hverfanda hvel það er veltist um á örvar axlir. (...) Bændur og alþýða gerast þá ríkisdjarfir og óhlýðnir, sjá illa við sekt- um og bæta fáar, þó að margar verði gjörv- ar. Eiga samveldis þing. Líta á múga sinn og höfða tal og kjósa þeir þann kost til sín er helst gegnir vandræðum því að þeir binda alla í eitt félag, spaka menn og sið- sama og ósiðarmenn og fól.15 Samkvæmt Konungsskuggsjá er sterk kon- ungsstjóm undir forustu réttláts vel kristins konungs (lat. rex iustus) eina færa lausnin til að koma í veg fyrir deilur um landsstjóm. Konungurinn á að hafa fernt í huga í dóm- um sínum: sannindi, réttvísi, friðsemi og miskunn. Gæti hann hins vegar ekki rétt- dæmis á hann vísa reiði guðs.16 Ef Huldar saga hefur fjallað um álögin á ætt Noregskonunga hefur hún jafnframt minnt Magnús á konungshugsjón föður hans og þá lærdóma sem honum sjálfum var ætlað að draga af Konungsskuggsjá. Sturla kann sig einnig svo vel að hann mærir veldi Magnúsar og Hákonar í kvæðum sínum ef ráða má af þeim vísum úr þeim sem varð- veittar em í Hákonar sögu Hákonarsonar. Hann hefur því með frásagnarlist og kveð- skap komið konungi í þá stöðu samkvæmt Sturlu þætti að konungurinn verður að TMM 1990:4 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.