Morgunblaðið - 30.12.2014, Page 30

Morgunblaðið - 30.12.2014, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2014 ✝ Trausti Þórð-arson fæddist í Hafnarfirði 4. nóv- ember 1930. Hann lést 16. desember 2014. Foreldrar hans voru Arnþrúður Grímsdóttir, hús- móðir, f. 30. maí 1905, d. 14. apríl 1985 og Þórður Þórðarson, fyrrver- andi verkstjóri, f. 17. maí 1901, d. 31. desember 1993. Systkini september 1962, maki hans er Kristín Þorvaldsdóttir, f. 23. nóvember 1958, börn þeirra eru Íris Ósk Tryggvadóttir, f. 21. febrúar 1992, og Helena Rós Tryggvadóttir, f. 31. júlí 1996, og 2) Ásta M. Traustadóttir, f. 31. október 1970, maki hennar er Óskar Sveinsson, f. 16. desem- ber 1967. Trausti starfaði hjá Hafnar- fjarðarbæ, fyrst á vinnuvélum, síðar í Slökkviliði Hafnarfjarðar til 1999. Trausti bjó alla sína ævi í Hafnarfirði. Útför Trausta fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 30. desember 2014, og hefst athöfn- in kl. 13. hans voru Sigurður Þórðarson, f. 14. september 1929, d. 21. mars 1994, og Hulda Þórðardóttir, f. 18. febrúar 1933. Eftirlifandi eigin- kona Trausta er Barbro Þórðarson, lyfjafræðingur, f. 14. júlí 1928. Þau giftu sig 29. mars 1961 og eiga þau saman 2 börn. Þau eru 1) Tryggvi V. Traustason, f. 26. Í dag kveð ég elskulegan tengdaföður sem var tekinn frá okkur alltof fljótt. Ég kynntist honum fyrir rétt rúmum 30 árum síðan og ljúfari manni hef ég ekki áður kynnst. Margar skemmtileg- ar minningar skjótast upp í kollinn þegar maður lætur hugann reika. Tengdapabbi var ávallt tilbúinn að aðstoða okkur. Þegar við vorum að byggja okkar fyrstu íbúð var hann ávallt reiðubúinn að koma og að- stoða okkur, hvort sem það þurfti að naglhreinsa eða skafa af timbr- inu. Einnig þegar við byggðum sumarhúsið okkar, alltaf til í að koma austur og aðstoða. Trausti hafði mjög gaman af því að veiða og fórum við með honum í nokkrar ferðir bæði við Þingvallavatn og Hlíðarvatn. Þegar afa stelpurnar svo komu í heiminn, þá var hann ávallt tilbú- inn að passa fyrir okkur og hafði gaman af því, og vílaði því ekki fyr- ir sér þó svo hann hafi verið að koma af næturvakt, hann gat ekki sagt nei. Það er svo margt sem minnir mann á þennan trausta mann, hann bar nafn með réttu. Það verð- ur tómlegt þegar hann kemur ekki upp á verkstæði hjá okkur og hellir uppá kaffikönnuna fyrir strákana, þetta er hann búinn að gera í mörg ár og hans verður sárt saknað þar. Kveð ég Trausta með þessum sálmi: Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Hvíl í friði, kæri tengdapabbi, Kristín Þorvaldsdóttir. Elsku besti afi, ég sakna þín svo mikið. Ég trúi varla að þú sért far- inn frá mér. Ég er dofin, það er erf- itt að setja tilfinningarnar í orð. Þú varst svo fallegur og góður maður, gerðir allt fyrir alla og varst með hjarta úr gulli. Hvers vegna þú varst tekinn svona skyndilega frá okkur er mér dulin ráðgáta því þinn tími var alls ekki kominn. Þegar ég frétti að þú værir farinn frá okkur kom tómarúm í hjarta mitt og mun enginn ná að koma í þinn stað. Þú varst minn besti vin- ur, alveg frá því ég fæddist. Við náðum strax saman. Ég vildi að við hefðum fengið að- eins lengri tíma saman. Þú fórst svo skyndilega frá okkur, en hver mínúta sem við fengum saman sit- ur mér efst í huga og gleymi ég aldrei öllum góðu minningunum. Sú ást og umhyggja sem þú veittir okkur er meira en ég get óskað mér, þú varst yndislegur í alla staði. Manstu þegar þú kenndir mér að tefla? Manstu öll þau skipti sem við púsluðum saman? Manstu eftir bókinni sem þú last fyrir mig á kvöldin þegar ég gat ekki sofnað? Því ég man allt. Ég man hvað það var gaman að tefla við þig. Ég man eftir því þegar við púsluðum saman, ef púslin pöss- uðu ekki saman þá var það sko ekki vandamálið, þú lamdir bara ofan á og þá smellpassaði allt. Ég man eftir bókinni eins og þú hafir lesið hana í gær, þú reyndir að sleppa blaðsíðum því þú hélst ég væri sofnuð, en ég kunni hana upp á hár, ég lét það þó um eyrun þjóta í nokkur skipti því ég vissi að þú varst orðinn þreyttur. Þegar við komum til ykkar á Arnarhraunið var ekki langt í brosið, þitt fallega bros. Ef ég hugsa út í það núna varstu alltaf svo glaður yfir að hitta okkur. Í öllum prakkarastrikum sem ég framkvæmdi varst þú minn helsti hjálparkokkur og passaðir upp á að ekki kæmist upp um okkur. Þú passaðir upp á alla þá sem þér þótti vænt um og ég veit að þó þú sért farinn frá okkur, þá ertu hér enn. Þú vakir yfir okkur, ég veit þú passar enn upp á okkur. Þú varst stoltur af okkur öllum og við vorum stolt af þér. Þú varst algjör heiðursmaður. Það er erfitt að hugsa til baka. Ég veit að þú vilt ekki að ég sé reið, en ég er það. Ég er reið yfir því að fá ekki lengri tíma með þér því þú varst mér svo mikilvægur. En ég er ekki reið út í þig. Ég brosi þegar ég hugsa út í allar góðu stund- irnar okkar. Þú gerðir allt betra, afi. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Það er erfitt að skilja þetta, afi, ég er enn svo ung. Ég lofa að vera sterk, því það er það sem þú myndir vilja. Það er komið að kveðjustund, ég veit að leiðir okk- ar liggja aftur saman þegar minn tími er kominn, á þeim góða stað sem þú ert á núna. Sofðu vinur, vært og rótt, verndi þig Drottinn góður. Dreymi þig vel á dimmri nótt dýrð þíns Jesú bróður. (Þorkell G. Sigurbjörnsson) Ég er þér svo þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér. Þú varst heimsins besti afi. Þín er sárt saknað. Hvíldu í friði, elsku afi. Ég er og verð alltaf litla afa- stelpan þín, Helena Rós Tryggvadóttir. Elsku afi, þú varst mér allt. Besti afi sem hægt var að hugsa sér, gerðir allt fyrir alla og barst nafn með rentu. Þú og ég höfum verið tengd sérstöku sambandi frá því ég man eftir mér. Alltaf hef ég verið stolt af því að kalla þig afa minn og minn besta vin. Þakklát er ég fyrir hvern dag sem ég fékk að eyða með þér og áhugann sem þú sýndir öllu því sem ég tók mér fyr- ir hendur. Maður með hjarta úr gulli, svo fallegur að innan jafnt sem utan. Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að vera án þín. Þú varst vernd- arkletturinn minn, manneskjan sem ég hlakkaði til að koma í heim- sókn til og deila öllu með. Næstu skref virðast ómöguleg því það vantar hinn helminginn af mér. Ég var ekki tilbúin að sleppa þér strax, allt í einu varst þú bara far- inn og allur heimurinn minn breyttist. Það er erfitt að hugsa til þess að ég geti aldrei aftur komið til þín í kaffi og spjallað við þig sem mér þótti svo vænt um. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf sótt í þinn félagsskap, því þú varst hreint út sagt besti félagsskapur sem ég gat hugsað mér. Ég stalst oft til þess að hringja í þig og biðja þig um að sækja mig, því mig lang- aði að gista hjá þér. Svo sagði ég bara, ég er farin til afa þegar þú komst að sækja mig. Þetta gerði ég nokkrum sinnum í viku. Þú last alltaf fyrir mig á kvöldin, sömu sögurnar aftur og aftur. En það gerði ekkert til fyrir þig, þú vildir alltaf gera allt sem ég vildi gera. Alltaf var stutt í gleðina og brand- arana og aldrei léstu þig vanta. Þegar ég var lítil í mér komst þú alltaf hlaupandi til að hugga stelp- una þína, sama hvaða tíma dags það bar að. Núna þarf ég að vera sterk fyrir þig en mig langar ekk- ert meira en að hlaupa í faðminn þinn, þar leið mér best. Þú yndislegi og góðhjartaði maður, þú varst mér svo kær. Hvert sem ég fer virðist allt minna á þig sem færir mér bæði gleði og sorg. Sorg yfir því að ég fái aldrei aftur að heyra fallegu röddina þína og segja þér frá deginum mínum. Gleði, því það er það sem þú færðir mér á hverjum degi, elsku afi. Ef mér leið illa þá fór ég í heim- sókn til þín og þú kættir mig með nærveru þinni. Ég vildi að ég gæti verið meira eins og þú, með svo fallegt hjarta. Passandi upp á alla í kringum þig og að þeim líði vel. Ég er ekki búin að átta mig á því að þú sért farinn frá mér, enda er það óhugsandi. Þú sem varst einn af mikilvæg- ustu þáttunum í mínu lífi. Ég vil ekki vera án þín, þú varst það sem hélt mér uppi, það sem veitti mér gleði. Ást mín til þín er endalaus og hlýnar mér við að hugsa til fallega brossins þíns og hversu góður maður þú varst. Þú heillaðir alla með nærveru þinni og er erfitt að horfa á eftir þér og sitja eftir að- gerðarlaus með brotið hjarta. Ég vona að þér líði vel, elsku afi minn, þú átt það svo sannarlega skilið. Þín verður sárt saknað. Allar góðu og yndislegu minningarnar geymi ég fast í hjarta stað og hlakka til að hitta þig á betri stað. Ég mun elska þig að eilífu. Ég mun aldrei gleyma þér, né þeirri fallegu vin- áttu sem við áttum saman. Ég verð alltaf litla afastelpan þín. Íris Ósk Tryggvadóttir. Trausti Þórðarson ✝ Bjarni Jónssonfæddist 23.10. 1927 á Kleppjárns- reykjum í Borgar- firði og lést á Hrafnistu í Reykja- vík 13.12. 2014. Foreldrar Bjarna voru hjónin Jón Bjarnason, f. 7.10. 1892 í Stein- nesi í Húnavatns- sýslu, d. 2.1. 1929, héraðslæknir í Borgarfirði, og k.h. Anna Þor- grímsdóttir, f. 5.12. 1894 í Borg- um í Hornafirði, d. 13.2. 1994, húsfreyja. Jón var sonur Bjarna Pálssonar, prófasts í Steinnesi, og k.h. Ingibjargar Guðmunds- dóttur, frá Fagranesi, Reykja- strönd, húsfreyju. Anna var dóttir Þorgríms Þórðarsonar, héraðslæknis og alþingismanns, og k.h. Jóhönnu Andreu Knud- sen, húsfreyju. Alsystkini Bjarna voru: Ingi- björg Birna, f. 1918, d. 2003, gift Pétri Péturssyni, f. 1918, d. 2007; Stefán, f. 1920, d. 1971, kvæntur Önnu Þorbjörgu Krist- jánsdóttur, f. 1923, d. 2000; Jó- hanna, f. 1922, d. 2009, gift Lár- usi Óskarssyni, f. 1919, d. 1972; Guðrún, f. 1923, d. 1997, gift Jónasi Árnasyni, f. 1923, d. 1998; Þorgrímur, f. 1926, d. 2001. Sonur Bolla er Gunnlaug- ur, f. 24.6. 1982, tölvunarfræð- ingur, kvæntur Unni Þorgeirs- dóttur tónlistarkennara og eru synir þeirra Þorgeir, f. 26.4. 2007, Bjarni, f. 2.6. 2009, og Eyj- ólfur, f. 8.5. 2014. Bjarni ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1948, stundaði síðan frönsku- nám við L’Université de Gren- oble í Frakklandi 1949-1950 og spönskunám við háskólana La Universidad Complutense de Madrid og La Universidad Auto- noma de Madrid 1950-1952. Bjarni stundaði einnig nám í ísl. fræðum við HÍ um tíma. Hann lauk þaðan Cand. Phil-prófi og BA-prófi í frönsku og ensku 1957. Fyrstu starfsár sín kenndi Bjarni við framhaldsdeildir Vogaskóla, en 1966 hóf hann kennslu við Verslunarskóla Ís- lands, þar sem hann kenndi til starfsloka. Bjarni og Hólm- fríður bjuggu allan sinn hjúskap í Reykjavík. Bjarni var mikill réttlætis- og jafnræðissinni og tók jafnan málstað þeirra sem hann taldi eiga undir högg að sækja. Áhugamál hans voru fjöl- breytt og má þar nefna klass- íska tónlist, myndlist, bók- menntir, og íþróttir. Hann var mikill dýravinur, stundaði úti- vist og var mikill náttúru- verndarsinni. Útför Bjarna fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 30.12. 2014, kl. 13. 2009, kvæntur Huldu Jósefsdótt- ur, f. 1930; Jóna Anna, f. 1929, d. 1930. Bjarni var kvæntur Hólmfríði Árnadóttur, f. 7.12. 1930, prófessor við Kennaraháskóla Ís- lands og myndlist- armanni, dóttur hjónanna Árna Jón- assonar, f. 9.10. 1897, d. 30.10. 1983, húsasmíðam. í Reykjavík, og k.h., Þorbjargar Agnars- dóttur, f. 1.12. 1905, d. 29.11. 1998, húsfreyju. Synir Bjarna og Hólmfríðar eru 1) Brjánn Árni, f. 8.7. 1954, læknir í Reykjavík, kvæntur Steinunni Gunnlaugs- dóttur, f. 8.10. 1959, geðhjúkr- unarfræðingi, og eru dætur þeirra Unnur Hólmfríður, f. 27.11. 1990, lögfræðingur og mastersnemi við HÍ, í sambúð með Hafsteini Viðari Hafsteins- syni héraðsdómslögmanni og eiga þau son, fæddan 17.12. 2014, og Elva Bergþóra, f. 26.4. 1992, sálfræðinemi við HÍ. 2) Bolli Bjarnason, f. 10.11. 1957, læknir í Reykjavík, kvæntur Ell- en Flosadóttur, f. 17.11. 1967, tannlækni, og eru synir þeirra Fannar, f. 10.1. 1996, verslunar- skólanemi, og Fjalar, f. 28.11. Mig langar að minnast tengda- föður míns, Bjarna Jónssonar, með nokkrum orðum. Hann var yngstur í stórum systkinahópi og missti föður sinn aðeins ársgamall. Hann og Þor- grímur, bróðir hans, sem var næstur honum í aldri fylgdust mikið að á uppvaxtarárunum. Þeir voru saman í sveit á sumrin og út- skrifuðust báðir stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri. Bjarni var mikill tungumála- maður og menntaði sig ungur á því sviði bæði á Spáni og í Frakk- landi. Hann kenndi tungumál í fleiri áratugi, lengst þó ensku við Verzlunarskóla Íslands. Bjarni hreifst mjög af Spáni þegar hann var í námi þar sem ungur maður á mjög erfiðum tímum í landinu. Klassísk tónlist og þá sérlega spænsk tónlist var í miklu uppá- haldi hjá honum. Hann fylgdist fram á síðustu ár mikið með spænskum fréttastöðvum og þá ekki síst spænska boltanum en hann var mikill íþróttaáhugamað- ur. Ég minnist þess þegar við Bolli bjuggum saman í Danmörku 1992 að tengdaforeldrar mínir komu í heimsókn til okkar. Þá keyrðum Bjarni Jónsson ✝ Guðrún Magn-úsdóttir fædd- ist í Litla-Dal í Saurbæjarhreppi, nú Eyjafjarðar- sveit, 16. maí 1924. Hún lést á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 18. desember 2014. Foreldrar henn- ar voru Magnús Jón Árnason járnsmiður, f. 18. júní 1891, d. 24. mars 1959, og Snæbjörg Sigríður Aðal- mundardóttir húsmóðir, f. 26. apríl 1896, d. 27. mars 1989. Al- systkini Guðrúnar eru Hrefna, f. 3. mars 1920, d. 25. mars 2008, Þorgerður, f. 4. mars 1922, d. 29. nóv. 2011, Guðný, f. 12. febr- úar 1923, d. 6. sept. 2013 og Að- almundur, f. 23. ágúst 1925, d. 1. júlí 2009. Systkini Guðrúnar samfeðra eru Hildigunnur, f. 28. mars 1915, d. 21. nóvember 1994, Ragnheiður, f. 18. desem- ber 1916, d. 4. apríl 1941, Árni, f. 24. mars 1918, d. 7. mars 1983, Aðalsteinn, f. 6. febrúar 1920, d. 1. maí 1990, og Freygerður, f. 9. nóvember 1933, d. 8. mars 2007. Hinn 24.4. 1952 giftist Guðrún Braga Jónssyni, f. 24.5. 1926, d. María; Vilhjálmur Stefán, f. 27.9. 1992 og Heiðrún Björk, f. 17.5. 1995. Fyrir átti Guðrún Bjartmar Hrafn Sigurðsson, f. 26.9. 1947, d. 3.5. 2000. Börn Bjartmars og Sólveigar Páls- dóttur eru Ívar Páll, f. 12.6. 1968, dóttir hans er Þorgerður Sól; Ágúst Freyr, f. 15.11. 1969, kvæntur Hrund Jafetsdóttur, dóttir þeirra er Alexandra Hrönn. Fyrir átti Ágúst Arnar Snæ, Bjarka Þór og Daníel Frey; Guðrún Rut, f. 5.1. 1975, dóttir hennar er Karen Ósk; Sig- urður Gýmir, f. 15.11. 1976, kvæntur Kolbrúnu Ósk Guðjóns- dóttur, synir Kolbrúnar eru Þröstur, Bergur og Guðjón. Guðrún hóf að vinna fyrir sér snemma, fyrir fermingu, sem vinnukona og hótelþerna á Ak- ureyri og í nærsveitum. Guðrún og Bragi hófu sinn búskap að Brekku í Aðaldal en fluttu suður til Reykjavíkur ásamt ungum sonum sínum árið 1957. Guðrún vann alla tíð utan heimilis þrátt fyrir að heimilið væri stórt og gestkvæmt. Lengst af vann hún hjá Kjöti og grænmeti á Snorra- braut sem síðar varð Kjöt- vinnsla SÍS að Kirkjusandi. Frá stofnun Dagblaðsins starfaði Guðrún við ræstingar og í mötu- neyti blaðsins, allt þar til hún dró sig í hlé frá vinnumarkaði á áttræðisaldri. Útför Guðrúnar verður gerð frá Grensáskirkju í dag, 30. des- ember 2014, og hefst athöfnin klukkan 15. 30.6. 2006. Bragi var sonur hjónanna Margrétar Sigur- tryggvadóttur, f. 5.3. 1890, d. 1.9. 1968 og Jóns Berg- vinssonar, f. 23.1. 1886, d. 19.5. 1958. Synir Braga og Guðrúnar eru: 1) Ragnar, löggiltur rafverktaki, f. 3.2. 1953, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur, f. 26.11. 1957. Börn þeirra eru Bragi, f. 17.6. 1978, sambýliskona Val- gerður Birgisdóttir, og Berg- lind, f. 30.9. 1987. 2) Magnús Jón, bifreiðastjóri, f. 7.3. 1954, sambýliskona Hildur Mary Thorarensen, f. 5.12. 1972. Börn þeirra eru Magnús Már, f. 30.5. 2003 og Brynhildur Birta, f. 30.5. 2003. Magnús var áður kvæntur Brynju Bjarnadóttur og á með henni Huldu Maríu, f. 8.3. 1980, sonur hennar er Ás- björn Logi. 3) Ómar Geir, bif- reiðastjóri, f. 19.7. 1959, sam- býliskona Jónína Vilborg Sigmundsdóttir, f. 7.10. 1968. Börn Jónínu eru Hjörleifur Níels, f. 29.7. 1988, sambýlis- kona Marta Kristín Magnús- dóttir, dóttir þeirra er Katla Að setjast niður og skrifa minningarorð um þig er líklega það erfiðasta sem ég hef gert. Það er bara svo erfitt að ímynda sér lífið án þín, elsku amma mín. Ég hef alltaf litið á þig sem eina af mínum bestu vinkonum og þrátt fyrir að þú hafir verið búin að ná háum aldri var ég bara alls ekki tilbúin að missa þig þegar þú kvaddir okkur fyrir jól. Hjá þér átti ég mitt annað heimili og ég hef aldrei þurft tilefni til að kíkja í heimsókn, það er bara alltaf í leið- inni og þú alltaf til staðar. Ég veit líka að þetta á ekki bara við um mig heldur okkur öll, ég held það sé leitun að manneskju á þínum aldri sem spilar jafn stórt hlut- verk í lífi fjölskyldunnar sinnar eins og þú gerðir alveg fram til síðasta dags. Enda varstu aldrei ánægðari heldur en þegar við vor- um öll saman hjá þér í Akurgerð- inu. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guðrún Magnúsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.