Morgunblaðið - 30.12.2014, Page 4

Morgunblaðið - 30.12.2014, Page 4
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Enn er öflugt hraungos í Holu- hrauni þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá því gosið hófst. Breytingar á sig- inu í öskju Bárðarbungu benda til þess að kvikuflæði undan eldstöð- inni sé enn meira en helmingur af því sem var fyrsta mánuð gossins. Nú flæðir hraunið eftir rásum í hrauninu sem gerir það að verkum að það kemst lengra frá gígnum en nokkru sinni áður. „Það er ennþá verulegur gangur í þessu gosi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðl- isfræði og formaður stjórnar Jarð- vísindastofnunar Háskóla Íslands. 83 ferkílómetrar að stærð Mælingar vísindamanna benda til að dregið hafi úr hraunflæði. Flat- armál nýja hraunsins eykst hægt, það er talið verið orðið um 83 fer- kílómetrar að stærð. Erfitt er að meta þykktina og því hafa vísinda- menn ekki gefið út tölur nýlega um heildarmagn gosefna sem þar liggja. Magnús Tumi bendir á að frá því í síðustu viku hafi hraun runnið meira í lokuðum rásum inni í hraun- inu sjálfu. Þess vegna nái það lengra fram. Í fyrrinótt rann tota norðaustur fyrir hraunoddann sem þar hefur haldist stöðugur frá því í september. Hraunið nær 50 til 100 metra lengra meðfram Jökulsá á Fjöllum en það hefur áður gert en Magnús Tumi tekur fram að hraun- rennslið sé ákaflega lítið þegar þangað er komið. Sigið í öskju Bárðarbungu hefur fært gps-stöðina sem mælir sigið það mikið niður fyrir brún öskjunn- ar að hún nær ekki að senda upplýs- ingar í Kverkfjöll og ekki hefur tek- ist að koma millistöð á brúninni í gang. Það stendur vonandi til bóta í dag eða næstu daga þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur með tæknimenn á staðinn. Magnús Tumi segir að þegar mælirinn datt út 18. desember hafi enn verið mikið sig í öskjunni. Hann áætlar að kviku- flæðið undan Bárðarbungueldstöð- inni sé nú 120 til 140 rúmmetrar á sekúndu. Það er því enn helmingur eða rúmlega það af kvikuflæðinu sem var fyrsta mánuð eldgossins er það var áætlað 250 rúmmetrar á sekúndu. Heldur áfram í marga mánuði Vísindamenn telja enn meiri líkur á að gosið haldi áfram en að það brjóti sér leið upp á yfirborðið á öðrum stað eða fari að gjósa í Bárð- arbungu sjálfri. „Ef fram fer sem horfir tekur þónokkra mánuði upp í rúmlega ár fyrir gosið að hætta,“ segir Magnús Tumi. Morgunblaðið/RAX Baugur Töluvert hraun vellur upp úr aðalgígnum. Hraunárnar renna nú í lokuðum rásum og ná því lengra austur. Hrauntota til austurs  Enn öflugt hraungos í Holuhrauni þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá upphafi goss  Stendur í marga mánuði í viðbót Útbreiðsla hrauns Heimild: Jarðvísindastofnun Háskólans Hraun 26.12 2014 Hraun 27.12 2014 Hraun 28.12 2014 Eldgos í Holuhrauni » Sprungugos hófst nyrst í Holuhrauni aðfaranótt 29. ágúst. Það lognaðist út af eftir nokkra klukkutíma. » Nýtt gos hófst á sama stað um klukkan 4 aðfaranótt 31. ágúst. Það stendur enn. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sú hefð að Íslendingar skjóti upp flugeldum um áramót er ekki mjög gömul, að sögn Lúðvíks Georgsson- ar, framkvæmdastjóra KR Flug- elda ehf. í hjáverkum. Hann sagði að innflutningur og sala flugelda hefði verið í höndum einkaaðila al- veg fram undir 1970. Þá tóku björg- unarsveitir og önnur félagasamtök að hasla sér völl á þessu sviði. KR Flugeldar ehf. hófu innflutning og sölu flugelda upp úr 1980. „Flugeldasalan er mikið hags- munamál þeirra félagasamtaka sem hana stunda og þátttaka fé- lagsmanna ýtir verulega undir söl- una,“ sagði Lúðvík. Hann sagði að hagnaðurinn af rekstri KR Flug- elda færi til að efla uppeldis- og æskulýðsstarf innan félagsins. Flugeldasalan magnaðist mikið eftir 1980. Aldamótaárið 2000 var slegið nýtt met. Áfram hélt vöxtur- inn og náði salan nýjum hátindi 2007. Við efnahagshrunið 2008 tvö- faldaðist flugeldaverðið vegna gengisfalls krónunnar. Salan í lok ársins 2008 varð meira en helmingi minni en árið áður. Flugeldainn- flutningurinn dróst líka saman. Lúðvík segir að flugeldaverðið nú sé á svipuðu róli og í fyrra. Frí- verslunarsamningur sem gerður var við Kína á liðnu sumri hefur þau áhrif að flugeldaverðið stendur að mestu í stað. „Vandinn er sá að það er mikil verðbólga í Kína, sem er ekki lengur það láglaunaland sem það var. Flugeldarnir hækka þar ár frá ári. Flutningskostnaður er líka erfiður og gengi dollarans er óvenju hátt nú miðað við undan- farin ár. Það munar um þennan 10% toll sem fellur niður og nú þýð- ir hann óbreytt verð á flugeldum að meðaltali.“ Fjölskyldupakkar og ýmislegt smádót hefur gefið verulega eftir í sölunni á kostnað flugeldaterta undanfarin ár. „Fólk kaupir færra og stærra,“ sagði Lúðvík. „Stórar flugeldakökur eru orðnar stór hluti af markaðnum. Meðal-Jóninn kaup- ir gjarnan kökur sem kosta 10-20 þúsund krónur. Við erum með kök- ur sem kosta allt upp í um 50 þús- und krónur. Þeir sem eru með þetta í blóðinu vilja „alvöru kökur“, virki- lega stórar og öflugar.“ „Fólk kaupir færra og stærra“ Morgunblaðið/Golli Flugeldar Lúðvík Georgsson segir flugeldasölu vera mikilvæga fjáröflun.  Ekki mjög löng hefð fyrir miklum flugeldaskotum um áramótin  Flug- eldasalan er mikið hagsmunamál þeirra félagasamtaka sem hana stunda Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu (LRH) hefur veitt 59 leyfi fyrir flugeldasölur á þessu ári. Það eru jafn mörg leyfi og emb- ættið gaf út í fyrra. Á árunum 2012 og 2011 voru leyfin 64 hvort ár en árið 2010 voru veitt 59 leyfi, samkvæmt upplýs- ingum frá LRH. Fyrir nokkuð mörgum árum reiknaði Lúðvík Georgsson, hjá KR Flugeldum ehf., það út að Ís- lendingar keyptu fimmfalt meira af flugeldum á hvern íbúa en Þjóðverjar. Hann segir að reglur um sölu flugelda til almennings séu rýmri hér en víðast hvar annars staðar. Stærstu flugeldakök- urnar sem fást hér á landi eru t.d. ekki seldar almenningi í mörgum nágrannalöndum okk- ar, að sögn Lúðvíks. Rýmri reglur hér en víða LRH VEITTI 59 LEYFI TIL FLUGELDASÖLU Í ÁR Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is „Því er haldið fram að það séu lausa- tök í útgjöldum ríkisins. Það er mjög einkennileg umræða, sérstaklega frá aðilum vinnumarkaðarins á sama tíma og það er kallað eftir stór- auknum útgjöldum frá þessum sömu aðilum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um gagnrýni Samtaka atvinnulífsins, en samtökin sendu frá sér greiningu á umfangi ríkisreksturs, þar sem gagnrýnt er að frá hruni hafi vægi skatta í að mæta tekjutapi ríkisins í stað hagræðingar verið of mikið. Þá fari ríkisútgjöld vaxandi og lítið megi bregða út af til að ríkissjóður verði aftur rekinn með halla. Frumútgjöld fara lækkandi Bjarni segir að frumútgjöld rík- isins fari lækkandi miðað við lands- framleiðslu. „Ég get tekið undir það að fyrri ríkisstjórn treysti alltof mik- ið á skattahækkanir og lagði of litla áherslu á hagræðingu í rekstri rík- isins. Þar var aðhaldinu fyrst og fremst náð með því að draga saman opinberar framkvæmdir. Það var þó víða skorið niður, við skulum ekki gera lítið úr því. Það er ekki auðvelt verkefni. Ég er hins vegar ósam- mála því að það sé ekki áfram aðhald í opinberum rekstri. Ef við skoðum frumútgjöldin þá eru þau að lækka sem hlutfall af landsframleiðslu um rúmt prósent miðað við áætlaða út- komu ársins 2014. Og þetta er mæli- kvarði sem skiptir miklu að horfa til,“ segir Bjarni. Þá segir fjármálaráðherra að farið verði í eignasölu til að mæta skulda- vanda ríkissjóðs. „Að mínu mati á það að vera viðvarandi verkefni að hámarka afköstin í rekstri ríkisins. Það á að vera viðvarandi hagræðing- arkrafa á opinberan rekstur. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við munum ekki vinna neina stóra vinninga þar, sem munu snúa eða breyta í einhverju verulegu afkomu ríkisins. Það þarf að gerast í efna- hagsreikningi ríkisins. Þá stefnu höfum við kynnt samhliða nýjum fjárlögum, að við þurfum að fara í eignasölu til að borga upp skuldir og það mun verulega breyta afkomu ríkisins.“ Ríkur vilji til niðurskurðar Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir ríkan pólitísk- an vilja til að skera niður. „Ég tel að við höfum ríkan pólitískan vilja til að skera niður, þingmenn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks, en á meðan það er ekki neitt hvatakerfi í ríkisrekstrinum, að það sé hægt að umbuna eða verðlauna stofnanir sem standa fyrir ráðdeild og sparn- aði, þá er það mannlegt eðli að láta þetta þenjast út. Þeir sem hafa hæst og fara oftast fram úr þegar kemur að fjárlagagerð, þeir fá yfirleitt allt- af meiri pening. Þá er hvatinn í kerf- inu farinn,“ segir Vigdís. Vill eitt kjördæmi fyrir landið „Ég hef heyrt utan af landi, að for- stöðumenn stofnana sem hafi staðið sig vel hafi fengið skömm í hattinn fyrir að hafa ekki getað sótt meiri pening til ríkisins,“ segir Vigdís og segir að það þurfi verulega sterk bein til að standast þessa vinnu sem fjárlög eru. „Sá skortur er ekki til staðar hjá mér en þegar öllu er á botninn hvolft þá er kannski nær- samfélagið á Íslandi orðið þannig að það reyna allir að ota sínum tota. Ég vil meina að þetta verði ekki í lagi hjá okkur fyrr en Ísland verður að einu kjördæmi og kjördæmapot heyri sögunni til,“ segir hún en að- spurð segist Vigdís ekki vera að vísa til stefnu ráðherra Framsóknar- flokksins að færa ríkisstofnanir út á land, en segir, sem þingmaður Reyk- víkinga og formaður fjárlaganefnd- ar, að kjördæmapot allra flokka sé gríðarlega mikið. Segir frumút- gjöld ríkisins fara lækkandi  Ríkur vilji til niðurskurðar  Vigdís Hauksdóttir gagnrýnir kjördæmapot Bjarni Benediktsson Vigdís Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.