Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 36
stinga upp kolli hjá þeim nútímalegu skáld- sagnahöfundum sem kenndir eru við raun- sæi. Einkum er það skýrt í sögum Einars Hjörleifssonar Kvaran. Halldór Laxness hefur raunar sjálfur sagt að sögur Einars hafi átt drjúgan þátt í að deyfa aðdáun hans á fornöldinni. En hvað sem líður mannúð- arstefnu Einars héldu fornbókmenntir þó velli, og fjölmargt dót af ætt hetjudýrkunar í hugsun og frásögn allt fram á þennan dag. Þjóðemishyggja hefur verið rík í okkur íslendingum í nærri tvær aldir og ýmsir vísar hennar miklu lengur. Vafasamt mun þó að hún hafi nokkm sinni verið jafnal- menn og öfgafull og á allra fyrstu áratugum þessarar aldar, þegar Halldór Guðjónsson var að vaxa úr grasi. Þeirri þjóðemiskennd fylgdi miklun þjóðlegrar arfleifðar og þá ekki síst þeirra bókmennta sem löngum hafa þótt blómi hennar. Þar riðu hetjur um hémð. Fallegt dæmi um það hvemig þjóð- ernisstefna og hetjudýrkun gat fléttast sam- an í þeim fyrirmyndum sem haldið var að bömum er að fínna í endurminningum Hall- dórs Laxness, ítúninu heima. Þar segir: Ég mun hafa verið 7 ára þegar faðir minn vekur mig einn vormorgun snemma og gef- ur mér póstkort með mynd af dönsku mál- verki af Gunnari á Hlíðarenda, þar sem hetjan stendur við hólmann á sandinum og ræður við sig að snúa aftur. Aftaná kortið hefur faðir minn skrifað þessa einföldu minníngu við son sinn: „Elsku Dóri minn, hérna gef ég þér mynd af Gunnari á Hlíð- arenda. Gunnar vildi heldur snúa aftur og etja við erfiðleikana heima en hverfa burt úr landi. Þinn pabbi“ (172-173). Eins og rækilega hefur verið dregið fram, ekki síst af Peter Hallberg, var Halldór á æskuskeiði í uppreisn gegn innlendum fyr- irmyndum í sagnalist. Eftirminnileg eru orð hans í bréfi frá klausturárinu þar sem hann hafnar list Snorra Sturlusonar og Njáls sögu og fínnst lítið til frásagnarhstar þeirra koma miðað við nútímasagnalist. Það er þó at- hyglisvert að á þeim dögum er hann fremur að velta fyrir sér aðferðum fomra höfunda við að skrá sögu en hugmyndum þeirra, enda hefur hann sjálfsagt talið hugmynd- imar fáránlegar. Afstaða Halldórs til sagna- listar fomsagnanna þar sem hann er suður í Evrópu rösklega tvítugur að leggja gmnd- völl að ævistarfinu, er fullkomlega eðlileg. Á þeirri stundu er honum meira virði að læra að skrifa öðm vísi en fomsögumar en að líkja eftir þeim. Þessi afstaða breyttist þó síðar, og Halldór hefur lofsungið Snorra og nafnlausa höfunda íslendingasagna af þeirri ákefð og með því orðbragði sem hon- um er lagið.4 Hvað sem þeirri afstöðu líður, liggur beint við að skilja margt í sögum hans sem beint andóf við eða ádeilu á hefð- bundna hetjudýrkun af ætt hetjusögu. Eink- um er þetta mikilvægt efni í Sjálfstœðu fólki, sem hefur undirtititlinn „hetjusaga“ og í Gerplu, þar sem vísun felst í heiti bókarinnar sjálfu. Það er augljóst að afstaða Halldórs Lax- ness til íslenskrar hetjudýrkunar gæti orðið efni í heila bók. Hér er ekki svigrúm til annars en bera fram fáeinar hugleiðingar sem skerf til umræðu. Spumingin sem ég varpa fram er þessi: Er afstaða Halldórs til hetjudýrkunar hetjusögunnar algerlega nei- kvæð? Svarsins leitaég í skáldverkum þeim tveim sem ég nefndi rétt í þessu og í grein- um og ritsmíðum þar sem sagnaskáldið ræðir beint við lesendur sína um hugstæð efni. 34 TMM 1992:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.