Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 9
eiginlega báðum að þakka: skáldið talar ekki yfir höfuð okkar og framhjá sinni elskulegu þjóð, heldur þannig, að ömmum- ar líta upp frá pijónaskapnum og segja: „Þetta er skrýtið en það er vit í því samt“. Samræmið er líka til vegna þess, að amman og við strákamir höfum, eða höfðum til skamms tíma, til að bera þá forvitni sem skáld þarf á að halda til að því geti liðið þokkalega. Hitt væri svo rangt að láta sér skjótast yfir það, að harmónían í samspili skálds og þjóðar fékkst ekki með því að allir kysstu alla fyrir allt í einhverju geðleysi og skoð- analeysi. Hún verður aldrei sjálfsagður hlutur. Samræmið hefur átt í margra lotu glímu við misræmið. í þeirri heimsókn í Gljúfrastein fyrir 35 ámm sem ég minntist á áðan var viðstöddum sem betur fer furðu létt um málbeinið. Þórður Sigtryggson hélt fjörlega ræðu um dauðasyndimar þrjár: að taka koppinn frá gamalli konu, brennivín frá gömlum manni og hugsjón frá ungu skáldi. Og húsráðandi sagði: „Það er allur munur að fá svona gesti. Eg er orðinn svo leiður á því að menn koma í heimsókn, sumir langt að, og svo sitja þeir og stein- halda kjafti og bíða eftir því að gullkomin fari að hrynja.“ Hér er komið inn á eitt sem tmflar harm- óníuna: vildum við, gestirnir í veislu skáldsins, sem haldin er á hverri blaðsíðu verka hans, vildum við barasta taka við þegjandi og hljóðalaust, safna gullkomum í sarpinn? Margir vildu láta sér það nægja, enginn vafi á því. En svo vom hinir sem vom alls ekki sáttir við skáldskap Halldórs og ritgjörðir, og þeir vom miklu fleiri og miklu reiðari en menn nú halda, enda ekki nema von. í einu samtali okkar sagði Hall- dór: „Kyndugir menn íslendingar. Stundum spakir að viti, en stundum alveg blankir, rétt eins og þeir hefðu aldrei verið í heiminum.“ Og skáldinu datt ekki í hug að leyfa lönd- um sínum að „vera alveg blankir“. Og til að tosa þeim inn í heiminn þurfti hann að hrista upp í þeim, ögra þeim, láta þá ekki í friði með þær hugmyndir sem þeir höfðu gert sér um sjálfa sig og líf sitt. Slíkar ögranir eru ekki þakklátt starf. íslendingar bmgðust, sagði Halldór í sama spjalli, hart við nýjum útskýringum á hlutum sem þeim hafði verið kennt í marga ættliði að skilja á allt öðmm gmndvelli. Það er ekki nema náttúrlegt. Og, sagði hann ennfremur: „Ljósið kom inn í húsið á endanum. Bakkabræður báru ljósið inn í trogum — það er líka hægt, en er það ekki full óbein aðferð?" Hér er vikið að þeirri hörku, sem höfund- urinn þarf að beita sitt fólk, sína lesendur, ef hann vill hrifsa þá út úr myrkri kyrrstæð- unnar. Og um leið er vikið að sigurvon skáldsins: ljósið kom inn í húsið á endan- um. Það fannst okkur mörgum líka. Við vomm ekki aldeilis að reiðast Halldóri fyrir meðferð hans á kotbóndanum, þorpskóng- inum eða Passíusálmunum. Öðru nær, við vomm fús til að setjast við hlið skáldsins og gera hans mat að okkar skoðun. Þetta gerist alltaf þegar bókmenntimar em í essinu sínu. Kona Tolstojs tók það að sér að hrein- skrifa handritið að skáldsögunni „Stríð og friður“ Og hún skrifaði manni sínum og lýsti hrifningu sinni af því sem hún las með þessum orðum: „Stundum fínnst mér, að það sé ekki skáldsagan þín sem er svona góð, heldur ég sem er svona klók“. Þetta heitir víst á máli postmódemismans að höfundurinn deyi en lesandinn lifi — og leggi undir sig skáldskapinn. En hvað um TMM 1992:3 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.