Morgunblaðið - 30.12.2014, Page 26

Morgunblaðið - 30.12.2014, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 Föstudaginn 24. janúar sl. birtist í Morgunblaðinu grein sem fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðis- firði, Þorvaldur Jó- hannsson, skrifaði um hvað ótryggt ástand á Fjarðarheiði væri far- ið að valda miklum vandræðum fyrir við- komustað Norrænu. Áður hefur greinarhöfundur lýst áhyggjum sínum af því að Seyðfirð- ingar eigi nú í vök að verjast eftir að fréttir bárust af því að stjórn- ir Smyril Line og Fjarðabyggðarhafna væru að skoða mögu- leika á því að finna annan viðkomustað fyrir ferjuna. Þing- menn Norðaustur- kjördæmis sem segjast alltaf lýsa áhyggjum sínum af stöðu Seyðis- fjarðar í byggðarlegu tilliti hafa aldrei fylgt þessu máli eftir í samgöngunefnd Alþingis í hvert skipti sem von- sviknir heimamenn ítreka að slysa- hættan á Fjarðarheiði sé orðin allt- of mikil til að þeir geti treyst á sjúkraflugið. Á jóladag var ekki al- veg hættulaust fyrir björgunar- sveitina Ísólf að flytja fárveikan mann frá Seyðisfirði yfir heiðina þegar sjúkraflugvél beið á Egils- staðaflugvelli. Möguleikar á því að Seyðisfjörður geti næstu áratugina orðið framsækinn athafnabær minnka með hverjum degi sem líð- ur án þess að áhyggjufullir heima- menn fái að vita hvort Vegagerðin vilji mæla með 12-13 km löngum jarðgöngum undir Fjarðarheiði eft- ir 3 ár eða styttri göngum sem fljótlegra væri að grafa í tvennu lagi inn í botn Mjóafjarðar frá Seyðisfirði og úr Slenjudal á Hér- aði. Með þeim yrði strax stigið fyrsta skrefið til að losna við Fagradal sem er engu betri en Fjarðarheiði. Þótt Seyðfirðingar vilji hið snarasta afskrifa þennan erfiða þröskuld sem stendur í 640 m hæð skiptir líka miklu máli að dánarvottorð verði við fyrsta tæki- færi skrifað á Fagradal. Fyrir Austfirðinga og vonandi fleiri landsmenn yrði það mikill léttir. Tímabært er að allir þingmenn Norðausturkjördæmis svari því af- dráttarlaust hvort þeir vilji standa saman og flytja þingsályktunar- tillögu um að Seyðfirðingar og allir heimamenn búsettir norðan Fagra- dals fái greiðari aðgang að stóra Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað. Á þessu vandamáli skal ríkis- stjórnin taka hið snarasta og hefja undirbúning að gerð styttri veg- ganga til að leysa af hólmi Fjarð- arheiði og Fagradal sem verður líka um ókomin ár ávísun á enn frekari vandræði. Í nærri 400 metra hæð milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar kemur mikið fárviðri í veg fyrir að sjúkraflutningamenn geti keyrt barnshafandi konum á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað þegar veðurspánum er ekki treystandi. Norðan gömlu Odds- skarðsganganna í 620 m hæð hafa bílstjórar sjúkrabifreiða á leið til Neskaupstaðar enga tryggingu fyr- ir því að þeir sleppi óhappalaust niður brekkurnar í fljúgandi hálku með fárveikan mann. Óhjákvæmi- legt er að menn geri ráð fyrir tvennum göngum inn í Mjóafjörð sem tryggja Seyðfirðingum, íbúum Fjarðabyggðar, suðurfjarðanna og Fjórðungssjúkrahúsinu greiðari að- gang að Egilsstaðaflugvelli og sjúkrafluginu, fari svo að ákvörðun um útboð Fjarðarheiðarganga liggi fyrir eftir 3-4 ár. Þá er viðbúið að þetta verði lengstu jarðgöngin á Ís- landi. Talið er að vinna við 12-13 km löng veggöng undir heiðina milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða geti tekið meira en 5 ár verði veg- urinn á þessari leið lækkaður um 400-500 metra. Of mikil veðurhæð og meira en 8 metra snjódýpt í 640 metra hæð á Fjarðarheiði mun halda áfram að hrella vonsvikna Seyðfirðinga þvert á allar veður- spár. Stuðningsmenn hálendisveg- arins og Axarvegar sem vilja með falsrökum sýna fram á hlýnandi veðurfar um allt land næstu 50 árin reyna árangurslaust að afskræma þá staðreynd að hindrunarlausir heilsársvegir eiga ekki heima í þessari hæð yfir sjávarmáli. Svona rangfærslur sem stuðningsmenn fjallveganna grípa til eru settar fram gegn betri vitund í þeim til- gangi að magna upp pólitískan hrepparíg í öllum landshlutum. Fyrir samgöngumál fjórðungsins er það skaðlegt að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs skuli tefla hug- myndinni um Sprengisandsveg milli Egilsstaða og Reykjavíkur gegn jarðgöngum á Mið-Austur- landi, suðurfjörðunum og í fleiri landshlutum. Ákveðum strax nýja brú yfir Lagarfljót. Skrifum dánarvottorð á Fagradal Eftir Guðmund Karl Jónsson »Möguleikar á því að Seyðisfjörður geti næstu áratugina orðið framsækinn athafnabær minnka með hverjum degi sem líður. Guðmundur K. Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Matvörur eru fluttar inn til að innflytjendur fái pen- inga – þeir fá gjaldeyri fyr- ir vörum sem nóg er af í landinu eins og svínaham- borgarhryggjum. Að falsa vörumerki þykir ekkert mál. Ég kaupi yfirleitt frá Norðlenska – hélt af gam- alli reynslu að þar væru matvæli 1. flokks. Eftir elskuleg boð frá börnum og góða veislu á aðfangadag ákvað ég að vera heima á jóladag og keypti bita af hamborgarhrygg frá Norðlenska. Þegar ég tók hann úr pakkningunni virtist hann soðinn – svo ég setti upp gleraugun sem ég nota yfirleitt ekki. Þar stóð undir stóru merki Norðlenska – með mjög smáu letri – upprunaland Spánn. Ég borðaði yfirreyktan saltpækil sem hélt fyrir mér vöku heila nótt vegna þess að það þarf að drekka eftir að hafa borðað salt. Ekki segja – borðar þú ekkert í útlönd- um – ertu sveitamaður? Hva, hva, hva. Nei, ég einfaldlega treysti ekki löndum mínum, því miður, til að flytja inn fyrsta flokks matvöru – eða betri en við höfum hér – og fyr- irgefið – trúi þeim til að fá það sem aðrir telja ekki söluhæft og selja á hæsta verði hér! Erla Magna Alexandersdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hvers vegna eru Íslendingar á móti innlendri framleiðslu- einir þjóða? Svínakjöt Hvaðan ætli þetta kjöt komi? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Viðarhöfða 2 – 110 Reykjavík – Sími 577 6500 – www.takk.is – takk@takk.is Plast geymlukassar margar gerðir og stærðir Heildsöludreifing

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.