Morgunblaðið - 30.12.2014, Síða 8

Morgunblaðið - 30.12.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum Frakkar Leðurjakkar Peysur Belti Bindi Áramótafötin fyrir herrann Frábært úrval af jakkafötum, skyrtum og skóm Illt umtal þykir stundum munskárra en ekkert, þótt það sé sjaldnast meining illmælginnar.    Jafnvel tölvuárás þriðja heimsríkis og þoku- kenndar hótanir, sem árásinni fylgdu vegna ósýndrar bíó- myndar geta orðið gróðavænlegar.    Það segir reynslastórfyrirtækisins Sony.    Og það jafnvel þótt Sony þættiverða sér til minnkunar, þegar það kiknaði í hnjáliðunum þegar Kim Jong-Un byrsti sig.    Allt umtalið sem af því hlausthefur breyst í ókeypis auglýs- ingu af stærri gerðinni.    Netútgáfa bandaríska kvik-myndarinnar „The Inter- view“ sópar nú fúlgum fjár í hirslur Sonys.    Sama er að segja um sýningarmyndarinnar í völdum kvik- myndahúsum.    Nú þarf bara að fylgja góðribyrjun fast eftir, þar til muld- ur áhorfenda um að myndin sé með þeim lakari fer að draga úr upp- gripinu.    Því ekki er hægt að treysta því aðhinn ástsæli, virti og dáði Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, gefi kost á sér í nýja auglýsinga- lotu, þótt liðlegur sé.    Þótt hann sé bæði virtur, dáður,ástsæll, elskaður og einkar lið- legur. Kim Jong-Un Virtur og dáður auglýsir best STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.12., kl. 18.00 Reykjavík 5 rigning Bolungarvík 5 súld Akureyri 8 skýjað Nuuk -2 snjókoma Þórshöfn 8 skýjað Ósló -7 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 heiðskírt Stokkhólmur -7 heiðskírt Helsinki -18 heiðskírt Lúxemborg 0 léttskýjað Brussel 2 skýjað Dublin 2 léttskýjað Glasgow -1 þoka London 5 heiðskírt París 3 alskýjað Amsterdam 3 léttskýjað Hamborg 1 heiðskírt Berlín -5 skýjað Vín -5 skafrenningur Moskva -15 léttskýjað Algarve 13 heiðskírt Madríd 8 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 10 léttskýjað Róm 5 heiðskírt Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -27 léttskýjað Montreal -7 léttskýjað New York 3 heiðskírt Chicago 0 skýjað Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:22 15:40 ÍSAFJÖRÐUR 12:06 15:06 SIGLUFJÖRÐUR 11:50 14:47 DJÚPIVOGUR 10:59 15:01 Bensínlítrinn lækkaði í gær um þrjár krónur þeg- ar olíufélögin héldust í hendur við að lækka verð á lítranum niður í 206 krónur. Lítr- inn kostar 208 krónur hjá Shell. Hjá Orkunni, Atl- antsolíu og ÓB munar tíu aurum en 30 aura munur er ef verslað er við stóru olíufélögin, N1 og Olís. Sama verð er á dísil- lítranum hjá öllum, 209 krónur, en munurinn á hæsta verði og lægsta er 40 aurar. Lækkunin kemur til vegna meiri lækkunar á heimsmarkaðs- verði olíu. Orkan hefur til dæmis lækkað verð á bensínlítranum um 44 kr. síðan í júní eða tæp 18% en þá stóð heimsmarkaðsverð í hæstu hæðum. Verð á dísillítranum hefur lækkað um tæp 14% á meðan Bandaríkjadollar hefur styrkst um rúmlega 11% síðan í júní. Sam- kvæmt tölum FÍB var meðalálagn- ing olíufélaganna fyrstu tvær vik- urnar í desember af hverjum lítra 44,83 krónur. benedikt@mbl.is Enn lækk- ar verð á lítranum  Lítill munur á verði olíufélaga Dýr dropi Bensín- verð lækkar enn. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þeir ökumenn sem urðu uppvísir að því að keyra ökutæki sín yfir leiði í Gufuneskirkjugarði hafa nú báðir gefið sig fram við lögreglu og voru í gær kærðir af hálfu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. „Lögreglan hefur fengið öll okkar gögn í hendur og mun hún kalla til þá tvo ökumenn sem hafa gefið sig fram til skýrslutöku. Síðan búumst við við að sátt náist við ökumennina um að þeir greiði það tjón sem þeir ollu,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarðanna. „Skemmdirnar eru nánast ein- göngu á jarðveginum og ég veit ekki til þess að aðrar skemmdir hafi orð- ið. Við áttum okkur samt ekki alveg á umfangi tjónsins á meðan snjórinn liggur yfir þessu öllu og sjáum það í raun ekki fyrr en hann leysir.“ Aðspurður hvort hann telji að kirkjugarðarnir beri einhverja ábyrgð á tjóninu vegna ónógra merkinga við ökuleiðir segir Þór- steinn: „Það má ugglaust gera betur við merkingar en við reyndum að koma þeim skilaboðum áleiðis að hliðarleiðir í kirkjugörðunum yrðu lokaðar á meðan aðalleiðir yrðu opn- ar. Á næsta ári stefnum við á að setja nýjar merkingar til að reyna að fyrirbyggja að svona eigi sér stað.“ Erfitt að átta sig á umfangi tjónsins  Ökumenn kærðir til lögreglu  „Má ugglaust gera betur við merkingar“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Djúp Hjólförin lágu yfir mörg leiði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.