Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 14
Vafalaust eru vandfundnar aumkunar- verðari og umkomulausari mæðgur en Sig- urlína og Salka þegar þær koma á land á Óseyri peningalausar með eigur sínar í strigapoka og engan samastað í tilverunni. Þær eiga bara hvor aðra og á milli þeirra ríkir í upphafí fullkomin samheldni og sam- eining, að mati Sölku. Mamma og Salka litla hennar mömmu voru auðvitað eitt og áttu alltaf að vernda hvor aðra frá öllu íllu einsog þegar hægri höndin verndar hina vinstri, þær eiga báðar sömu sök. (60) Þessi samkennd móður og dóttur á eftir að rofna. Með sálfræði og sálgreiningu höfum við lært að slík samkennd móður og bams, þessi eining sem við upplifum í æsku við líkama móðurinnar, er fölsk samkennd sem rofnar þegar við komumst á legg. Að kljúfa sjálf sitt frá móðurinni er nauðsynlegt stig í þroskaferli hvers einstaklings. En þær mæðgur Salka og Sigurlína eiga eftir að hafna hvor annarri á harkalegri hátt en eðli- legt getur talist og meginástæðumar em tvær. I fyrsta lagi kemst ormurinn Steinþór í paradís einingarinnarog íöðm lagi á Salka eftir að horfa upp á margfalda niðurlægingu móður sinnar. Sigurlínu er ætíð lýst sem þolanda sem tekur því sem að höndum ber án þess að mögla eða bera hönd fyrir höfuð sér. Þetta kemur skýrt fram í upphafi sögunnar. Sig- urlína lendir á Óseyri án þess að hafa ætlað sér það, hún er „handlaunguð" niður í bát- inn úr skipinu og „sett“ þar niður á þóftu. Hjálparleysi hennar er svo enn ítrekað með vanhæfni hennar til að tjá sig. „Hún talaði veikum rómi sem hvað eftir annað hljóp í baklás af kvíða og óstyrk, saup hveljur og drap í skörðin“ (94—95). Málleysi Sigur- línu kemur gleggst í ljós gagnvart valdi karlmannanna sem oftar en ekki felst ein- mitt í tökum þeirra á tungumálinu; hæfi- leika þeirra til að tala hana í kaf jafnvel þótt innistæðan sé lítil. Þetta má m.a. sjá í fyrsta sinn sem þær mæðgur hitta Steinþór. Stein- þór talar „skýlaust og ákveðið um vald sitt“ (14), hann reigir sig og tilkynnir þeim að hann eigi „þessi fjöll og þennan dal og þennan sjó og þetta þorp og þetta fólk og þetta hús (...)“ (15) og enn heldur hann áfram: „Ég á hafið, ég á flæðarmálið og plássið og himininn“ (15). Eitt á hann ör- ugglega og það er sjálfstraustið sem Sigur- línu skortir svo sárlega: „Ég er sá sem ég er“ (15). Lesandi sér vitanlega í orðum Steinþórs raus drukkins manns, en engu að síður reynist hann sá eini í þorpinu sem getur veitt þeim húsaskjól og þannig verða þær upp á hann komnar. Steinþór notar tungumálið til að tjá vald sitt og hann hefur vald á tungumálinu. Mál- rómur hans er sagður „sterkur og dimmur“ en einnig búa yfír „blæbrigðum sem stund- um nálguðust ljóðrænu“ (13). Ennfremur er Steinþór gæddur eðlisþætti (...) lotningu hinnar landbundnu þjóðar yfir tungu sinni (...). Hann hafði orð á sér fyrir að vera manna hnyttnastur í orðalagi, álitinn sæmilega hagmæltur og í tali hans brá næstum altaf fyrir hinu háttbundna vængjataki skáldsins. (92) Sigurlína er mállaus í táknrænum skilningi og allt að því mállaus í bókstaflegum skiln- ingi. Hennar orðræða nær hvergi eyrum manna nema á samkomum Hjálpræðishers- ins en þar fá allir að tala, enda er þar um að ræða orðræðu sem gengur út á að játa valda- leysi sitt, játa á sig syndir og lofa Drottin. 12 TMM 1992:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.