Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Síða 106
„Strax og mér hefur tekist að skrifa þótt ekki sé nema lítinn bút — anda ég rólegar" (bls. 53). Þannig veita vasabækurnar þá öryggiskennd sem við þráum öll andspænis myrkri framtíð og útmáðri fortíð; „Þær framkalla lífið jafn óðum, með þeim fálma ég í gegn um dagana, þær eru hvíti stafurinn minn“ (bls. 33). Stundum virðist þó þessi löngun til „að læsa lífið í bók“ (bls. 27) hafa spillandi áhrif. Það er ekki hægt að lifa og skrifa samtímis. „Þegar við erum hamingjusöm langar okkur að kyrrsetja augnablikið en megnum það ekki og verðum fyrir vikið óhamingjusöm" (bls. 13), hripar Pét- ur í vasabókina sína snemma árs 1987 og gefur síðar betra sýnishom: Svefnrofin í myrkrinu. Hin þungu tjöld vetrarins dregin svo kyrfilega fyrir ver- öldina, vísamir sýna hálf níu en á móti kemur að það em jól og þögnin alger úti. Andardráttur ykkar jafn og hægur í her- bergjunum. Skaut þitt loðið og mjúkt við bakhlutann. Hve fislétt byrði. Að þetta augnablik mætti vara og það varir á meðan er, ef ekki væri kvíði yfir að það tæki enda. Löngunin til að festa það rekur mig á lappir hingað að skrifborð- inu þar sem ég hripa þessar línur í meið- andi skini lampans (bls. 29) Eins og sést á Qölda dæmanna hér að ofan er togstreitan milli augnabliksins og varðveislu þess ein af þungamiðjunum í lífi höfundarins. Og þegar tilveran felst í að skrásetja tilveruna verður skrásetta tilveran að hluta til heimild um sjálfa sig: Þegar ég vakna fyrst á morgnana langar mig ekkert til að skrifa. Ég vil bara vera í lífinu athugasemdalaust. Ikornarnir renna upp og niður trjástofnana og svífa milli greina. Þeir em klifur holdi klætt. Náttúran hefur gert þá úr garði með allt sem tijálífið útheimtir. En við? Af hverju emm við ekki eitt með lífinu? Hvar eru okkar sundfit og vængir? Er það kannski vasabókin? Að skrifa að mig langi ekkert til að skrifa? (bls. 36) ....of spriklandi til að festast. . .“ Líkingin milli myndavélar og vasabókar er Pétri hugleikin. „Þetta er filma af ykkur tekin af mér og framkölluð“ (bls. 24), segir hann um punkta sína. Vasabókin hefur þó sérstöðu and- spænis myndavélinni; „mynd er bara afþrykk. Orð aftur á móti búa til og finna meira“ (bls. 20). Þessi orð um sköpunarmátt og fundvísi tungumálsins eiga ekki síst við þegar lesandinn kemur til sögunnar eða, í þessu tilviki, Vasa- bókarinnar. Þá eru orðin ekki bara heimild skrásetjarans um það atvik í fortíð Péturs Gunn- arssonar sem þau spmttu af, heldur standa þau áþekk máluðum búk á gapastokki í Tívolí. Les- andinn stingur hausnum í gatið og smellir af; ný mynd og hugrenningar með hverjum nýjum gesti. Lítið dæmi frá mínum lestri er eftirfarandi kafli úr Vasabók. Nefið. Hve makalaust tæki. Hvað það býr yfir margháttuðum minningum. Regnilmur skógarins hellir yfir mig sumarbústaðaveröld frá því í bemsku. Veröld sem var aldrei meðan á henni stóð, alltaf handan við homið, í bígerð, alveg að koma, á tungubroddinum, bak við eyrað, of spriklandi til að festast við blað. Ekki fyrr en núna að hún verður til í nefinu á mér, iðandi ilmandi leggurhún sig eins langt og nefið nær (bls. 15) Þegar ég las um þessa reynslu Péturs rifjaðist upp fyrir mér fyrsta bindið af verki Prousts, / leit að horjhum tíma, þar sem bragð af tei og madeleine-köku opnar bemskuheim aðalpers- ónunnar. Bókina las ég fyrir margt löngu í tengslum við námskeið í frönskum bókmennt- um við Háskólann. Þannig verður athugasemd- in um nefið og sumarbústaðaveröldina til þess 104 TMM 1990:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.