Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 30
fólginn að þegja yfir nógu mörgu“, einsog segir á einum stað (Úngur eg var, bls. 93). Hvemig tekst honum að standa við þetta sjálfum í smámyndum sínum í mósaíki minningasagnanna? Nokkuð vel. Einsog jafnan forðast hann í texta sínum allt sem er auðkeypt, auðsagt, sjálfsagt, leiðinlegt. Enn má fínna stíleinkennið frá róttækum æskudögum, að hæða það sem er hátíðlegt og almennt kallað merkilegt, um leið og hversdagslegar persónur eru upphafnar til að gera þær epískar, frásagnarverðar. En jafnan þegar upphafning nálgast há- punkt sinn er snúið við, áður en það er um seinan. Sem eitt dæmi af mörgum er hér lýsingin á upplestri vinar hans Jóhanns Jónssonar skálds í Bámbúð: Og ekki bætti úr skák þegar hann loks lét úlleiðast að birtast aftur með hnyklaðar brúnir og munnvikin niðurdregin, vó sig áfram á staurfætinum mót áheyrendum á nýaleik og settist næstum örmagnaður á lausatröppu sem skemtikraftamir úr núm- erinu á undan höfðu gleymt að taka burt, lofaði klappinu enn að dynja um stund uns hann strauk hárið frá enninu þjáður, og tók til að rifja upp Betlikellínguna eftir Gest Pálsson ofaná alt saman; þetta kom fyrst með dálitlum erfíðismunum líkt og hann myndi textann ekki alminlega, en þó rataði hann von bráðar á öll þau orð með réttu álagi á réttum stað og í réttu andartaki sem kvæðið krefst í mynd sinni af algerri mann- legri eymd. Þögnin í salnum var fullkomin einsog hún getur aðeins orðið í leikhúsum heimsins. Og þegar síðasta orði var lokið, orði lausnarinnar, kanski orði dauðans, hófst lófatak með andvörpum og ópum og fagnaðarkveinum sem ég hef ekki heyrt djúpsettari í öðrum leikhúsum. Ekki veit ég hvort nú yrðu áheyrendur fundnir sem kynnu að góla einsog varð- hundar útaf Betlikellíngunni (Grikklands- árið, bls. 62). Fínlegast er farið í stærstu hlutina, ástina og dauðann. Það er ein ástarsaga í öllum þess- um bókum, þar sem Halldór er að fylgja stúlku heim í rigníngu, og sú saga er aðeins fjórar málsgreinar: „Við gátum ekkert sagt og ekki heldur hætt að haldast í hendur í rigníngunni. Ég er viss um að við höfum haft meiren lítinn hjartslátt als, bæði til samans. Það rigndi á heita fíngur okkar samtvinnaða. En bráðum var þetta búið.“ {Sjömeistarasagan, bls. 82). Sama lögmál er að verki í lýsingunni á foreldrunum. Frásögnin af kveðjustund þeirra feðga er einn hátindur bókanna, og eftir dauða föðurins stendur þessi setning: „Á einum púnkti þegir bæði saga og skáld- saga.“ (Sjömeistarasagan, bls. 225). í upp- hafi bókarinnar I túninu heima er lesanda sagt frá móðurinni og að bókin sé um þau ár sem hann bjó við hné hennar. En Halldór forðast alla bókina að lýsa henni beinum orðum. Kannski er það of sárt, kannski þekkti hann aldrei þessa konu einsog segir á einum stað, en kannski er það líka listin mesta, því í lok bókarinnar er hún samt orðin lesandanum ljóslifandi. Það er kúnst þagnarinnar, frásagnarmáttur aukaatrið- anna. í slíkum köflum verður ljóst að listin að skálda er listin að leika á yfirtónana, fá hljóm í aukamerkingu allra orða. Af hverju hefur Halldór skrifað þessar bækur, hver er kveikja þeirra? Honum ligg- ur ekki nærri eins mikið á hjarta að séð verður og í stóru gömlu skáldsögunum. Því reiði yfir samfélagslegri meinsemd gat vel orðið Halldóri tilefni sögu, þótt hann var- aðist að ofhlaða hana einhlítum boðskap. Sú gamla reiði gægist ekki fram nema þar sem hann talar um nánasta samtíma sinn á 28 TMM 1992:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.