Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 37
IV „Minnisgreinar um fornsögur“, sem birtust fyrst í Tímariti Máls og menningar 1945 en síðan í Sjálfsögðum hlutum 1946, eru merkilegar í sjálfum sér en einnig vegna þess að þær eru skrifaðar meðan Halldór er enn að glíma við íslandsklukkuna og vænt- anlega einnig farinn að leiða hugann að efninu sem hann gerði skil í Gerplu. Þar segir, m.a.: Hin norræna örlagatrú, sem virðist vera skynsemistrú víkíngaaldarinnar, ólík guða- trúnni, er undirstöðuatriði lífsskoðunar í fombókmentum vomm. Sama máli gegnir um hetjuskáldskap Eddu ffá forsögulegum tíma. Örlagatrúna má... skilgreina sem áskap- aða æðmlausatregahyggju: hetjuskapurör- lagatrúarmannsins er í því fólginn að geta horfst í augu við þýngstu reynslu og algerð- an ósigur í lífi sínu, bregða sér hvorki við sár né bana, einsog sagt er á máli Brennunjálssögu; í því er falinn manndóm- ur hans og verðskuldan (Sjálfsagðir hlutir, 32-34). Hér er vissulega ekki talað í háði um hug- myndaheim hetjusagna, heldur komið að kjama hetjudýrkunar með hnitmiðaðri skil- greiningu og orðalagi sem fremur er til þess fallið að vekja aðdáun en andúð. Aðdáunin beinist raunar að örlagatrú fremur en hetju- skap, en þegar nánar er að gáð er um að ræða tvær hliðar á sama fyrirbæri. Sama viðhorf má sjá víðar í greinum Halldórs og ræðum frá því á fjórða og fimmta áratugn- um. Sjálfum hetjusögunum gerði hann nokkur skil í „Ávarpi til Æskulýðsfylking- arinnar“, sem hann hélt á Þingvöllum 1939 og prentað er í Vettvangi dagsins. Þar kem- ur fram jákvæð afstaða til hetjusagna, þótt hún sé ekki laus við íroníu, en jafnframt er gerð skýr grein fyrir takmörkunum þeirra: Það er indælt að eiga hetjusögur, enda hafa þeir dagar komið yfir Island, að við áttum bókstaflega ekkert að nærast á, hvorki til sálar né líkama, annað en fomar hetjusögur. Það er ekki ónýtt þegar maður er að sálast af kúgun, harðréttti og eymd, að muna eftir því, að í eðlinu er maður Gunnar á Hlíðar- enda, sem getur hlaupið hæð sína aftur á bak og áfram í öllum herklæðum. í djúpum niðurlægingarinnar er maður alt í einu orð- inn riddari frá miðöldum, — slík minning getur blátt áfram orðið kreppuráðstöfun, maður þarf ekki fjörefni ef maður hefur það í huga! Það sé fjarri mér að vilja segja annað en lof um hetjusögumar, af öllum bókmenntum ann ég þeim mest . . . En íslenzk þjóðarævi verður ekki skynjuð né skilin af því, þótt menn hafi á hraðbergi hinar fomu hetjusögur, sem flestar vom að meira eða minna leyti tengdar þessum stað, þar sem við nú stöndum ... Þingvellir eru ekki aðeins helgur staður vegna sambands síns við hetjusögumar, heldur einnig vegna þeirra þjáninga og harma, sem íslenzkir menn hafa mátt þola úr þessum stað (92- 93). Hér er sem íslandsklukkan og Jón Hregg- viðsson liggi í loftinu, og minnt er á að hetjusaga segir ekki alla söguna, en þó kem- ur fram jákvætt viðhorf til hetjusagna. Ein- dregnari er niðurstaða í „Minnisgreinum um fomsögur“: Gegnum myrkur lángra alda vom þessar sögur aleiga þjóðarinnar sem þreyði vestur í hafi nær útsloknan, eftilvill í meiri eymd en nokkur önnur vestræn þjóð. Sú öld sem hafði bjargað lífi sínu með því að seljast í hendur erlendu konúngsvaldi gegn sex TMM 1992:3 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.