Morgunblaðið - 30.12.2014, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Stofnanir hafatilhneigingutil að þenjast
út og vaxa. Þessi til-
hneiging, sem er að
kalla má eðlislæg,
helgast ekkert
endilega af þörf,
gagnsemi eða nauðsyn. Þess
vegna er hvergi meiri þörf á að-
haldi en í ríkisrekstri. Ráðdeild
kemur ekki af sjálfu sér.
Í Morgunblaðinu í gær lýsa
forustumenn fjárlaganefndar
því hvernig áform hagræðing-
arhóps ríkisstjórnarinnar hafi
strandað á andstöðu hags-
munaafla í kerfinu.
„Við höfum reynt að skera
niður en reynslan hefur verið sú
að undirstofnanir ríkisins verja
sig með kjafti og klóm. Kerfið
ver sjálft sig og notar fjölmiðla
óspart til að mynda samúð með
viðkomandi stofnun,“ segir Vig-
dís Hauksdóttir, formaður
fjárlaganefndar Alþingis.
Guðlaugur Þór Þórðarson,
varaformaður fjárlaganefndar,
tekur undir orð Vigdísar. „Þeg-
ar á hólminn er komið eru þau
öfl sem halda utan um hagsmuni
einstakra stofnana mjög sterk,“
segir hann og kallar eftir banda-
mönnum til að ná niður út-
gjöldum.
Hagræðingarhópurinn spratt
upp úr stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar, var stofnaður í
júlí 2013 og skilaði tillögum í
nóvember það ár.
Vigdís segir að það hafi „ekk-
ert gengið í niður-
skurðinum“ og rek-
ur ástæðurnar:
„Það er enginn
tilbúinn að gefa eft-
ir. Þrátt fyrir hið
augljósa markmið
um sparnað og ráð-
deild í ríkisrekstri er það alltaf
svo að þegar komið er að
ákveðnum stofnunum, eða
ákveðinni ákvarðanatöku, er
sagt: „Nei, þetta eru mikilvæg-
ustu stofnanirnar. Við megum
ekki skera hér niður.““
Guðlaugur Þór tekur sem
dæmi um þessa tregðu að Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi
bent á að hægt hefði verið að
loka Íbúðalánasjóði og þar með
skrúfa fyrir framlög til hans sem
á þessu ári verða 5,3 milljarðar
króna, en hann hefði ekki orðið
var við stuðning við það hjá að-
ilum vinnumarkaðarins.
Lýsingar Vigdísar og Guð-
laugs Þórs hljóta að hljóma
kunnuglega í eyrum margra,
sem lagt hafa með góðum ásetn-
ingi í hagræðingarleiðangra.
Talað er fjálglega um forgangs-
röð, en þegar á hólminn kemur
og hagsmunaöflin komast á
skrið hefur allt forgang þannig
að eftir standa orðin tóm. Sá
sem borgar brúsann situr líka
eftir. Fáir virðast þó eftir til að
gæta hagsmuna skattborgarans
og þó hefur hann í hlutverki
kjósandans kosið sér fulltrúa til
að halda málstað sínum á lofti í
þessari baráttu.
Þegar kerfið fer í
sjálfsvörn er hætt
við að hagur skatt-
borgarans verði
undir}
Hagræðing í strand
Grikkland er aft-ur í uppnámi.
Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn hótar því
enn á ný að setja
„björgunar-
aðgerðir“ sínar á ís þar til ný
ríkisstjórn hefur tekið til starfa
í Grikklandi eftir þær kosn-
ingar, sem stefnir í innan fárra
vikna.
Hin formlega ástæða kosn-
inganna er sú að þrátt fyrir
þrjár tilraunir og mikinn þrýst-
ing á einstaka þingmenn náðist
ekki meirihluti á þingi fyrir for-
setaframbjóðanda grísku ríkis-
stjórnarinnar. En ástæður eld-
anna sem undir loga eru mikil
óánægja Grikkja vegna byrð-
anna sem þeir voru þvingaðir til
að axla, svo að evrópskir kröfu-
hafar, ekki síst bankar, fengju
sitt.
Mikið verðfall varð í grísku
kauphöllinni þegar ljóst var að
boða yrði til kosninga. Kosn-
ingaspár benda til þess að
Bandalag róttækra vinstri-
flokka muni vinna mest á í kosn-
ingunum, án þess þó að það
muni duga þeim til myndunar
ríkisstjórnar. Grískar kosninga-
reglur eru mjög óvenjulegar.
Þær ákvarða að sá
flokkur sem mest-
um árangri nær í
kosningum hverju
sinni skuli fá í sinn
hlut fjölda þing-
sæta til viðbótar þeim sem bein
úrslitin bjóða. Sigurvegarinn
hefur því mun sterkari stöðu í
þinginu en leiðir af kosning-
unum, en aðrir flokkar standa
lakar sem því nemur. Hugsunin
er sú að ýta megi undir stjórn-
málalegan stöðugleika með
þessum hætti. Talið er að sigur
og uppbótin muni þó ekki duga
vinstrabandalaginu Syriza og
leiðtoga þess, Alexis Tsipras.
Kosningarnar muni því ýta und-
ir uppnám en ekki stöðugleika.
Sú aðhaldsstefna, sem Grikkir
hafa búið við undanfarin fjögur
ár, að kröfu ESB og AGS, verð-
ur höfuðmál kosninganna.
Stjórnarflokkarnir telja óhjá-
kvæmilegt að fylgja henni
áfram.
Ekki er talið að kosningabar-
áttan muni snúast um aðild að
ESB né um evruna. Helstu
valdamönnum í Brussel og Berl-
ín er þó ekki rótt því andstaða
við aðhaldsstefnuna fer vaxandi
í ESB, ekki síst í Frakklandi.
Eftir 7 ára basl sjá
Grikkir ekki enn til
lands}
Enn engjast Grikkir
A
lgengt er að sæmdartitillinn maður
ársins falli í skaut fólki sem hefur
unnið afrek á síðustu mánuðum
ársins. Það sem gerist í upphafi
ársins er yfirleitt gleymt í árslok,
því fljótt fennir í flestra spor.
Að þessu sinni er valið þó mjög auðvelt: sjálf-
kjörinn er Skarphéðinn Andri Kristjánsson.
Þau Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir, unnusta
hans, lentu í bílslysi við Fornahvamm í Norður-
árdal í Borgarfirði 12. janúar og lést Anna sam-
stundis. Skarphéðinn, sem var átján ára, var
fluttur á sjúkrahús í Reykjavík, þar sem hann
lést af völdum áverka sinna 28. janúar. Fyrir lá
að líffæri hans mætti nýta til ígræðslu og gekk
það eftir. Sex manns í Svíþjóð og Noregi nýtt-
ust líffæri Skarphéðins, meðal annars 16 ára
pilti sem fékk hjarta hans.
„Hann var með þessa ósk. Við vorum búin að ræða þetta
hér á heimilinu. Hann gaf blóð og hann vildi gefa úr sér líf-
færin … Um leið og við vissum í hvað stefndi í fyrradag þá
létum við strax vita af þessu … Sex manns koma til með að
lifa vegna gjafa Skarphéðins og þar á meðal 16 ára strákur
sem fær hjartað hans,“ skrifaði móðir Skarphéðins á
Facebook – og var vitnað til þessara orða meðal annars í
fréttum á mbl.is.
Sjúkraflutningamenn, lögregluþjónar og læknar eru
alla daga að bjarga lífi fólks og eiga allan heiður skilinn.
Það er hins vegar afstaða Skarphéðins heitins sem gerir
afrek hans svo stórbrotið. Minningargreinar um Skarp-
héðin og Önnu Jónu sem birtust hér í Morgun-
blaðinu voru sérstæðar örlagasögur og milli
línanna sagði einfaldlega að eigi má sköpum
renna, svo vitnað sé til Sturlungu. Enginn fær
forlög sín flúið.
Vitur maður sagði hér í blaðagrein fyrr á
þessu ári að það dýrmætasta sem ein mann-
eskja gæti gert væri að treysta öðrum fyrir
þjáningum sínum og vonum. Þetta er bæði satt
og rétt og rímar við skilaboð Biblíunnar: Allt
sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra. Slíkt verður þó ekki
nema viljnn sé öllum ljós eins og var í tilviki því
sem hér er gert að umfjöllunarefni.
Þegar þetta er skrifað síðdegis á mánudegi
hafa fjölmiðlar tilnefnt menn ársins á ýmsum
sviðum. Á vef Vísis er meðal annars hægt að
velja dáðan lækni, landsliðsþjálfara í knatt-
spyrnu, hjálpsama hjúkrunarkonu og göngugarp sem gaf
höfundarlaun fyrir bók sína til krabbameinsveikra barna.
Á Kjarnanum eru axarsköft til að mynda stjórnmála-
manna tilgreind í hótfyndnistíl og Frjáls verslun telur Ró-
bert Guðfinnsson á Siglufirði mestan afreksmann við-
skiptalífsins á árinu 2014. Verður þá – að breyttu
breytanda – að nefna að örlög sumra þeirra baróna í bis-
nesslífi þjóðarinnar sem útnefndir hafa verið viðskipta-
menn ársins hafa orðið fremur dapurleg. En einmitt í því
samhengi verður afstaða sú sem Skarphéðinn Andri
Kristjánsson tók – og varð hans vilji – til eftirbreytni og
gerir hann að hetju Íslands anno domini 2014. sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Maður ársins bjargaði lífi sex manns
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stjórnarflokkarnir tveir ogmið- og hægriflokkarnirfjórir, sem voru við völd íSvíþjóð á síðasta kjör-
tímabili, hafa náð samkomulagi um
samstarf á þingi landsins til að auð-
veldara verði fyrir minnihlutasjórn
að halda völdunum. Samkomulagið
felur ennfremur í sér að ekki verður
efnt til aukaþingkosninga 22. mars
eins og Stefan Löfven forsætisráð-
herra hafði boðað eftir að Svíþjóðar-
demókratarnir felldu fjárlaga-
frumvarp minnihlutastjórnar
Jafnaðarmannaflokksins og Um-
hverfisflokksins fyrr í mánuðinum.
Meginmarkmiðið með sam-
komulaginu er að einangra frekar
Svíþjóðardemókratana og draga úr
áhrifum flokksins eftir að hann
komst í oddastöðu á þinginu í kosn-
ingum í september. Hann varð þá
þriðji stærsti flokkur landsins, með
tæpra 13% fylgi, eftir að hafa lagt
áherslu á andstöðu við stefnu
sænskra stjórnvalda í innflytjenda-
málum. Skoðanakannanir benda til
þess að fylgi flokksins myndi aukast
um nokkur prósentustig til viðbótar
ef kosið væri nú.
Camilla Sandström, lektor í
stjórnmálafræði við Umeå-háskóla,
segir að með samkomulaginu hafi
flokkarnir sex komið í veg fyrir auka-
kosningar sem hefðu að miklu leyti
snúist um innflytjendamálin. „Við
hefðum talað mikið um innflytjenda-
málin út frá forsendum Svíþjóðar-
demókratanna ef boðað hefði verið til
aukaþingkosninga,“ segir Sand-
ström. Hún telur þó að flokkarnir
komist ekki hjá því að ræða innflytj-
endamálin þótt hætt hafi verið við
aukakosningar.
Eitt kosningamálanna 2018
Leiðtogar flokkanna kynntu
samkomulagið á laugardaginn var og
það á að gilda til ársins 2022. Á þeim
tíma skuldbinda flokkarnir sig til að
greiða ekki atkvæði gegn fjárlaga-
frumvörpum minnihlutastjórnar-
innar, þannig að hún þurfi ekki að
reiða sig á stuðning Svíþjóðar-
demókratanna. Þeir lofa því einnig að
starfa saman í varnar-, lífeyris- og
orkumálum.
„Það er svolítið undarlegt að
innflytjendamálin skuli ekki vera
hluti af samkomulaginu. Það er mjög
brýnt að við ræðum þau mál,“ hefur
fréttaveitan AFP eftir Sandström.
Hælisumsóknum hefur fjölgað
mjög í Svíþjóð á síðustu árum og
fjölgunin er einkum rakin til þess að
stjórn mið- og hægriflokkanna ákvað
á síðasta kjörtímabili að veita öllum
hælisleitendum frá Sýrlandi dvalar-
leyfi í Svíþjóð. Flestir umsækjend-
urnir eru flóttamenn frá Sýrlandi en
hælisleitendum frá Erítreu hefur
einnig fjölgað. Árið 2012 voru hælis-
umsóknirnar um 44.000, árið eftir
55.000 og í ár er gert ráð fyrir að þær
verði 83.000. Talið er að umsókn-
unum fjölgi í rúm 100.000 á næsta ári.
Flestir Svíar eru stoltir af að-
stoð þeirra við flóttafólk frá stríðs-
hrjáðum löndum og Fredrik Rein-
feldt, fyrrverandi forsætisráðherra
og leiðtogi Hægriflokksins, hefur
sagt að landið hafi alla burði til að
taka við svo mörgum flóttamönnum.
Margir hafa hins vegar kvartað yfir
því að Svíar hafi ekki rætt nægilega
hvernig taka eigi á afleiðingum þess-
arar miklu fjölgunar innflytjenda.
Elin Wihlborg, prófessor í
stjórnmálafræði við Linköping-
háskóla, spáir mikilli umræðu um
innflytjendamálin fyrir næstu kosn-
ingar árið 2018, meðal annars vegna
vandamála sveitarfélaga sem hafa
kvartað yfir því að fjölgun innflytj-
enda hafi stuðlað að miklum
húsnæðisskorti.
Komast ekki hjá um-
ræðu um flóttafólkið
AFP
Lofa samstarfi Stefan Löfven forsætisráðherra og Anna Kinberg Batra,
verðandi leiðtogi Hægriflokksins, kynna samkomulagið á blaðamannafundi.
Mikael Gijam, prófessor í stjórn-
málafræði við Gautaborgarhá-
skóla, telur að með samkomu-
laginu við stjórnarflokkana um
að greiða ekki atkvæði gegn
fjárlagafrumvörpum þeirra hafi
mið- og hægriflokkarnir fjórir
veikt stöðu sína í því hlutverki
að veita stjórninni aðhald.
„Virkt lýðræði krefst stjórnar-
andstöðu sem spyrnir við fót-
um,“ hefur Svenska Dagbladet
eftir Gijam. „Hvers vegna ætti
stjórnin að gera sitt besta ef
hún þarf ekki að vera hrædd við
stjórnarandstöðuna? … Í
ákveðnum tilvikum kann svo að
fara að minnihlutinn ráði ferð-
inni gegn vilja meirihlutans.“
Anne Kinberg Batra, verðandi
leiðtogi Hægriflokksins og
forsætisráðherraefni mið- og
hægriflokkanna, hefur verið
gagnrýnd fyrir að auka áhrif
vinstriflokkanna en hún segir
samkomulagið vera nauðsyn-
legt og „sigur fyrir Svíþjóð“.
Stjórnarand-
staða veikist
UMDEILT SAMKOMULAG