Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 37
IV
„Minnisgreinar um fornsögur“, sem birtust
fyrst í Tímariti Máls og menningar 1945 en
síðan í Sjálfsögðum hlutum 1946, eru
merkilegar í sjálfum sér en einnig vegna
þess að þær eru skrifaðar meðan Halldór er
enn að glíma við íslandsklukkuna og vænt-
anlega einnig farinn að leiða hugann að
efninu sem hann gerði skil í Gerplu. Þar
segir, m.a.:
Hin norræna örlagatrú, sem virðist vera
skynsemistrú víkíngaaldarinnar, ólík guða-
trúnni, er undirstöðuatriði lífsskoðunar í
fombókmentum vomm. Sama máli gegnir
um hetjuskáldskap Eddu ffá forsögulegum
tíma.
Örlagatrúna má... skilgreina sem áskap-
aða æðmlausatregahyggju: hetjuskapurör-
lagatrúarmannsins er í því fólginn að geta
horfst í augu við þýngstu reynslu og algerð-
an ósigur í lífi sínu, bregða sér hvorki við
sár né bana, einsog sagt er á máli
Brennunjálssögu; í því er falinn manndóm-
ur hans og verðskuldan (Sjálfsagðir hlutir,
32-34).
Hér er vissulega ekki talað í háði um hug-
myndaheim hetjusagna, heldur komið að
kjama hetjudýrkunar með hnitmiðaðri skil-
greiningu og orðalagi sem fremur er til þess
fallið að vekja aðdáun en andúð. Aðdáunin
beinist raunar að örlagatrú fremur en hetju-
skap, en þegar nánar er að gáð er um að
ræða tvær hliðar á sama fyrirbæri. Sama
viðhorf má sjá víðar í greinum Halldórs og
ræðum frá því á fjórða og fimmta áratugn-
um. Sjálfum hetjusögunum gerði hann
nokkur skil í „Ávarpi til Æskulýðsfylking-
arinnar“, sem hann hélt á Þingvöllum 1939
og prentað er í Vettvangi dagsins. Þar kem-
ur fram jákvæð afstaða til hetjusagna, þótt
hún sé ekki laus við íroníu, en jafnframt er
gerð skýr grein fyrir takmörkunum þeirra:
Það er indælt að eiga hetjusögur, enda hafa
þeir dagar komið yfir Island, að við áttum
bókstaflega ekkert að nærast á, hvorki til
sálar né líkama, annað en fomar hetjusögur.
Það er ekki ónýtt þegar maður er að sálast
af kúgun, harðréttti og eymd, að muna eftir
því, að í eðlinu er maður Gunnar á Hlíðar-
enda, sem getur hlaupið hæð sína aftur á
bak og áfram í öllum herklæðum. í djúpum
niðurlægingarinnar er maður alt í einu orð-
inn riddari frá miðöldum, — slík minning
getur blátt áfram orðið kreppuráðstöfun,
maður þarf ekki fjörefni ef maður hefur það
í huga! Það sé fjarri mér að vilja segja
annað en lof um hetjusögumar, af öllum
bókmenntum ann ég þeim mest . . . En
íslenzk þjóðarævi verður ekki skynjuð né
skilin af því, þótt menn hafi á hraðbergi
hinar fomu hetjusögur, sem flestar vom að
meira eða minna leyti tengdar þessum stað,
þar sem við nú stöndum ... Þingvellir eru
ekki aðeins helgur staður vegna sambands
síns við hetjusögumar, heldur einnig vegna
þeirra þjáninga og harma, sem íslenzkir
menn hafa mátt þola úr þessum stað (92-
93).
Hér er sem íslandsklukkan og Jón Hregg-
viðsson liggi í loftinu, og minnt er á að
hetjusaga segir ekki alla söguna, en þó kem-
ur fram jákvætt viðhorf til hetjusagna. Ein-
dregnari er niðurstaða í „Minnisgreinum
um fomsögur“:
Gegnum myrkur lángra alda vom þessar
sögur aleiga þjóðarinnar sem þreyði vestur
í hafi nær útsloknan, eftilvill í meiri eymd
en nokkur önnur vestræn þjóð. Sú öld sem
hafði bjargað lífi sínu með því að seljast í
hendur erlendu konúngsvaldi gegn sex
TMM 1992:3
35