Morgunblaðið - 30.12.2014, Qupperneq 11
Ljósmynd/Pétur Friðgeirsson
Bylting Eiki Einars & Byltingarboltarnir boða byltingu ljóssins, eins og lagatextarnir bera með sér.
eru aðrir í dag heldur en á fyrstu
plötunni. Það er bara opið og frjálst
hverjir eru með og taka þátt. Það
getur verið allt frá almannatengli
eða sendlinum upp í trommuleik-
arann,“ segir Eiki um þessa óhefð-
bundnu hljómsveit. Eiki segir tón-
listina vera nokkurs konar
afsprengi pönksins. „Maður ólst
upp í pönkgeiranum og var einn
þeirra sem smituðust af því. Ég
spilaði pönkið í nokkur ár,“ segir
Eiki. Hann segist þó ekki vera
pönkari lengur heldur hafi hann
róast og farið á breiðari grunn tón-
listar. „Svo er maður svo ofboðs-
legur og yfirlýstur bítlaaðdáandi og
ég hef verið það síðan ég var
pinkulítill.“ Fyrir tæpum tuttugu
árum stofnaði Eiki Bítlaklúbbinn
og segist aldrei fá leiða á tónlist
Bítlanna. „Þetta er svo ofboðslega
breið lína og mikil uppsprettulind
sem tónlist þeirra fæðist í að það er
nóg í að sækja,“ segir Eiki og það-
an sækir hann gjarnan innblástur
fyrir eigin tónsmíðar eins og glögg-
ir greina þegar hlustað er á lög
Eika & Byltingarboltanna.
Tónlistin út um munninn
Þegar Eiki semur tónlist er
ekki ákveðin formúla að því hvern-
ig hann fer að. Suma daga vaknar
hann einfaldlega með laglínu í koll-
inum. „Ég segi nú bara eins og
John Lennon þegar hann var
spurður að því hvernig lögin yrðu
til. Hann sagði að þetta kæmi bara
út um munninn á sér. Maður opnar
bara munninn og þá er þetta kom-
ið. Þetta bara gerist.“ Eiki segist
þakklátur fyrir að hafa fæðst með
þá náðargáfu að geta samið tónlist.
„Ég byrjaði að spila á gítar fimm-
tán ára gamall með fyrstu þrjú
gripin sem ég lærði og út úr þeim
myndaðist fyrsta lagið,“ segir Eiki
sem hefur varla stoppað síðan þá.
Lifandi boðskapur byltingar
Nöfnin á lögunum eru óvenju-
leg og kvikna ýmsar spurningar um
lög á borð við Straujárnið, Vaknið
og Leikhús hugans, svo ekki sé
minnst á nafn plötunnar sjálfrar,
Maður lifandi! „Í því felst meðal
annars merking þess að vera mað-
ur lifandi. Að vera lifandi maður en
ekki dauður. Þetta er aðeins dýpri
nálgun á það,“ segir Eiki. „Til
dæmis er lagið Vaknið um það að
vakna til lífsins og vera það sem líf-
ið er, tengja sig við það og ganga
fram í því.“
Það er ekki laust við að Bylt-
ingarboltarnir boði byltingu í gegn-
um tónlistina og segir Eiki að tón-
listin sé í raun ein tegund
fjölmiðlunar. „Boðskapur okkar
sækir í kristna trú. Við trúum á
Jesú Krist og höfum fengið snert-
ingu frá honum og upplifað lífið í
honum og Jesús Kristur er mesti
byltingarmaður sem hefur birst hér
á jörðinni. Hann boðaði hvorki
meira né minna en sköpun nýs him-
ins og nýrrar jarðar og að allt yrði
gert nýtt,“ segir Eiki og vísar þar
til orða Biblíunnar. „Hann mun
eyða ríki myrkursins og gera allt
að ríki ljóssins með sér og í sér og
þess vegna göngum við í fótspor
hans með því að gerast þessir um-
byltingarsinnar og staðfesta þetta.“
Eiki spyr því hverjir vilji vera með
í byltingunni sem hann segir ná til
allrar eilífðar og snúist um að halda
á lofti því jákvæða og góða. „Af-
rakstur byltingarinnar er að við
fáum að ríkja og lifa með Kristi
Jesú að eilífu í hinum komandi
heimi því þessi heimur mun líða
undir lok og að engu verða,“ segir
Eiki. Aðspurður hvort hann skilji
það svo að menn eigi eftir að lifa á
jörðinni til eilífðarnóns útskýrir
hann það betur: „Við deyjum nátt-
úrlega hér á jörðinni en lifum að ei-
lífu í andanum. Við rísum upp sem
ný sköpun í Kristi,“ segir Eiki eða
Eiríkur Einarsson, laga- og texta-
höfundur hljómsveitarinnar Eiki
Einars & Byltingarboltarnir. Bylt-
ingin er því ekki boðuð með öðrum
hætti en í textum laganna og hver
sem vill getur lagt málefninu lið, til
dæmis með því að hlusta. Tónleikar
sveitarinnar verða nokkrir á næsta
ári og er best að fylgjast með dag-
setningum á Facaebook-síðu henn-
ar undir leitarstrengnum Eiki Ein-
ars og Byltingarboltarnir.
REUTERS
Krossinn Að sögn Eika er Jesús Kristur mesti byltingarmaður allra tíma.
„Jesús Kristur er
mesti byltingarmaður
sem hefur birst hér á
jörðinni.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
Uppskriftina í heild sinni ásamt eldunaraðferð
er að finna á www.holta.is/uppskriftir.
Rauðvínssoðinn, reyktur kjúklingur
með skallottulauk og sveppum.
Hvað á að gera við jólatrén þegar jól-
in eru búin? Nú auðvitað að setja þau
út á götu og bíða eftir að þau verði
sótt. Eða hvað?
Á vefsíðunni This Old House
(www.thisoldhouse.com) eru nokkrar
hugmyndir er lúta að nýtingu gamalla
jólatrjáa. Í fyrsta lagi má hirða af því
nálar og greinar til föndurs. Barr-
nálar eru auk þess vel til þess fallnar
að enda sem jarðvegur fyrir plönturn-
ar úti í garði, til dæmis fyrir jarðar-
berin. Þær hylja jarðveginn ágætlega
og ættu að geta haldið sniglunum
frá! Svo má sannarlega koma trénu
fyrir úti í garði og koma fyrir á því
neti með fuglafóðri í. Það er sannar-
lega margt galnara en að saga stofn-
inn niður og móta úr honum beð eða
koma hringjunum fyrir meðfram
göngustígum í garðinum. Þetta og
margt fleira á vefnum This Old
House.
Vefsíðan www.thisoldhouse.com
Morgunblaðið/Eggert
Tré Nýta má gömul jólatré í ótrúlegustu hluti, eins og lesa má um á vefsíðunni.
Eitt og annað má endurnýta
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.