Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 81
skildu að í henni fólst mótspyma Sturlu.
Vissulega hefur það verið einarðlegt að
segja frá Huld tröllkonu á konungsskipinu
ef hún var sú sama og Huld seiðkona í
Ynglinga sögu Snorra. Viðbrögð konungs
eftir að Sturla hefir lokið frásögninni benda
einnig til að hann viti hvert Sturla er að fara.
Hann segir ekkert en brosir. Sama gerir
konungur síðar í þættinum þegar Sturla
staðhæfir að hann hafi gefið sér útferð-
arleyfi til íslands án þess að um slíkt hafi
verið talað áður.
Ef tilgáta Preben Meulengracht Spren-
sens um efni Huldar sögu er rétt hefur hún
m.a. haft að geyma frásögn af þeim seið
Huldar „að ættvíg skyldi ávallt vera í ætt
þeirra Ynglinga síðan.“ Þar með hefur
sagan vísað til ættvíga í norsku konungs-
fjölskyldunni en það er eitt meginstefið í
Heimskringlu. Aheyrendum Sturlu á
skipinu (og áheyrendum/ lesendum þátt-
arins) hefur verið þetta ljóst. Um leið hafa
þeir verið minntir á valdabaráttu Hákonar
konungs, m.a. að hann hafði látið taka
Skúla hertoga Bárðarson, tengdaföður sinn,
af lífi. Sá friður sem ríkti í Noregi á ofan-
verðum valdaámm hans hafði kostað fómir.
Magnúsi konungi hefur auðvitað verið
manna best kunnugt um ættarfylgju sína og
jafnframt að faðir hans hafði lagt stund á að
efla konungsstjómina og styrkja konungs-
erfðir til að koma í veg fyrir frekari ófrið
innan ættarinnar. Um 1250 mun Hákon
konungur hafa látið semja Konungsskugg-
sjá handa sonum sínum. í siðalærdómsbók
þessari er einmitt fjallað um þá óáran sem
hlýst af því að konungsefnin em mörg og
ráðgjafarnir fákunnandi og reynslulitlir. Þar
segir:
Nú ef svo illa ber einu hverju ríki til (...)
að mörg eru konunga efni, enda verður svo
illt ráð tekið að öll verða senn skrýdd kon-
unglegri tign eða nafni, þá má það ríki kalla
hömlu barða eða auðnar óðal og má það þá
nálega virðast sem týnt ríki. Því að það er
þá sáið með hinu mesta óárans fræ og ófrið-
ar komi. (...) En eftir það tekur hver þess-
ara höfðingja að draga til sinnar féhirslu
þann auð er minnst er ríkisbót í, það er
öfund. (...) En því næst taka ósiðir að
margfaldast því að guð hefnir svo reiði
sinnar að þar sem saman koma Qögur endi-
merki í ríki þessara höfðingja þá setur hann
þar niður hverfanda hvel það er veltist um
á örvar axlir. (...) Bændur og alþýða gerast
þá ríkisdjarfir og óhlýðnir, sjá illa við sekt-
um og bæta fáar, þó að margar verði gjörv-
ar. Eiga samveldis þing. Líta á múga sinn
og höfða tal og kjósa þeir þann kost til sín
er helst gegnir vandræðum því að þeir
binda alla í eitt félag, spaka menn og sið-
sama og ósiðarmenn og fól.15
Samkvæmt Konungsskuggsjá er sterk kon-
ungsstjóm undir forustu réttláts vel kristins
konungs (lat. rex iustus) eina færa lausnin
til að koma í veg fyrir deilur um landsstjóm.
Konungurinn á að hafa fernt í huga í dóm-
um sínum: sannindi, réttvísi, friðsemi og
miskunn. Gæti hann hins vegar ekki rétt-
dæmis á hann vísa reiði guðs.16
Ef Huldar saga hefur fjallað um álögin á
ætt Noregskonunga hefur hún jafnframt
minnt Magnús á konungshugsjón föður
hans og þá lærdóma sem honum sjálfum var
ætlað að draga af Konungsskuggsjá. Sturla
kann sig einnig svo vel að hann mærir veldi
Magnúsar og Hákonar í kvæðum sínum ef
ráða má af þeim vísum úr þeim sem varð-
veittar em í Hákonar sögu Hákonarsonar.
Hann hefur því með frásagnarlist og kveð-
skap komið konungi í þá stöðu samkvæmt
Sturlu þætti að konungurinn verður að
TMM 1990:4
79